Nokkuð snúið - en vonandi meinlaust

Eftir hlýindin í dag, laugardag, kólnar til morguns. Kaldara loft sækir að úr báðum áttum, austri og vestri. Tölvuspár hafa hringlað með það hvor áttin nær undirtökunum - og gera enn. Komist loftið úr vestri að snjóar sennilega vestast á landinu - en þótt loftið úr austri sé ekkert hlýrra fylgir því vindur af austri en sú vindátt er oftast þurr vestanlands. Ein spáin sem nú er í gildi segir að á aðfaranótt mánudags snjói 5 til 7 cm í Keflavík, en ekki neitt í Reykjavík. Síðan er það reglan (?) - ef nægilega mikið rignir í logni - snjóar.

Hungurdiskar verða að segja pass og bíða eftir niðurstöðunni. Á meðan getum við litið á 500 hPa hæðar- og þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 síðdegis á sunnudag (10. febrúar)

w-blogg100213a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar og merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Af þeim má ráða vindátt og vindhraða. Vindur blæs oftast nokkuð samsíða hæðarlínunum með hærri gildi til hægri við vindinn. Því þéttari sem línurnar eru því meiri er vindurinn. 

Jafnþykktarlínur eru rauðar og strikaðar, einnig merktar í dekametrum. Því meiri sem þykktin er því hlýrra er í neðri hluta veðrahvolfs. Það er 528 dam jafnþykktarlínan sem snertir Suðvesturland kaldara loft er vestan hennar - en hlýrra austan við. Lína sömu þykktar liggur líka að Suðausturlandi - þar er kaldara austan línunnar. Vestari 528-línan er nánast kyrrstæð - en sú eystri hreyfist til vesturs.

Hlýja loftið sem fór yfir í dag (laugardag) er búið að byggja upp myndarlega fyrirstöðuhæð fyrir norðaustan land - eins og furðualgengt hefur verið síðustu 2 til 3 mánuði. Fyrirstaðan mun endast í nokkra daga og vernda okkur frá aðsókn meiriháttar lægðakerfa.

Lægðin við Nýfundnaland er sú sem olli laugardagssnjókomunni miklu í Bandaríkjunum. Afkomandi hennar mun komast til Íslands - en ekki fyrr en eftir verulega endurskipulagningu bylgjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 265
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 2982
  • Frá upphafi: 2427312

Annað

  • Innlit í dag: 241
  • Innlit sl. viku: 2678
  • Gestir í dag: 221
  • IP-tölur í dag: 218

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband