Aðeins tvö

Síðasta stóra bylgja vestanvindakerfisins bar aðeins með sér tvö lægðakerfi til landsins. Það fyrra fór yfir á laugardag og það síðara er í líki krapprar lægðar við Suðurströndina þegar þetta er skrifað (seint á sunnudagskvöld 3. febrúar).

Næsta bylgja rís hátt - eins og þær flestar hafa gert nú um alllanga hríð. Lítum á hana á norðurhvelskorti.

w-blogg040213

Kortið sýnir hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) eins og evrópureiknimiðstöðin sýnir á þriðjudagshádegi (5. febrúar). Ísland sést rétt neðan við miðju kortsins - sem batnar að mun við stækkun. Vindur fylgja jafnhæðarlínum og er því meiri eftir því sem þær eru þéttari. Mikil norðvestanhryðja er þarna að ganga til suðausturs yfir Bretlandseyjar. Lægðakerfið yfir Skandinavíu situr á afgangi sunnudagslægðar okkar.

Litafletir sýna þykktina (í dekametrum) - loftið er því hlýrra eftir því sem hún er meiri. Mörk á milli grænu og bláu flatanna er sett við 528 dam (= 5280 metrar). Meðalþykkt janúarmánaðar yfir miðju Íslandi var 5296 metrar og nægði það til að koma mánuðinum í hóp þeirra hlýjustu.

Kuldapollurinn mikli yfir Kanada (Stóri-Boli) skefur upp hverja bylgjuna á fætur annarri. Þótt hann sé illilegur eru fjólubláu litatónarnir ekki nema þrír að þessu sinni - kuldinn nær ekki niður í það sem ritstjórinn hefur oft nefnt ísaldarþykkt - neðan við 4740 metra.  

Bylgjan sem stefnir til okkar er auðkennd með rauðri punktalínu og fer hér yfir á aðfaranótt miðvikudags. Þá fylgir fyrsta úrkomukerfi nýju lægðarbylgjunnar á eftir - á miðvikudagskvöld eða á fimmtudag.

Vestanáttin á enn erfitt. Austanáttin þráláta hefur þó verið að snúa sér. Hún var af norðaustri í október og nóvember, háaustri í desember og austsuðaustri í janúar. Í háloftunum var meðalvindátt í janúar nærri því úr hásuðri. Þegar vindur snýst úr austri í suður með hæð er aðstreymið hlýtt - enda var janúar mjög hlýr eins og áður sagði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 452
  • Sl. sólarhring: 549
  • Sl. viku: 3614
  • Frá upphafi: 2428336

Annað

  • Innlit í dag: 408
  • Innlit sl. viku: 3252
  • Gestir í dag: 391
  • IP-tölur í dag: 375

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband