3.5.2013 | 00:16
Nýtt lágmarkshitamet í maí - fyrir landið allt
Síðastliðna nótt (2. maí) fór hitinn á sjálfvirku stöðinni á Brúarjökli niður í -21,7 stig. Lægsti hiti sem mælst hefur á Íslandi í maí. Þetta gerðist milli klukkan 5 og 6 að morgni. Hafa ber í huga að stöðin var stofnuð 2005 og er ein kaldasta veðurstöð landsins. Kuldakastið nú er þannig það mesta í maí í á starfstíma stöðvarinnar.
Kuldinn að þessu sinni er líklega sá mesti sem komið hefur hér á landi í maí allan þann tíma sem sjálfvirka stöðvakerfið hefur verið rekið (15 til 17 ár). Meirihluti stöðvanna hefur nú slegið eldri maímet sín. Stöðvamaímet hafa einnig fallið á nokkrum stöðvum mannaða kerfisins - en fallstöðvarnar hafa flestar verið reknar í innan við 25 ár.
Met á eldri (og reyndari) stöðvum eru eldri en þetta, allmörg úr miklu kuldakasti fyrstu dagana í maí 1982. Kuldinn nú virðist því vera sá mesti í maí að minnsta kosti frá þeim tíma. Hvað stöð á Brúarjökli hefði mælt í því kasti veit enginn.
Hegðan hita í kringum lægstu lágmörk hefur enn ekki verið athuguð til fullnustu. Háupplausnarhitamælingar á sjálfvirku stöðvunum benda til þess að lægstu lágmörk í hægviðri eigi sér stað í mjög grunnu lagi af lofti sem blandast fljótt hreyfi vind. Lag af því tagi virðist einnig geta sveiflast til á þann hátt að stöð sé ýmist inni í mesta kuldanum eða ekki.
Sjálfvirku mælarnir eru mjög vakrir og virðast fljótir að laga sig að umhverfishitanum. Hefðbundnir vínandamælar í mælaskýlum mannaðra stöðva eru hins vegar seinni til. Því valda bæði mælarnir sjálfir sem og skýlin. Sjálfvirku mælarnir virðast þannig geta náð snöggum hitasveiflum sem fara hjá stöðinni á fáeinum mínútum - en hefðbundin mælaskýli ekki.
Eru þetta þá sambærilegar mælingar? Ekki er alveg nóg um það vitað. Sjálfvirka stöðin les 2-mínútna lágmarkshita á 10-mínútna fresti allan sólarhringinn. Á mönnuðu stöðinni eru aðeins upplýsingar um lægsta gildi frá síðustu lágmarksmælingu - og hugsanlega mælingar á 3 stunda fresti hluta sólarhringsins. Samanburður á viðbragðstíma er því ekki auðveldur.
En lágmarkshitametið á Brúarjökli verður að viðurkenna enda er það meir en 3 stigum neðan gamla metsins.
En hvað um byggð? Hiti fór að þessu sinni niður í -17,6 stig á sjálfvirku stöðinni á Grímsstöðum á Fjöllum klukkan 5. Þetta er 0,2 stigum lægra en Möðrudalsmetið frá 1. maí 1977. En lágmarkið á mönnuðu stöðinni á Grímsstöðum eftir síðastliðna nótt var aðeins -14,5 stig. Sjálfvirka stöðin hefur aðeins athugað í örfáa mánuði. Enginn samanburður hefur enn farið fram á mælingum stöðvanna tveggja. Við hinkrum því við með að lýsa því yfir að byggðarmetið úr Möðrudal sé fallið.
Skyndiútreikningar benda til þess að apríl hafi verið kaldari heldur en mars á 12 sjálfvirkum veðurstöðvum. Ritstjórinn hefur ekki enn athugað á hve mörgum þeirra hann er kaldasti mánuður vetrarins. Það gerist sjaldan. Apríl er alloft kaldari heldur en mars - sérstaklega þegar mars er hlýr eins og var í fyrra. Þá var apríl kaldari en mars á 69 stöðvum og á enn fleiri 2010, þá voru þær 113.
Hér er listinn í ár. Stöðvarnar eru dreifðar um landið.
Mismunur mánaðarmeðalhita mars og aprílmánaðar 2013 (°C) | |||||
Taflan sýnir stöðvar þar sem apríl var kaldari heldur en mars |
ár | stöð | apr-mars | nafn | ||
2013 | 6472 | -0,53 | Laufbali | ||
2013 | 1679 | -0,30 | Skarðsheiði Miðfitjahóll | ||
2013 | 1936 | -0,26 | Bláfeldur | ||
2013 | 2862 | -0,21 | Hornbjargsviti | ||
2013 | 5933 | -0,11 | Kárahnjúkar | ||
2013 | 1496 | -0,10 | Skarðsmýrarfjall | ||
2013 | 4323 | -0,09 | Grímsstaðir á Fjöllum | ||
2013 | 5932 | -0,07 | Brúarjökull B10 | ||
2013 | 2692 | -0,06 | Gjögurflugvöllur | ||
2013 | 1673 | -0,05 | Hafnarmelar | ||
2013 | 2640 | -0,02 | Seljalandsdalur | ||
2013 | 6975 | -0,01 | Sandbúðir |
Í viðhengi með pistli gærdagsins mátti sjá lista yfir ný mánaðarmet fyrir maí á fjölmörgum stöðvum. Þessi listi er endurnýjaður í dag og enn fleiri stöðvar hafa komist inn - auk þeirra sem voru kaldari aðfaranótt annars maí heldur en þann fyrsta.
Listinn byrjar á sjö mönnuðum stöðvum. Þær eru flestar tiltölulega ungar - en athyglisvert er að nýtt met er hér sett á Eyrarbakka, 0,1 stigi neðar heldur en gamla metið sem var frá 1982. Sumar tölurnar eru tvöfaldar - hafi lágmarkið verið jafnlágt á fleiri en einni klukkustund.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:30 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 4
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 1338
- Frá upphafi: 2455664
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1198
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Annars gott að vita að Veðurstofan er með vínandamælingar á mönnuðum stöðvum, væntanlegas ekki vanþörf á því :)
Yngvi (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 10:23
Það er greinilega að kólna á Íslandi! :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.