Nokkrar frostnætur í röð

Ísland er þrátt fyrir allt norðarlega á hnettinum þar sem sólarylur dagsins má sín oftast lítils fyrir útgeislun sem stendur linnulaust allan sólarhringinn. Geislunarbúskapurinn er þó með hvað mestum halla í heiðskíru veðri að næturlagi. Frostnætur geta komið einhvers staðar í byggðum landsins allt sumarið - á stangli þó í júlí og framan af ágúst.

Eftir 20. ágúst fer að horfa til verri vegar og frostnætur fara að koma í klösum. Sjaldan er þó frost á sömu veðurstöð marga daga í röð. Hversu langir geta slíkir klasar orðið í ágústmánuði - sé miðað við lægsta lágmarkshita á landinu öllu?

Ekki er mikið mjög mikið mál að leita frostaklasa og hitasyrpur uppi í athuganatöflu mannaðra stöðva á landinu, en hún nær eins og veðurnörd vita aftur til 1949. Strax kemur í ljós að þriggja til fimm daga klasar eru nokkrir fyrir 15. ágúst en aðeins einn sex daga klasi byrjar svo snemma. Hann hófst með 9. ágúst 1963 og stóð (auðvitað) til þess 14.

Árið 1973 kom 7 daga klasi sem hófst þann 16. og í ágúst 1964 kom 12 daga klasi sem byrjaði þann 18. Lengsti klasinn sem byrjaði í ágúst hófst þann 30. árið 1977 og stóð samfellt í tuttugu daga. Hversu lengi stendur syrpan sem nú er á fullu?

Í september tekur alvaran við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2434585

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband