Hitaheimsmetið afskrifað

Í dag tilkynnti alþjóðaveðurfræðistofnuninað hún hefði afskrifað heimsmet það í hita sem þvælst hefur fyrir síðan mæling þess fór fram, 13. september 1922. Talan var 58,0 stig og færð til bókar á veðurathugunarstöðinni í El Azizia í Lýbíu. Þetta met hefur ætíð þótt grunsamlegt og hafa athugasemdir fyrir löngu komið fram. Sérstök greinargerð mun birtast í mánaðarriti ameríska veðurfræðifélagsins (Bulletin of the American Meteorological Society) á næstunni, en nú þegar hefur niðurstaðan verið birt á netinu (rekja má sig að heildargreinargerðinni á pdf-sniði í gegnum tengilinn hér að ofan).

Alþjóðaveðurfræðistofnunin heldur úti sérstakri metanefnd sem fjallar um ábendingar um ný veðurheimsmet. Nefndin á þakkir skilið fyrir að hafa tekist að ljúka þessu erfiða verkefni. Þá er tilkynnt að núgildandi heimsmet sé 56,7 stig (134°F nákvæmni upp á eitt F-stig) sem kvu hafa mælst í Dauðadal í Kaliforníu 10. júlí 1913. Verst er að nefndin skuli ekki hafa haft dug í sér til að strika það út líka - því eftir því sem ritstjórinn hefur sannfrétt var mælirinn þar ekki í réttri hæð. Það er of mikil forgjöf í heimsmetabaráttunni - rétt eins og meðvindur í 100 metra hlaupi - en ekki orð um það meir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Er hvergi hægt að sjá langtíma verðurspár? Td 1 mánuð fram í tímann?

Kv RHB

Ragnar Holm Bjarnason (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 11:46

2 identicon

Sæll

Er þetta eitthvað sem þið íslensku veðurfræðingarnir eigið von á?Eins og þessari grein fyrir neðan

http://www.guardian.co.uk/environment/2012/sep/14/arctic-sea-ice-harsh-winter-europe

albert (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 14:50

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ósköp eru menn eitthvað sljóir og svifaseinir hjá þessari stofnun að þettahafo tekið þá 90 ár! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2012 kl. 15:18

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Ragnar - mánaðarspár má finna víða á netinu. Þær ná samt fæstar til Íslands, en þessa má t.d. finna hjá bresku veðurstofunni:

http://www.metoffice.gov.uk/research/climate/seasonal-to-decadal/gpc-outlooks/glob-seas-prob

Þarna má fletta sig áfram til skilnings á framsetningunni - en hún kann að sýnast framandi - annars er venjulega sáralítið að marka spár af þessu tagi. Þær sem mér finnst skárstar af þeim sem ná yfir okkar svæði eru hins vegar lokaðar inni á vef evrópureiknimiðstöðvarinnar - á bakvið mikinn lykilorðavegg - því miður.

Albert: Greinin fjallar um ágiskanir - en það er rétt að haustísleysið á norðurslóðum er alveg nýtt ástand sem enginn veit hvaða afleiðingar hefur - kannski engar.

Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) erfði vandamálið frá forvera sínum Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (IMO). Ég hef jafnvel grun um að metið hafi aðeins fengist afskrifað vegna afskriftar hins fræga leiðtoga Líbíu - það er sárt að þurfa að missa metið yfir til Bandaríkjanna - sem nú hampa meti sem einnig er vafasamt (talan í Dauðadal var þó trúlega rétt lesin af mæli - sem metið afskrifaða var ekki).

Trausti Jónsson, 15.9.2012 kl. 00:13

5 identicon

Þakka þér fyrir vísindalega staðfestu og fræðilegt hlutleysi Trausti. Ekkert er sem sýnist, hvorki í vísindum né í hinni hversdagslegu veröld. Þessar fréttir sýna enn og aftur fram á fallvaltleika mælinga, sem spálíkön kolefniskirkjunnar eru svo byggð á svo og hokkýkylfuhugarburðurinn.

Nú er sumsé næst á dagskrá að strika út meint "heimsmet" frá 10. júlí 1913(!), sem býður auðvitað upp á að mýtan um meinta 0,7°C hækkun meðalhita jarðar á síðustu 100 árum verði strikuð út sem staðleysa árið 2113!

Hvar eru harmleikjahöfundarnir Höski og Svatli núna?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 00:17

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Merkilegt hvað Hilmar hefur mig og Svein Atla mikið á heilanum. Það er reyndar mikill árstíðabundinn munur á því hversu virkur Hilmar er í athugasemdakerfi þeirra sem fjalla á einhvern hátt um loftslag/veðurfar - það kjaftar af honum hver tuska þegar byrjar að kólna á haustin og yfir vetrartíman (jafnvel þá mánuði sem eru óvenjuhlýir miðað við árstíma) - en í sumarhitunum er hann furðuhljóður (líka þá mánuði sem eru undir meðallagi kaldir). Hann heldur nefnilega að hitinn á hverju augnabliki þar sem hann er staddur segi til um hvort jörðin er að hlýna eða ekki.

Höskuldur Búi Jónsson, 15.9.2012 kl. 10:54

7 identicon

September hefur nú oftar verið mildari og sólríkari en nú í ár.

Veðrið nú í september líkist nú meira veðráttunni eins og hún er vanalega í október.

Jónas Arnarson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband