Á hörpu

Harpa er fyrsti mánuður sumars að íslensku tímatali, stendur fjórar fyrstu vikur þess og tveimur dögum betur. Í ár bar sumardaginn fyrsta og þar með fyrsta dag hörpu upp á 25. apríl að almennu vestrænu tímatali, því sem kennt er við Gregoríus páfa XIII.

Oft hefur verið minnst á mánuðinn hörpu hér í pistlum hungurdiska og verður ekki tuggið aftur að sinni. Við víkjum hins vegar að morgunhitanum í Stykkishólmi á hörpu allt frá 1846. Þessi pistill er því sá fjórði í röð þar sem fjallað er um hitasögu íslensku mánaðanna frá miðri 19. öld til okkar daga.

w-blogg160513.

Lóðrétti ásinn sýnir hita, sá lárétti árin. Súlurnar sýna þá meðalhita hörpu einstök ár tímabilsins. Hlýir mánuðir tímabilsins 1925 til 1942 skera sig nokkuð úr. Langhlýjust var harpa árið 1935 og í öðru til þriðja sæti er harpa áranna 1889 og 1936. Síðan er 1974 rétt ofan við hörpu 1880.

Langkaldast var á hörpu 1882 (sumarlausa árið fyrir norðan) og síðan 1906. Meðalmorgunhitinn var undir frostmarki í báðum þessum mánuðum. Þrír aðrir mánuðir strjúka núllið, 1920, 1949 og 1979, við getum ekki gert upp á milli þeirra.

Þótt verulega hlýir mánuðir hafi ekki sést á síðustu árum er ekki heldur neitt um mjög kalda mánuði. Við látum ósagt hvernig fer með hörpu í ár, 2013. Staðan í Reykjavík fyrstu þrjár vikur mánaðarins er nú sú að fara þarf aftur til sömu þriggja vikna hörpu 1994 til að finna ámóta hita.

Hlýjasta harpa í Reykjavík á tímabilinu 1949 til 2012 var 1961, já 1961 (8,5 stig). Það gæti komið á óvart. Ritstjórinn hefði sennilega í hugsunarleysi giskað á 1974 og til vara á 1960 sem hlýjustu mánuði. En svona er þetta, maí 1961 leit lengi vel út fyrir að ná hæstu hæðum, en síðan gerði mikið hret í síðustu vikunni (á skerplu). Kannski var það einmitt það hret sem byrjaði hafísárin. Alla vega lá leið 30-ára hitans þar eftir bara niðurávið.

Á sama árabili (1949 til 2012) var harpa köldust í Reykjavík 1979 (1,4 stig), en 1949 er ekki langt þar fyrir ofan (1,8 stig). Þessir mánuðir eru alveg í sérflokki því meðalhiti á hörpu 1967 og 1989 sem koma í þriðja til fjórða sæti var 3,2 stig.

Reiknuð leitni hitans á öllu tímabilinu er 0,6 stig á öld. Þetta er aðeins helmingur leitninnar á einmánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta er nú ekki íslenskt veðurfar, en þetta tengist nú samt veðri. Ég hef það orðið fyrir vana að taka upp þrumuveður og tengdar rigningar hérna í Danmörku þar sem ég á heim, ef ég hef tækifæri til þess. Þetta hérna þrumveður átti sér stað þann 15 Maí. Þetta var stærsta þrumuveður sem átt hefur sér stað núna, hvort að það verða stærri þrumuveður veit ég nú ekki. Það fylgdi einnig umtalsvert haglél þessu þrumuveðri.

http://youtu.be/LOnMOR0rLro (fyrsti hluti)

http://youtu.be/_s-I9fBkgOc (seinni hluti)

Ég tek þessi myndbönd upp á farsímann minn, þannig að gæðin eru kannski ekkert rosalega góð þó svo að þetta sé í háskerpu.

Jón Frímann Jónsson, 16.5.2013 kl. 22:20

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Þakka þér fyrir Jón, en ég smelli aldrei á tengla sem mér eru sendir á blogginu. Vonandi samt að aðrir njóti þess.

Trausti Jónsson, 17.5.2013 kl. 01:04

3 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Þetta eru öruggir tenglar sem Jón Frímann setur þarna uppi. Lítur kannski illa út því þetta Youtu.be er stytting hjá Youtube.com.

Pálmi Freyr Óskarsson, 18.5.2013 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 1670
  • Frá upphafi: 2349630

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 1512
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband