Hlýindaspá

Nú stefnir mjög hlýtt loft í átt til landsins - miđađ viđ árstíma. Tveggja stafa tölur eru ekki algengar í febrúar. Landsmetiđ er ţó býsna hátt, 18,1 stig sem mćldust á Dalatanga ţann 17. áriđ 1997. Flest landsdagamet á ţessum tíma árs eru á bilinu 14 til 16 stig. Ţrátt fyrir ađ hlýtt verđi nćstu daga er frekar ólíklegt ađ ţessi met hreyfist - en aldrei ađ vita.

Hiti hefur ekki nema ţrisvar náđ 10 stigum í Reykjavík í febrúar, mest 10,1 stig ţann 8. áriđ 1935, en ţá gekk mikiđ ofsaveđur yfir landiđ og ofbeldi samfara ţví hefur náđ hlýju lofti úr hćđum niđur til Reykjavíkur. Sami hiti mćldist í Reykjavík ţann 16. áriđ 1942 og 10,0 stig daginn áđur. Hiti komst einu sinni í 12 stig í febrúar međan Jón Ţorsteinsson landlćknir athugađi á árunum 1820 til 1854, ţađ var ţann 9. áriđ 1830.

En lítum ađeins á stöđu dagsins. Fyrst á gervihnattarhitamynd sem tekin er á miđnćtti á fimmudagskvöldi 7. febrúar.

w-blogg080213a

Útlínur landa eru merktar međ grćnum lit og má sjá Ísland ofan viđ miđju. Viđ sjáum mikinn boga af háskýjum (ţau eru köld og hvít á myndinni). Til hćgđarauka hefur hvítri strikalínu međ ör á endanum veriđ komiđ fyrir í sveipnum og á ađ sýna hreyfingu loftsins, fyrst úr suđri en síđan í stórum boga til austurs, suđausturs og ađ lokum í enn meiri sveig. Öll er hreyfingin í hćđarbeygju.

Auk ţessarar hringhreyfingar er hringrásin öll á hreyfingu til norđurs og norđausturs og breiđir ţar ađ auki úr sér. Heildarhreyfingin er ţannig samsett úr fćrslu - hringsnúningi og útţenslu. Hringsnúningurinn getur veriđ í hvora áttina sem er (sólarsinnis eđa andsólarsinnis) og ţrenging er möguleg í stađ útţenslu. Loft sem lyftist og hreyfist til norđurs leitar í hćđarbeygju í efri hluta veđrahvolfs.

Ţetta bogaform kemur í dag fram á flestum gerđum veđurkorta. Sést t.d. mjög vel á veđrahvarfakortum eins og ţeim sem stundum hafa lent á borđi hungurdiska, einnig á vinda- og ţykktarkortum. Til a sjá hversu hlýtt ţetta loft er skulum viđ líta á mćttishitann í 850 hPa fletinum á sama tíma og myndin var gerđ.

w-blogg080213b

Mćttishita mćtti einnig kalla ţrýstileiđréttan hita. Reiknađ er út hversu hlýtt loft sem er í ákveđinni hćđ yrđi ef ţađ vćri flutt niđur ađ sjávarmáli (1000 hPa-flötinn). Dökkrauđa svćđiđ á myndinni fylgir boganum á gervihnattamyndinni nokkuđ vel - enda gildir spáin á sama tíma og myndin.

Ţarna eru sannkölluđ eđalhlýindi á ferđ, mćttishitinn er 19,7 stig ţar sem hann er hćstur. Munur vćri ađ ná honum niđur til okkar. Til ţess ţarf ţó sérstök skilyrđi - getur gerst í hreinu niđurstreymi viđ há fjöll. Slíkt niđurstreymi er ţó sjaldnast eins konar foss ađ ofan heldur blandast ţađ kaldara loftiđ á leiđinni niđur og hitinn lćkkar. Mćttishitanum er spáđ í 17 til 18 stig á ađfaranótt laugardags. Ţá eru tveggjastafa hita tölur líklegastar í kringum háfjöll Norđurlands.

Síđdegis á laugardag snýst vindur um tíma til suđausturs - ţá gćtu sjaldgćfar tveggjastafatölur sést á Vesturlandi. Ţar spillir úrkoma talsvert möguleikum. Ef mikiđ fellur af henni fer orka frekar í ţađ ađ láta rigninguna gufa upp eđa snjóinn ađ ofan bráđna heldur en ađ hćkka hita ţann sem mćlist á hitamćlum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 454
  • Sl. sólarhring: 551
  • Sl. viku: 3616
  • Frá upphafi: 2428338

Annađ

  • Innlit í dag: 410
  • Innlit sl. viku: 3254
  • Gestir í dag: 393
  • IP-tölur í dag: 377

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband