17.5.2013 | 00:46
Náðarsamlegast
Náðarsamlegast hlýnar lítillega um hvítasunnuhelgina. Því miður fáum við aðeins að njóta reyksins af réttunum áður en svalinn umlykur okkur að nýju (sé vit í spám). Reiknimiðstöðvar greinir hins vegar á um það hvort verður - kalt eða svalt. En fyrst eru það svokölluð hlýindi. Við lítum á þau frá fjórum mismunandi sjónarhornum - en alltaf á sama tíma. Klukkan er þá 18 á laugardaginn 18.
Öll kortin hér að neðan byggjast á spám evrópureiknimiðsöðvarinnar. Fyrst er kort sem sýnir hæð og hita í 925 hPa.
Þetta er nokkuð vænleg staða. Hæðin er á mjög góðum stað, en köld lægð við Suður-Grænland leitar á. Hiti yfir Norðurlandi er á bilinu 6 til 8 stig í rúmlega 800 metra hæð. Ef sólin skín gæti það skilað sér í 15 stiga hita eða svo. Kannski að 16 stiga múrinn verði rofinn. Kaldara loft er við Suðurland. Þar stendur vindur á land og auk þess þrýstir hlýtt loft að úr austri. Hlýja loftið úr vestri hikar því nokkuð.
Hlýja loftið við Hjaltland er raunverulega hlýtt, hitabylgjuhlýtt, 15 stig í 800 metra hæð. Á góðum degi dugar það í 23 stig við sjávarmál. En hitabylgjuloftið kemst ekki til Íslands (að sögn).
Næsta kort sýnir mættishita í 850 hPa.
Þetta kort nær yfir aðeins stærra svæði en það fyrra og heildregnu línurnar sýna sjávarmálsþrýsting. Litafletir hins vegar mættishita í 850 hPa. Mættishiti er stundum kallaður þrýstileiðréttur hiti (ekki alveg í lagi það) og mælir hversu loft sem er í 850 hPa hæð yrði hlýtt ef það væri dregið óblandað niður í 1000 hPa (nærri sjávarmáli).
Þeir sem stækka kortið sjá að mættishiti er rúm 16 stig bæði yfir Vestfjörðum og Austurlandi. Það lofar nokkuð góðu. Hér sést kalda stíflan við Suðurland einnig vel. Hún nær greinilega upp í 850 hPa og reyndar ofar. Yfir vesturströnd Skotlands er mættishitinn rúm 25 stig. Þar stendur nokkuð hvass vindur af landi og má vel vera að hitinn á láglendi nái svo hátt - nærri fjöllum á svæðinu.
Við sjáum einnig kuldann við Suður-Grænland vel. Mættishitinn er lægstur nærri Syðri-Straumfirði, -7,1 stig. Ekki viljum við það. Kuldinn verður að fara suður fyrir Hvarf til að komast hingað og loftið hlynar óhjákvæmilega á leiðinni. En lægðin mjakast austur um helgina og sveiflar kaldara lofti hingað í leiðinni. Sunnan við hana er mikill vindstrengur, reiknimiðstöðin segir hviður á þessum tíma ná upp í 36 m/s.
Þriðja kortið sýnir þykktina (sem heildregnar línur) auk hitans í 850 hPa.
Hér sést kalda stíflan við Suðurland vel. Hún er nægilega öflug til þess að þykktin verður lítillega lægri í henni heldur en utan við hana. Kuldans gætir hins vegar ekki uppi í 500 hPa (ekki sýnt). Mest er þykktin yfir Norðausturlandi, í kringum 4450 metrar. Það þykir nokkuð gott miðað við ástandið að undanförnu, en ósköp aumingjalegt miðað við hitabylgjuþykktina austast á kortinu. Hún er þar meiri en 5580 metrar. Svo mikil verður þykktin ekki á hverju ári hér á landi.
Þykktin er minnst við Vestur-Grænland, um 5140 metrar. Stutt frá vetrarástandi. Reiknimiðstöðin segir kalda loftið hellast yfir okkur úr vestri á mánudag, annan í hvítasunnu. Sú spá er ekki endilega rétt - en rétt er að fylgjast með málum.
Síðasta kortið er úr miðjum nördaheimum. Sýnir þrýstihæð veðrahvarfanna á sama tíma og fyrri kort sýna. Kvarði og tölur eru í hPa. Þetta kort nær yfir þvert Atlantshafið. Bláu litirnir sýna há veðrahvörf en kvarðinn nær alveg yfir í hvítt - sem táknar óvenjulág veðrahvörf.
Það sem sést svo makalaust vel á þessum kortum eru skipti á milli svæða þar sem hlýtt og kalt ríkir undir. Hlýtt loft er fyrirferðarmeira en kalt og veðrahvörfin því hærri yfir því en yfir því kalda. Bláu svæðin sýna þrjú aðskilin hlý svæði. Eitt þeirra er hitabylgjuloftið yfir Skotlandi og Suður-Noregi. Annað svæði er örmjór þvengur langt að sunnan og norður fyrir Ísland. Það þriðja þekur stórt svæði neðarlega á kortinu. Stóru hlýju svæðin takast á og kremja það mjóa á milli sín. Mjóa svæðinu er einnig þrýst til norðausturs af ásókn kalda loftsins við Suður-Grænland. Hlýindi standa því mjög stutt við.
Veðrahvörfin eru sérlega neðarlega við Hvarf á Grænlandi og greinilegt er að jökullinn (fjalllendið) hefur náð að aflaga þau umtalsvert. Veðrahvarfalægðin grynnist síðan umtalsvert þegar jökullinn sleppir taki og verður orðin mun grynnri þegar hún á að fara hér yfir á þriðjudag.
Takið einnig eftir tiltölulega lágum veðrahvörfum við Spán (grænir og gulir litir). Þegar kortið gildir er þar nýgenginn yfir fleygur af mjög lágum veðrahvörfum. Veðurstofur Spánar og Portúgal spá snjó á fjallvegum aðfaranótt föstudags og jafnvel líka á aðfaranótt laugardags.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 59
- Sl. sólarhring: 205
- Sl. viku: 1747
- Frá upphafi: 2457578
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 1573
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Dagshitamet í Moskvu 14. og 15. þ.m. og litlu munaði 13. og 16. Hiti 8 - 10 stig yfirn meðallagi síðan 10. maí.
Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.