Góð hlýindi

Hungurdiskar hafa gaman af því að smjatta á hlýindaspám reiknimiðstöðvanna. Lítum á þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar fyrir mánudaginn 18. febrúar kl 18.

w-blogg180213

Svörtu heildregnu línurnar sýna þykktina í dekametrum (1 dam = 10 metrar). því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Það er 5400 metra línan sem liggur um Snæfellsnes. Þetta er um 160 metrum yfir meðallagi árstímans, jafngildir því að hiti í neðri hluta veðrahvolfs sé um 8 stigum hærri en að meðallagi.

Litafletirnir sýna hitann í 850 hPa en hann er á kortinu í um 1400 metra hæð. Frostlaust gæti verið sums staðar á háfjöllum. Hiti fór í dag (sunnudag) í 10 stig á fáeinum veðurstöðvum sunnanlands. Á veðurstöðinni í Tindfjöllum fór hiti í dag í rúm 3 stig - stöðin er í 870 metra hæð yfir sjó.

Nú er spurningin hversu lengi hlýindin endast. Þykktin verður heldur lægri á þriðjudag og áfram en síðan virðist hún eiga að ná nýjum hæðum síðar í vikunni. Við smjöttum áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg240825a
  • w-blogg200825b
  • w-blogg200835a
  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 277
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 1180
  • Frá upphafi: 2492838

Annað

  • Innlit í dag: 244
  • Innlit sl. viku: 1024
  • Gestir í dag: 234
  • IP-tölur í dag: 227

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband