10.11.2012 | 01:15
Ólík illviðri (sýnidæmi)
Í dag má líta á sýnidæmi um ólík illviðri sem birtast í spám evrópureiknimiðstöðvarinnar næstu daga. Það fyrra gengur nú raunverulega yfir en það síðara er enn aðeins til í reikniheimum. Þetta er skrifað um miðnæturbil á föstudagskvöldi (9. nóv.). Rétt er að taka fram í upphafi að efnið hér að neðan er þungt undir tönn og kryddið í sterkara lagi. (Bragðstyrkur = 4 á piparmáli).
Kortið að neðan sýnir spá reiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykkt á milli 1000 og 500 hPa á hádegi á laugardag.
Jafnhæðarlínur eru svartar, en jafnþykktarlínur rauðar. Það er 5100 m jafnþykktarlínan sem snertir Vestfirði. Hungurdiskar hafa stundum kallað hana vetrarlínuna, en við Suðausturland er þykktin um 5200 metrar. Munurinn er 120 metrar - aðeins meir ef við reiknum út á jaðra landsins. Ef hægviðri er í 500 hPa-fletinum býr þessi þykktarmunur til 15 hPa þrýstibratta norðvestur um landið frá Suðausturlandi talið. Nú um miðnæturbil er hann um 22 hPa þannig að um hádegi hefur heldur dregið úr vindi miðað við það sem nú er. En þetta illviðri er greinilega drifið af hitamun í neðri hluta veðrahvolfs.
Rétt vestan við land er hins vegar talsverður bratti í hæðarsviðinu og þegar vestar dregur eru þykktar- og hæðarlínurnar nær því að vera álíka þéttar og samsíða, auk þess sem lægri gildi þeirra liggja sömu megin brattans. - Já, þarna er nærri hægviðri við jörð.
En nú eru öll veðurkerfi á hraðri leið til austurs. Norðanillviðrið hörfar til austurs og hæðarhryggur með hægu og kalda veðrið fer á miklum hraða austur fyrir land. Aðfaranótt mánudags blasir næsta lægðakerfi við.
Kortið að neðan sýnir spána kl. 6 að morgni mánudags. Hér ber þó að hafa í huga að þessi spá er mun óvissari en sú að ofan - þótt hún nái ekki nema tvo daga lengra fram í tímann. Undanfarna daga hafa spár verið hringlandi með afl þessa veðurs - og ekki er ótrúlegt að sannleikurinn sé ekki enn kominn fram - kortið er e.t.v. ekki raunverulegt.
Hér liggja jafnhæðar- og jafnþykktarlínur þvert á hvorar aðrar yfir landinu - við skulum ekki reikna það dæmi hér (þótt auðvelt sé) en tökum þess í stað eftir ástandinu milli lægðarmiðjunnar og Íslands. Þar er stórt svæði þar sem þykktarlínur vantar - einskonar þykktarpoki sker sig langt inn í átt að lægðarmiðjunni. Þar eru alla vega mun fleiri hæðar- en þykktarlínur. Ef farið er að reikna kemur í ljós að sterk suðaustanátt í 500 hPa nær lítt trufluð til jarðar. Hér er sum sé allt önnur gerð af illviðri. - Knúin af einhverju ofar - grunur fellur á brött veðrahvörf. Þykktarpulsan fýkur þó væntanlega fljótt framhjá.
En ekki er allt búið enn. Við sjáum þarna mjög krappt lægðardrag (þar sem grábleiki liturinn er hvað mest áberandi) þar sem er flækja jafnþykktar- og jafnhæðarlína. Auðvelt ætti að vera að sjá að hér þurfa línur lítt að hnikast til að annað hvort verði ofsaveður eða bara stinningskaldi. Á það við um bæði þykkt og hæð. Við verðum alla vega á leið suðaustan- og austanáttar þykktarpulsunnar - en vonandi sleppum við við suðvestan- og vestanveðrið bakvið lægðardragið - kannski verður það heldur ekki til.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 10
- Sl. sólarhring: 114
- Sl. viku: 1616
- Frá upphafi: 2457365
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1460
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti.
Þú ert alltaf góður og þakka allann fróðleikinn.
Þegar þú segir eitthvað vel kryddað má kannski rifja upp:
*Hefur dulvarmi áhrif á skynvarmaflæði
*En það verður auðvitað ekki alveg veðurlaust -
*Mættishitinn lumar á smá dulvarma sem losnar í úrkomu.
*Úrkomumyndun í spásyrpum undanfarinna daga er líklega talsverð.
Ótalmargt fleira á ég til en merkilegt nokk þá er sumt bara orðið þjált í huganum.
Með bestu kveðju,
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.