25.10.2012 | 01:01
Fellibyljatíminn í Atlantshafinu langt genginn
Nú er langt liðið á fellibyljatímann í Atlantshafinu - en þrátt fyrir það eru tveir stafrófsstormar á sveimi þessa dagana. Þeir taka bókstafina S og T, Sandy og Tony. Tony er einn af þeim sem rétt svo ná í nafn og deyja svo (vekja efasemdir um samanburðarhæfni stormaskráa nútímans og fyrri tíma). Sandy er hins vegar í nokkuð góðum gír á milli Jamaíka og Kúbu. Myndin hér að neðan er fengin af síðu Kanadísku veðurstofunnar (Environment Canada) um miðnæturbil (kl. 23:45, 24. okt).
Óvenju mikil óvissa hefur verið í spám reiknimiðstöðva um framrás kerfisins. Fyrir nokkrum dögum virtist það ætla að hverfa út á mitt Atlantshaf og verða þar að heiðarlegri lægð, en síðan tók evrópureiknimiðstöðin upp á því að senda storminn á land á Nýja-Englandi með hvassviðri og gríðarlegri rigningu. Aðrar miðstöðvar hafa fylgt í kjölfarið og gætir óróleika vestra vegna þessa. En reynsluboltarnir við fellibyljamiðstöðina í Miami eru þó enn á því að kerfið fari ekki á land á meginlandi N-Ameríku og ógnin felist fyrst og fremst í brimi við ströndina og áfalla á bátum og skútum á hafi úti.
Nú gengur Sandy á land á Kúbu og laskast umtalsvert við það - trúlega minnkar óvissan þegar hringrásin nær sér á strik aftur. Eins og oftast þegar stór kerfi eru á ferðinni í Karabíska hafinu verður Haiti illa úti vegna rigninga, flóða og skriðufalla. Gildir þá einu hvort vindur fylgir eða ekki.
Annars er vindur í Sandy ekki tiltakanlega mikill - óveðrið nær rétt upp í fellibylsstyrk.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 34
- Sl. sólarhring: 1131
- Sl. viku: 2705
- Frá upphafi: 2426562
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 2409
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér því Sandy er núna í 90 hnúta styrk þannig að kerfið flokkast að styrkleika sem 2. stigs fellibylur.
http://www.nhc.noaa.gov/text/refresh/MIATCDAT3+shtml/251446.shtml?
Hákon (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 18:35
Það er rétt Hákon - fellibyljamiðstöðin i Miami var heldur of neðarlega í spám sínum.
Trausti Jónsson, 26.10.2012 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.