12.2.2013 | 00:55
Sýndarvor
Nú eru liðnar réttar 6 vikur frá áramótum og sýndarvorið heldur áfram. Já, auðvitað er það ekkert vor - en meðalhiti það sem af er ári hefur samt verið á svipuðu róli og gerist í þriðju viku aprílmánaðar, rétt fyrir sumardaginn fyrsta. Næstu daga verða varla hlýindi en ekki heldur kuldar og spár lengra fram í tímann eru ekki kuldalegar. Standi veðurlag af þessu tagi nógu lengi verður það merkilegt. Við skulum líta á hvernig árið stendur sig (lítið líka endilega á vef nimbusar þar sem fylgst er með stöðunni frá degi til dags).
Upplýsingar liggja fyrir um morgunhita í Stykkishólmi allt aftur til 1846. Meðalhiti kl. 9 fyrstu 42 daga ársins í ár er 1,9 stig. Aðeins fjórum sinnum hefur árið byrjað betur:
ár | hiti °C | |
1987 | 2,47 | |
1929 | 2,28 | |
1972 | 2,15 | |
1964 | 1,93 | |
2013 | 1,90 | |
1847 | 1,82 | |
2010 | 1,71 |
Við splæsum hér í tvo aukastafi í °C - þótt það sé vafasamt. Ársbyrjun 1987 er hlýjust, síðan í röð 1929, 1972 og 1964. Mikið þrek þarf til að halda í 1929 og 1964 til lengdar - þau ár voru sérlega hlý alveg fram í apríl. Fleiri ár áttu svo góða spretti í febrúar og mars að þau rífa sig upp listann fljótlega og lenda í harðri samkeppni.
Í Reykjavík og Akureyri ná upplýsingar um daglegan hita ekki alveg á lausu nema aftur til 1949, en á því tímabili hafa fyrstu 42 dagarnir aðeins fjórum sinnum orðið hlýrri en nú. Á Akureyri átta sinnum á sama tímabili.
Það er fyrst og fremst á þráanum (ef svo má að orði komast) og jöfnuði sem þessar fyrstu sex vikur hafa staðið sig svona vel. Þrátt fyrir góða byrjun á febrúar er hann samt ekki kominn nærri toppsæti enn (sjá xls-fylgiskjal nimbusar). Meðalhiti í hlýjasta febrúar í Reykjavík er 5 stig - ótrúlegt en satt (1932). Sýnist helst að hiti afgang mánaðarins þyrfti að haldast í einum sjö stigum til að nútímanum takist að toppa það. Slíku er alla vega ekki spáð þessa dagana.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 268
- Sl. sólarhring: 270
- Sl. viku: 2985
- Frá upphafi: 2427315
Annað
- Innlit í dag: 244
- Innlit sl. viku: 2681
- Gestir í dag: 224
- IP-tölur í dag: 221
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Eru þessir jan/feb hitar einhver vísbending um sumarið? Voru þau hlý 1987, 1929 og 1972?
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2013 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.