19.2.2013 | 01:41
Árin sautján
Á dögunum var rifjað upp m.a. í ágætri grein í Morgunblaðinu að þann 17. febrúar voru liðin 70 ár frá því að strandferðaskipið Þormóður fórst vestur af Garðskaga með áhöfn og farþegum, þrjátíu og einum alls.
Mikil illviðrasyrpa gekk yfir í febrúar 1943 og veðurfar var leiðinlegt eða jafnvel illt langt fram eftir vori. Kuldakastið framan af maímánuði er eftirminnilegt og sömuleiðis hörmulegur ágústmánuður á Norðurlandi - einn hinn versti sem vitað er um á þeim slóðum. Ekki hefur kaldari ágúst komið síðar á Akureyri. Hafís var við Hornstrandir allan júlímánuð og síðari hluta mánaðarins skreið hann inn eftir Húnaflóa og varð sums staðar landfastur.
Þegar upp var staðið varð árið það kaldasta síðan 1924 í Stykkishólmi og það fyrsta í 18 ár sem var undir meðallaginu 1961 til 1990 (um það meðaltal vissi auðvitað enginn). Menn héldu að nú væri hlýindunum miklu sem staðið höfðu frá því 1926 endanlega lokið. Hafís og illviðri undirstrikuðu það.
Nú (snemma árs 2013) hagar þannig til að síðustu 17 árin (1996 til 2012) hefur ársmeðalhiti í Stykkishólmi verið samfellt fyrir ofan þetta sama meðallag. Berum þessi tvö tímabil saman á mynd.
Lóðrétti kvarðinn sýnir ársmeðalhita en sá lárétti sýnir árin frá 1926 til 1943. Blái ferillinn sýnir vel að árið 1943 er það kaldasta á tímabilinu. Bláa lárétta línan sýnir meðalhita þessara 17 ára, 4,3 stig.
Rauði ferillinn sýnir árin 1996 til 2012 (nákvæmlega 70 árum síðar). Meðalhitinn á því tímabili var 4,5 stig. Það er ólíkt með tímabilunum tveimur að 1926 til 1942 skiptast á hlý og kaldari ár - en á síðara tímabilinu eru öll köldustu árin fyrst, þar er mikil leitni - en hún er lítil í bláa ferlinum.
Nú er spurningin hvað gerist árið 2013. Það byrjar mjög hlýlega. En þrátt fyrir það að árið 1943 væri heldur hryssingslegt boðaði það ekki enda hlýskeiðsins mikla. Næsta árið undir meðaltalinu 1961 til 1990 kom ekki fyrr en 1949, síðan 1951 og þá ekki aftur fyrr en 1966 að skipti gjörsamlega um tíðarfar.
En Þormóðsveðrið? Við lítum á tillögu bandarísku endurgreiningarinnar.
Línurnar á kortinu sýna hæð 1000 hPa-flatarins í metrum. Auðvelt er að breyta gildum í hPa, -240 eru 970 hPa, línur eru dregnar á 40 metra bili en það jafngildir 5 hPa.
Lægðin kom daginn áður að Vestur-Grænlandi, skaut anga inn á Grænlandshaf. Þá hvessti af suðri og suðaustri með snjókomu, slyddu og síðan rigningu. Þá gerðist sjaldgæfur atburður. Snjóflóð féll úr brekkunni syðst í Fjörunni á Akureyri og skemmdi íbúðarhús. Sömu nótt féll snjóflóð við Skjaldarstaði í Öxnadal og lenti á fjárhúsum og drap 25 kindur. Hlákan var mjög snörp, síðla aðfaranótt þess 16. fór frost á Akureyri í 16,5 stig, enn var frost kl.15 (1,5 stig), en 5 stiga hiti kl.18 og hiti fór í 8,6 stig kl.3 aðfaranótt 17., hafði þá stigið um 25,1 stig á sólarhring. Kl.15 þ.17. var aftur komið frost.
Eftir að skil lægðarinnar fóru yfir þann 16. gerði allhvassa suðvestanátt sem síðan bætti smátt og smátt í þegar leið á kvöldið og lenti Þormóður þá í mótbyr og sennilega brotum. Skipið fórst þá um nóttina. Vestanveðrið færðist í aukana þegar kom fram á daginn þann 17. og náði hámarki í Reykjavík um kvöldið. Þá voru talin 9 vindstig frá því milli kl. 17 og 21 og fram yfir kl. 6 morguninn eftir (þ.18.). Gekk þá á með dimmum hríðaréljum.
Lægðin hélt áfram að dýpka og fór niður undir 950 hPa langt norðaustur í hafi aðfaranótt þess 18. Djúp og kröpp lægð fór síðan yfir landið aðfaranótt þess 19. og var þá aftur stormur og mikið illviðri víða um land.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 907
- Sl. sólarhring: 1119
- Sl. viku: 3297
- Frá upphafi: 2426329
Annað
- Innlit í dag: 807
- Innlit sl. viku: 2963
- Gestir í dag: 789
- IP-tölur í dag: 726
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.