Hiti í mars yfir meðallagi - loftþrýstingur óvenju hár

Hiti í mars var yfir meðallagi á Suður- og Vesturlandi en rétt undir því norðanlands og austan. Hér er miðað við árin 1961 til 1990. Sé miðað við síðustu tíu ár (2003 til 2012) var mánuðurinn í kaldari kantinum, 1 stigi undir meðallagi á Suður- og Vesturlandi en 2 til 2,5 undir á Norðausturlandi.  En nánari samantekt kemur væntanlega frá Veðurstofunni áður en langt um líður. Sömuleiðis er bent á umfjöllun nimbusar um mánuðinn og sömuleiðis pistil Emils Hannesar um hita í mars.

Heldur merkari er loftþrýstingurinn. Í Reykjavík var mánaðarmeðaltalið 1019,7 hPa, hærra en nokkru sinni í mars síðan 1962 og þar á undan 1916. Háþrýstingur á Íslandi kemur oft illa niður á hita  í Evrópu norðan- og vestanverðri. Bretar telja mars nú þann kaldasta frá 1962, atburðum ber saman hér og þar. Aftur á móti var þó nokkru kaldara hér á landi í mars 1962 heldur en nú.

Í háloftunum var vestnorðvestanátt ríkjandi í mars, en austnorðaustanátt nærri sjávarmáli. Við lítum betur á þau mál síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 890
  • Frá upphafi: 2461208

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 774
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband