Litið yfir sviðið á gervihnattarmynd

Að neðan má sjá gervihnattarmynd sem tekin er yfir miðbaug um miðnæturbil á föstudagskvöldi, gripin í Þýskalandi, send til Íslands, snyrt þar og skorin af Veðurstofu Íslands, afrituð beint þaðan inn í myndasafn hungurdiska og þaðan komin á skjáinn hjá þér lesandi góður.

w-blogg090313a

Hér má sjá að hlýja loftið sem fór hér hjá með látum undanfarna daga er nú komið yfir Grænland, enn á uppleið - eins og sjá má á skjannahvítum skýjaskildinum. Uppstreymið belgir upp veðrahvörfin og niðurstaðan verður fyrirstöðuhæð sem við njótum væntanlega góðs af í nokkra daga. Um leið og léttir til og vindur gengur niður fellur hitinn aftur og það frystir - mest þá á sléttu landi sem sjávarloft nær ekki til. Dæmigerð útgeislunarkólnun sem lítið veit af hlýrra lofti ofar.

Köld lægð er langt suður í hafi. Kuldinn veldur því að loft er óstöðugt og þar ganga miklir en mjóir skúrabakkar um garða og angra Spán og Portúgal - við sjáum ekki suður til Kanaríeyja á þessari mynd.

Austan við nýju fyrirstöðuhæðina er að byggjast upp norðanátt sem nær allt austur að kuldapollinum stóra, Síberíu-blesa. Miðja hans er þó langt undan - eins og sjá má á korti sem birtist hér með pistli gærdagsins. Þessi norðanátt veldur kulda í Skandinavíu og aðeins suður á meginlandið. Norrænir eru þó ekki óvanir þessu í marsmánuði en Bretar og Írar berskjaldaðri gagnvart kuldastroku sem spáð er að gangi vestur um næstu daga. Þykkt yfir Írlandi er þá spáð niður fyrir 5160 metra. Það þykir lágt þar í landi.

Jaðar kalda loftsins liggur nú um það bil meðfram skilabakkanum hvíta í námunda við grænu strikalínuna. Þar hagar skemmtilega til, norðvestanátt er í austurjaðri hans í háloftunum, en suðaustan og austanátt undir. Þetta eru víst hitaskil (segir breska veðurstofan) - en breytast nú í kuldaskil (það segir breska veðurstofan líka) þegar kalda loftið sækir til vesturs. Nema hvað? Ameríkumenn eru farnir að kalla svona nokkuð bakdyrakuldaskil (back door cold front). Það hugtak læðist sjálfsagt austur um haf á næstu árum eins og fleira að vestan. Eigum við að nota hráa þýðingu á íslensku? Æi. Betra væri að stökkva fram úr launsátri með annað orð - dauðaleit stendur yfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 116
  • Sl. sólarhring: 414
  • Sl. viku: 3608
  • Frá upphafi: 2430655

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 2959
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband