3.4.2013 | 01:12
Enn einn hlýindavetur liðinn
Á Veðurstofunni nær veturinn yfir tímabilið desember til mars. Það tímabil á betur við hérlendis heldur en alþjóðaveturinn desember til febrúar. Reyndar var það svo í nágrannalöndunum að mars 2013 varð kaldari heldur en vetrarmánuðirnir hver um stig. Það hefur gerst hér líka að vormánuðurinn apríl hafi verið kaldasti mánuður ársins.
Samkvæmt gamla íslenska tímatalinu nær veturinn yfir allan tímann milli fyrsta vetrardags og sumardagsins fyrsta. Hvar núlíðandi vetur lendir í metingi á þeim vettvangi verður að sýna sig. Fyrirfram má þó segja að þar sem nóvember var rétt í rúmu meðallagi hér á Suðurlandi er varla að árangurinn verði jafngóður og veðurstofuveturinn státar nú af.
Það eru aðeins þrír vetur sem hafa gert betur í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga þar 1871. Einn vetur á eldra mæliskeiði Reykjavíkur (1823 til 1854) blandar sér í flokk þeirra allra hlýjustu. Það er 1847.
En lítum á meðalvetrarhitann á mynd.
Þrepið 2003 verður nú sífellt áþreifanlegra - en ekki megum við þó halda að við stöndum á því um alla framtíð. Kuldinn í nágrannalöndunum í austri sýnir að hitann má að minnsta kosti að einhverju leyti þakka afbrigðilegum hringrásaraðstæðum. Fyrirstöðuhæðin góða sér um sitt.
Í mars var hún þó vestar heldur en í janúar og febrúar. Svo virðist sem hún lifi áfram um sinn - en þetta er nú orðin býsna löng syrpa.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 4.4.2013 kl. 00:56 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 17
- Sl. sólarhring: 123
- Sl. viku: 1579
- Frá upphafi: 2452685
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 1459
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Hér á Jökuldal hefur verið kafsnjór síðan síðustu helgi október mánaðar. Þegar þú talar um enn einn hlýindaveturinn þá hefur hluti landsins aðra sögu að segja. Febrúar að vísu þokkalega hlýr og góðviðrasamur, aðrir mánuðir vetrarins ömurlegir. Kv Aðalsteinn Jónsson Klausturseli.
Aðalsteinn Ingi Jónsson. (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 15:01
Kaldasti marsmánuður í Þýskalandi í 130 ár stendur í Mitteldeutsche Zeitung í dag: http://www.mz-web.de/panorama/wettervorhersage-wann-kommt-endlich-der-fruehling-,20642226,22268888.html
Ágúst H Bjarnason, 3.4.2013 kl. 17:12
Sæll Trausti.
Ég hef einkennilega áhuga á vindhraða og loftþrýstingstölum, annað enn Veðurstofa Íslands gerir. Og þar sem marsmánuður var mjög sérstakur fyrir háan vindhraða og loftþrýsting þann 6. mars. Þá vantar mér topplista dagsmeðaltals vinds á Stórhöfða, Vestm.bæ og Surtsey. Mestu 10 mín. meðalvindhraða og mestu vindhviður á Stórhöfða, Vestm.bæ og Surtsey. Og svo langar mér líka að fá hæstu loftþrýstingtölur á þessum sömu stöðvum.
Væri enn betra ef það væri líka hægt að fá hæstu vindtölur og loftþýstingin í hverju mánuði fyrir sig.
vistorhofdi@simnet.is
Pálmi Freyr Óskarsson, 3.4.2013 kl. 21:07
Þakka ádrepuna Aðalsteinn. Hitamælingar hafa verið gerðar á Brú frá 1969. Nýliðinn vetur er þar í 7. til 10. hlýjasta sæti á tímabilinu (af 44) og janúar og febrúar saman hafa aldrei verið hlýrri en nú - rétt eins og um meginhluta landsins. En snjóþungt hefur verið á Norðausturlandi í allan vetur og aldrei náð að taka. Á Akureyri eru alhvítu dagarnir orðnir 126 það sem af er vetrar og hafa ekki verið fleiri á sama tíma síðan 1999. Þetta er 20 dögum umfram meðallag. Ég man ekki meðalfjölda alhvítra daga á Brú þann tíma sem mannaðar athuganir fóru þar fram - þarf að fletta því upp.
Ég þakka vísinn Ágúst. Ég skal tína þetta til Pálmi - en það tekur smátíma.
Trausti Jónsson, 4.4.2013 kl. 01:05
Ég setti mánaðameðalhita á Brú 1969 til 2013 í viðhengi pistilsins. Þeir sem hafa áhuga geta náð í hann þar.
Trausti Jónsson, 4.4.2013 kl. 01:07
Allt í góðu Trausti. Ég bíð þolinmóður og spenntur eftir tölfræðinni.
Pálmi Freyr Óskarsson, 5.4.2013 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.