Sumarsvipur á þrýstisviðinu

Nú hittist svo á að lítið sést til öflugra þrýstikerfa á N-Atlantshafi - svo  lítið að helst minnir á sumarið. Kortið að neðan sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 síðdegis mánudaginn 11. febrúar.

w-blogg110213a

Hæðin fyrir norðaustan land rétt slefar í 1030 hPa og engin lægðanna á kortinu nær niður í 990 hPa. En við sjáum auðvitað að ekki er um sumarkort að ræða með því að horfa á hitann í 850 hPa-fletinum. Hann er sýndur með strikuðum jafnhitalínum. Með því að rýna í kortið (það batnar við stækkun) má sjá að yfir Íslandi er hitinn í fletinum einhvers staðar milli mínus 5 og  mínus 10. Á raunverulegu sumarkorti værum við hinu megin frostmarks, í plús 5 til plús 10. Hér munar 10 stigum en það er einmitt meðalmunur sumar- og vetrarhita við sjávarsíðuna hér á landi.

Reiknimiðstöðin er helst á því að láta þetta ástand ná yfir mestalla vikuna - þó með þeirri skammvinnu undantekningu að ívið öflugri lægð á að fara til norðausturs skammt suður- og suðaustur af landinu á miðvikudag. Þrýstingi í miðju hennar er spáð niður í um 977 hPa - það er heldur sjaldséð tala á sumrin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • halavedrid_pp
 • Slide8
 • Slide7
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 552
 • Sl. sólarhring: 746
 • Sl. viku: 3457
 • Frá upphafi: 1859992

Annað

 • Innlit í dag: 495
 • Innlit sl. viku: 2963
 • Gestir í dag: 458
 • IP-tölur í dag: 433

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband