24.12.2012 | 01:45
Jólakuldinn (enn þusað um háloftin)
Jú, jólin verða köld, en samt sleppum við betur en á horfðist um tíma. Fyrir því eru að minnsta kosti tvær ástæður. Önnur er sú að spárnar virðast almennt vanmeta hlýnun heimskautalofts yfir sjó eða gisnum hafís að vetrarlagi sé spáð fimm daga eða meir fram í tímann. Spárnar hafa því heldur mildast eftir því sem nær hefur dregið jólum.
En við fjöllum um hina ástæðuna í pistlinum hér að neðan. Til skýringar fylgir kort - ekki alveg auðvelt ásýndar - og eru þeir lesendur sem sjaldan líta inn á hungurdiskum beðnir velvirðingar. Kortið er úr líkani evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir kl. 18 á jóladag.
Hér má sjá hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), þykktina (rauðar strikalínur) og iðu (bleikgrá svæði - en við skulum ekki gefa henni gaum að sinni). Auk þess eru nokkrar örvar og tölur á kortinu - við skýrum þær hér að neðan. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfsins, því meiri sem hún er - því hlýrra er loftið.
Fimmhundruð hPa-flöturinn er um það bil miðju veðrahvolfinu. Jafnhæðarlínurnar (svartar) eru dregnar á 6 dekametra bili, það er 510 dam línan sem sker Norðausturland og 516 dam jafnhæðarlínan liggur rétt suðvestan við land. Þykktin er einnig mæld í dekametrum, 510 dekametra línan þverar landið, en 504 snertir norðanverða Vestfirði.
Kuldapollurinn við Austur-Grænland er allsvakalegur, við sjáum 4860 metra jafnþykktarlínuna hringa sig utan um hann. Ekki er vitað til þess að þykktin hafi nokkru sinni orðið svo lág á Íslandi.
Örvarnar sýna hvernig þykktarlínurnar færast til. Þær bláu sýna aðstreymi af köldu lofti, en þær rauðu hlýtt aðstreymi. Við sjáum að kuldaaðstreymið er meira til austurs heldur en til suðurs. Kalda aðstreymið er ekki sérlega mikið yfir Íslandi og ekki er langt í hlýtt aðstreymi yfir Grænlandshafi.
Það sem virðist ætla að bjarga okkur frá beittasta kuldanum er lægðin yfir Vestur-Grænlandi. Hún sést ekki á kortinu sem við litum á í pistli gærdagsins - enda myndast hún ekki fyrr en á jólanótt, í norðanstrengnum frá norðurpólnum. Hún kippir öflugasta strengnum til vesturs fyrir sig og byrjar að dæla hlýrra lofti norður á Grænlandshaf (rauðu örvarnar). Þar með stíflast kuldaaðstreymið að norðan.
En kalda loftið fer svosem ekki neitt - það fylgir lægðinni ekki í gegnum Grænland þótt eitthvað sleppi yfir. En það mun smám saman hlýna, jafnvel þar sem það er. Sjálfsagt er hörkugangur í hafísmyndun á svæðinu.
En rætist þessi spá reiknimiðstöðvarinnar fylgir hlýja aðstreyminu háskýjabakki á Grænlandshafi, blika eða cirrostratus (Ci). Hann ætti að vera sjáanlegur strax á jóladag og ef menn rýna í hann má sjá skýin berast til austurs í háloftavestanáttinni. Skömmu síðar eiga að verða til tvær litlar lægðir með allmiklum éljabökkum sem síðan bíða þess að háloftalægðin snúi til baka eftir að hafa tekið langa lykkju til suðurs. Ferðin sú er merkt með gráum örvum og dagsetningum.
Hér greinir síðan á um framhaldið - reiknimiðstöðin er mjög krassandi - lægð um 950 hPa við Suðausturland á föstudaginn. Bandaríska veðurstofan er ekki eins afgerandi. Lítið er að marka þessar framtíðarspár, en þegar gerðarlegum kuldapolli úr norðri er sleppt út yfir hlýtt Atlantshafið er vissara að hafa augu á ástandinu.
Ég óska lesendum hungurdiska gleðilegra jóla. Pistlagerð er óljós jóladagana.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:48 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 867
- Sl. sólarhring: 914
- Sl. viku: 2662
- Frá upphafi: 2413682
Annað
- Innlit í dag: 811
- Innlit sl. viku: 2411
- Gestir í dag: 788
- IP-tölur í dag: 769
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Bestu þakkir fyrir skrifin. Gleðileg jól.
Kveðja
Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 11:39
Gleðileg jól og takk fyrir pistlana
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2012 kl. 14:27
Takk fyrir fróðleikinn á árinu - Gleðileg jól og vonandi munum við upplifa farsælt ár með fróðlegum skrifum hér á Hungurdiskunum.
Sveinn Atli Gunnarsson, 25.12.2012 kl. 18:42
Þakka vinsamlegar kveðjur góðir félagar.
Trausti Jónsson, 26.12.2012 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.