15.2.2013 | 00:42
Kalt við Korpu
Á vef Veðurstofunnar má sjá hvar hiti er hæstur eða lægstur á landinu - bæði fyrir daginn í heild og síðastliðna klukkustund. Oftast er lægsti hiti landsins einhvers staðar inni í landi, uppi á hálendinu eða á fjallatindum. Í dag miðvikudaginn 14. nóvember ber hins vegar svo við að veðurstöðin á Korpu í úthverfi Reykjavíkur nær því að vera með lægsta lágmarkshita landsins. Lítum á listann klukkustund fyrir klukkustund:
STÖÐ MÁN DAGUR KLST lágmark NAFN stöðvar
1479 2 14 1 -4.6 Korpa
1479 2 14 2 -5.2 Korpa
1479 2 14 3 -5.4 Korpa
1473 2 14 4 -4.4 Straumsvík
1479 2 14 4 -4.4 Korpa
1479 2 14 5 -4.5 Korpa
6459 2 14 6 -4.9 Lónakvísl
6459 2 14 7 -5.2 Lónakvísl
6459 2 14 8 -4.7 Lónakvísl
6459 2 14 9 -4.5 Lónakvísl
6459 2 14 10 -4.5 Lónakvísl
6459 2 14 11 -4.0 Lónakvísl
1479 2 14 11 -4.0 Korpa
6459 2 14 12 -3.6 Lónakvísl
6459 2 14 13 -5.1 Lónakvísl
6459 2 14 14 -4.2 Lónakvísl
2636 2 14 15 -3.2 Þverfjall
6459 2 14 16 -3.6 Lónakvísl
2636 2 14 17 -3.6 Þverfjall
3474 2 14 17 -3.6 Vaðlaheiði
2636 2 14 18 -3.8 Þverfjall
1486 2 14 19 -4.0 Bláfjöll
1486 2 14 20 -4.6 Bláfjöll
6975 2 14 21 -4.4 Sandbúðir
6975 2 14 22 -4.5 Sandbúðir
1479 2 14 23 -4.9 Korpa
1479 2 14 24 -4.9 Korpa
Lágmarkið á Korpu kl. 3 er lægsti hiti sólarhringsins á landinu (miðað við almennar stöðvar). Dægursveifla á Korpu er allstór þannig að Lónakvísl á Tungnáröræfum [hæð 675 metrar] og nokkrar aðrar stöðvar hátt yfir sjó verða lægstar yfir daginn. Í dag var skýjað um mestallt land og víða vindur, en lygnt var á höfuðborgarsvæðinu og bjart. Við skulum líta á vegagerðarstöðvarnar líka:
STÖÐ MÁN DAGUR KLST lágmark NAFN stöðvar
31488 2 14 1 -7.1 Sandskeið
31488 2 14 2 -7.4 Sandskeið
31488 2 14 3 -6.9 Sandskeið
31488 2 14 4 -6.8 Sandskeið
31950 2 14 5 -4.0 Stórholt
31950 2 14 6 -4.1 Stórholt
31488 2 14 7 -2.8 Sandskeið
33357 2 14 8 -2.0 Öxnadalsheiði
31579 2 14 9 -2.3 Kjalarnes
31950 2 14 10 -4.0 Stórholt
31950 2 14 11 -3.9 Stórholt
31950 2 14 12 -1.7 Stórholt
34238 2 14 13 -1.5 Möðrudalsöræfi II
34326 2 14 13 -1.5 Biskupsháls
34238 2 14 14 -1.4 Möðrudalsöræfi II
34326 2 14 15 -1.3 Biskupsháls
32474 2 14 16 -1.4 Steingrímsfjarðarheiði
33357 2 14 16 -1.4 Öxnadalsheiði
33357 2 14 17 -1.6 Öxnadalsheiði
31488 2 14 18 -3.3 Sandskeið
31488 2 14 19 -3.2 Sandskeið
31488 2 14 20 -3.4 Sandskeið
31488 2 14 21 -2.2 Sandskeið
31392 2 14 22 -2.7 Hellisheiði
31488 2 14 23 -4.7 Sandskeið
31488 2 14 24 -5.4 Sandskeið
Sandskeið er í nágrenni borgarinnar og þar var enn kaldara heldur en á Korpu síðastliðna nótt. Kjalarnes náði því meira að segja að verða kaldasta vegagerðarstöðin kl. 9 Yfir miðjan daginn var lágmarkið á hefðbundnari stöðum.
Þá er spurningin hvort Korpa hafi áður átt lægsta hita á landinu frá því að sjálfvirkar athuganir hófust þar á bæ. Svarið er já, en aðeins einu sinni. Það var 29. september árið 2000. Lágmarkshitinn var þá 1,0 stig. Það er mun oftar að Sandskeið á lægsta lágmark vegagerðarstöðvanna, síðast 5. febrúar í ár.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:43 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 265
- Sl. sólarhring: 272
- Sl. viku: 2982
- Frá upphafi: 2427312
Annað
- Innlit í dag: 241
- Innlit sl. viku: 2678
- Gestir í dag: 221
- IP-tölur í dag: 218
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það er ótrúlega oft kaldast á landinu í byggð, (raunar stundum heitast líka) hér á næsta bæ Kálfhóli, 25 km. fyrir ofan Selfoss á láglendi Suðurlands. Trúlega hefur Þjórsáin þessi áhrif að "toga" kalt loftið sem fellur ofan af hálendinu, með sér út á láglendið. Samt skrítið!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 08:09
Ég fletti því upp hversu oft Kálfhóll hefði átt lægsta og hæsta hita landsins frá því að stöðin var stofnuð fyrir rúmum níu árum. Það er álíka oft á hvorn veginn - um tuttugu sinnum. Það er tvisvar til þrisvar á ári. Hafa verður í huga að í lágmarkinu keppir stöðin við allar aðrar, hálendi, fjallatinda jafnt sem láglendi - erfið samkeppni fyrir flatlendisstöð. Ég er ekki alveg nægilega kunnugur staðháttum til að meta hvaðan kuldinn kemur - hann gæti líka verið heimatibúinn - rétt eins og á Korpu í gær.
Trausti Jónsson, 16.2.2013 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.