Hæsti hiti það sem af er ári

Í dag (laugardaginn 18. maí) mældist hiti loksins yfir 18 stigum á landinu. Reyndar aðeins á einni veðurstöð, Sauðárkróksflugvelli. Hámarkshiti dagsins var þar 18,1 stig. Komst í 18,0 á Brúsastöðum í Vatnsdal. Hvað hvítasunnudagur ber í skauti sínu vitum við ekki enn.

Eins og umferðarslysið á Snæfellsnesi bar með sér var þar gríðarhvasst. Tíu-mínútna meðalvindhraði komst í 26,4 m/s á Grundarfirði og í 32,7 m/s í hviðu. Enn öflugri hviður mældust á veðurstöð við Miðfitjarhól á Skarðsheiði, sú mesta 37,2 m/s. Ritstjóranum varð hálfpartinn um og ó á gönguferð við rætur Hafnarfjalls - fáir á ferð.

Útsynningur á 2. dag hvítasunnu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrulega bara bilun.

spritti (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 124
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 1656
  • Frá upphafi: 2457211

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 1507
  • Gestir í dag: 95
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband