6.3.2013 | 00:48
Hlýrra loft sækir að - en gengur hægt
Í dag biðu veðurnörd spennt eftir því hvort tækist að halda deginum hreinum - frost yrði um land allt allan sólarhringinn. Það gerðist aldrei allt árið 2012 og síðast 9. desember 2011. Furðulangt er á milli daga af þessu tagi - aðeins dagur og dagur á stangli. Vafasamt er að kenna veðurfarsbreytingum um þessa hætti - Ísland er þrátt fyrir allt umkringt hlýju hafi og auk þess ögrum skorið. [Og veðurstöðvar á útnesjum og eyjum margar].
En morgundagurinn verður varla alveg eins kaldur því hlýrra loft sækir að landinu sunnanverðu - það gengur þó ekki greiðlega. Við lítum á sjávarmálskort sem gildir um hádegi á morgun (miðvikudaginn 6. mars).
Jafnþrýstilínur eru heildregnar, jafnþykktarlínur eru strikaðar en litafletir sýna þrýstibreytingu síðustu þrjár klukkustundirnar fyrir gildistíma kortsins (það er milli kl. 9 og 12). Rauði liturinn táknar svæði þar sem þrýstingurinn hefur fallið meira en 1 hPa en blár að þar hafi þrýstingur stigið um 1 hPa eða meira. Fallið er ákafast (-4,6 hPa) á smábletti um 200 kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Þar eru allskörp skil á milli fallandi og rísandi þrýstings. Ætli sé ekki óhætt að setja niður einhver skilamerki eftir markalínunni.
Örin stóra sýnir hreyfingu mesta þrýstifallsins á tveimur sólarhringum. Ekki er þetta mikil færsla á veðurkerfinu. Það hreyfðist nokkuð ákveðið í norður í dag, þriðjudag, en sveigir þvínæst snögglega til vesturs. Enda stendur mjög öflug hæð (1044 hPa) við Norðaustur-Grænland fast á móti.
Það sem við hér sjáum er lægðardrag - lokuð lægð sést ekki á þessu korti. En þetta er samt lægðarkerfi með lægðarhringrás. Hringrásin dylst í hreyfingu sinni. Austanátt svæðisins felur vestanáttina sunnan við lægðarmiðjuna.
Mikill úrkomuhnútur fylgir lægðardraginu um það bil þar sem beygjan á þrýstilínunum er hvað mest. Svo virðist sem landið muni sleppa við mestu úrkomuákefðina - en samt muni snjóa á landinu. Þegar flestir eru að lesa þetta (á miðvikudegi) hefur þegar komið í ljós hversu víða og hversu mikið snjóar. Hvort gert hefur hríðarveður eða hvort þetta er bara eitthvað kusk.
En þegar byrjar að snjóa í þurrafrosti gufar fyrsta úrkoman upp á leiðinni niður úr skýjunum og gufunin kælir loftið. Þess vegna getur þá kólnað áður en fer að snjóa og jafnvel fyrst eftir að snjókoma byrjar - þrátt fyrir að hlýrra loft streymi að. Það dregur hins vegar úr kólnun þegar snjókoman er komin á fullt skrið. Þá fær hlýja aðstreymið rými þar til að nægilega hlýnar fram til þess að snjókornin fara að bráðna. Þá kemur aftur hik á hlýnunina - meðan bráðnunarkólnunar gætir. Enn meira af hlýju lofti þarf til að komast út úr því.
Nú er auðvitað spurningin hvernig fer að þessu sinni. Brotnar þessi hlýja bylgja á kuldapollinum?
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:51 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 791
- Sl. sólarhring: 828
- Sl. viku: 3914
- Frá upphafi: 2430442
Annað
- Innlit í dag: 708
- Innlit sl. viku: 3301
- Gestir í dag: 669
- IP-tölur í dag: 633
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.