26.4.2013 | 00:57
Kalt loft sleppur yfir Grænland
Algengast er að Grænlandsjökull stöðvi framrás heimskautalofts úr vestri að mestu. Öll framrás stöðvast þegar kalda loftið er grunnt - nær ekki hæð jökulsins. Nái kuldinn hins vegar mjög hátt í loft er hann sjaldan svo mikill að hann sé meiri heldur en kuldinn niður undir sjávarmáli austan megin.
Loftið sem kemur yfir jökulinn og leitar niður austan hans hlýnar mjög í niðurstreyminu. Ef við reiknum með að jökulhryggurinn sé 2500 metra hár hlýnar loftið sem yfir hann fer um 25 stig niður að sjávarmáli. Sé hiti þess þá hærri heldur en þess lofts sem þar liggur á fleti getur það ekki rutt því burt heldur flýtur yfir. Það er algengast.
Í raunveruleikanum kemur þó fleira við sögu. Mjóir og þunnir straumar geta legið niður skriðjöklana, flókin blöndun getur átt sér stað í ólgu niðurstreymisins, varmaskipti verða við yfirborð og svo framvegis. Við leggjum ekki í að greina það nánar.
En kalda loftið nær stundum yfir og niður og tölvuspár segja það einmitt gerast nú á laugardaginn. Fyrir tíma nákvæmra reikninga þurfti mikla staðbundna reynslu, miklu meiri heldur en þá sem ritstjórinn hefur, til að vita með vissu hvar og hvenær niðurstreymið yrði og hversu öflugt. En nú má sumsé sjá það betur. Kortin hér að neðan eru úr safni evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Fyrsta kortið sýnir vindhraða í 100 metra hæð klukkan 18 á laugardaginn (27. apríl) - um svipað leyti og hjartsláttur frambjóðenda okkar fer að aukast en dómurinn ekki fallinn. Hér verður að taka fram að hæðin á aldrei þessu vant ekki við sjávarmál heldur er hún miðuð við yfirborð jarðar eins og það er í líkaninu. Líkanið fylgir landslagi mjög gróflega og sér t.d. ekki nema breiðustu dali Grænlandsfjalla.
Litafletirnir sýna vindhraðann í m/s, örvarnar stefnu. Kvarðinn batnar sé myndin stækkuð. Séu reiknaðar vindhviður á svæði meiri en 25 m/s eru hvítar línur dregnar utan um það og gildi sett í hvítan kassa. Tölur í gulum kössum sýna hviðuhámörk í m/s.
Vindhraði er gríðarmikill á litlu svæði yfir Grænlandsfjöllum - einmitt þar sem loftið fellur niður af jöklinum. Má sjá svæði þar sem hann er yfir 40 m/s. Þetta er ekki aðeins þrýstivindur heldur kemur þyngdaraflið líka við sögu. Myndin virðist gefa til kynna að loft safnist saman af nokkru svæði á jöklinum og falli í stokki niður undir sjávarmál. Síðan sést hvernig straumurinn heldur áfram langt út á haf (þrýstiknúinn) - en breiðir smám saman úr sér og deyfist.
Til beggja handa eru stór svæði með hægari vindi. Við skulum líka taka eftir vindstreng við Scoresbysund. Þar er vindur meiri en 24 m/s á allstóru svæði. Þetta loft er komið að norðan og nær hingað til lands á aðfaranótt sunnudags með miklum leiðindum, vindi, snjókomu og kulda. Grænlandsjökulsloftið nær hins vegar ekki hingað til lands að þessu sinni.
Næsta mynd sýnir hæð 850 hPa-flatarins (frá sjávarmáli) ásamt vindi og hita í honum á sama tíma og kortið að ofan. Hér tákna litafletir hita, vindhraði og átt eru sýnd með venjulegum vindörvum en hafnhæðarlínur eru heildregnar. Sama táknál er líka notað á síðari myndum.
Hér sést kalda strokan vel, talsvert kaldari en loftið umhverfis og nær langt út á sjó. Örin bendir á kaldasta kjarnann.
Næsta mynd sýnir ástandið í 700 hPa en sá flötur er í tæplega 3 km hæð.
Í fljótu bragði virðast kortin líta nærri því eins út (nema að hita- og hæðartölur eru auðviðtað aðrar). Sé litið á smáatriðin kemur í ljós að þar sem kalda tungan var á 850 hPa-kortinu (sjá örina) er hér hlý tunga - kaldara er til beggja hliða. Þetta stafar af því að þegar kuldinn breiðir úr sér í lægri lögum verður til niðurstreymi ofan við og þar sem niðurstreymið er mest er hitinn hærri heldur en til hliðanna (kaldar tungur). Í köldu tungunum í 700 hPa er loft að lyftast vegna ruðningsárhrifa sem verða til þegar kuldinn í neðri lögum breiðir úr sér til hliðanna. Skemmtilegt að þetta skuli sjást svona vel.
En að lokum lítum við upp í 16 kílómetra hæð þar sem þrýstingur er 100 hPa.
Hér gætir fallbylgjunnar einnig - hún aflagar loftstreymi í öllu veðrahvolfi, sömuleiðis beyglar hún veðrahvörfin og meira að segja neðsta hluta heiðhvolfsins líka. Gaman væri að sjá þversnið vinds og mættishita í frá jörð og upp úr - en slíkt liggur ekki á lager að þessu sinni. Hitakvarðinn batnar við stækkun. Hlýjasti bletturinn við Austur-Grænland sprengir kvarðann. Svona hlýtt er sjaldan í 16 km hæð.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 483
- Sl. sólarhring: 654
- Sl. viku: 2385
- Frá upphafi: 2439196
Annað
- Innlit í dag: 438
- Innlit sl. viku: 2183
- Gestir í dag: 415
- IP-tölur í dag: 410
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mikið er nú gaman að losna úr viðjum pólitíkur og velta fyrir sér því sem koma skal, eða gæti komið? Miðað við þessa útskýringu hjá þér Trausti þá á allur kuldinn andstæðann pól þar sem hægt er að orna sér. Kannski líkt og í umdeildri umræddri tíkinni, nema að hér (á síðasta kortinu) er heitt á toppnum.
Verður fróðlegt að vita hvort og hvernig þessi spá kemur til með að koma fram hér í Neskaupstað, í logninu í dag (niðri í bæ) voru skýstrókar á vinsælum veðurvítisfjallatoppum, ekki veit ég til að það sé fyrirboði en áberandi voru þeir.
Sindri Karl Sigurðsson, 26.4.2013 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.