Furðumikil dýpkun (miðað við árstíma)

Nú er lægð á austurleið skammt suður af Grænlandi. Hún á að dýpka um 29 hPa á 24 klst (frá kl. 18 í dag, laugardag, til sama tíma á sunnudag). Ameríkumenn myndu kalla hana sprengilægð - það kalla þeir lægðir sem dýpka um meira en 24 hPa á sólarhring. Versta veðrið við lægðina verður vestan og sunnan við lægðarmiðjuna en hér á landi skerpir á austan- og norðaustanáttinni.

Fyrra kortið hér að neðan sýnir sjávarmálsþrýsting eins og hann var kl. 18 í dag, laugardag. Einnig má sjá helstu úrkomusvæði (græn) og hita í 850 hPa-fletinum (strikalínur).

w-blogg260513a

Á kortinu er þrýstingur í lægðarmiðju 1003 hPa en á sólarhring síðar að vera kominn niður í 974 hPa. Þá verður lægðin beint suður af landinu. Hún á síðan að mjakast til suðausturs yfir Bretlandseyjar og bæta á leiðindin í Vestur-Evrópu eftir helgina.

Spár hafa nú í nokkra daga gert ráð fyrir þessari þróun en fyrst þegar á hana var minnst átti lægðin að ná í hlýtt loft í austri og beina því hingað. Svo fer ekki. Við sleppum samt tiltölulega vel, norðaustanáttin verður ekki sérlega köld nema rétt í upphafi. Síðan tekur við meinlausari austanátt.

Það er farið að verða nokkuð þreytandi að sjá alltaf í hlýtt loft eftir rúma viku - en aldrei neitt nær í tíma.

En við lítum líka á þrýstibrigðakort sem gildir á hádegi á morgun, sunnudaginn 26. maí.

w-blogg260513b

Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsþrýstinginn, þarna á lægðin enn eftir að dýpka um 6 til 7 hPa. Strikalínur (daufar) sýna þykktina og vel sést hversu öflugt aðstreymi af köldu lofti það er sem lægðin hefur í bakið. Litafletirnir sýna 3 klst þrýstibreytingu. Rauði liturinn sýnir fall, en sá blái ris. Hæsta falltalan er -10,5 hPa á 3 klst. Þetta er með mesta móti svona seint í maí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 153
  • Sl. sólarhring: 170
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 2348622

Annað

  • Innlit í dag: 126
  • Innlit sl. viku: 2089
  • Gestir í dag: 114
  • IP-tölur í dag: 114

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband