Fellibylur nærri Asóreyjum

Ekki er óalgengt að Asóreyjar verði fyrir leifum hitabeltisstorma og fellibylja en það er samt óvenjulegt að sjá þroskaðan fellibyl nálgast eyjarnar eins og nú. Sá nefnist Gordon og á sér einnig þá óvenjulegu sögu að hafa ekki breyst í fellibyl fyrr en komið var norður fyrir 30. breiddarstig - austan við miðju Atlantshafs á 42. gráðu vesturlengdar. Varla verður hann lengi á þessu þroskastigi - með auga og öllu sem fylgir heiðarlegum fellibyl.

Eins og spáin er í augnablikinu (laugardagskvöld 18. ágúst) á miðja kerfisins að fara til austnorðausturs skammt suður af Sao Miguel, stærstu eyju Asóreyjaklasans nálægt miðnætti á sunnudagskvöld. Portúgalska veðurstofan hefur dregið fram rauða litinn á meteoalarmsíðunnibæði fyrir vindhraða og sjávargang - og gulan fyrir þrumuveður á austureyjunum báðum, Sao Miguel og Santa Maria.

Gordon er nú furðuöflugur - bandaríska fellibyljamiðstöðin segir vindhraða 90 hnúta og að hviður séu um 110 hnútar. Þrýstingur í auganu er áætlaður 969 hPa.

Það er merkileg tilviljun að síðasti stafrófsstormur sem lenti á Asóreyjum með fellibylsstyrk hét líka Gordon. Það var árið 2006 - nöfnin endurtaka sig á 6 ára bili, nema að nöfn þeirra sem valda mestu tjóni eru ekki endurtekin.

Gervihnattarmyndin er frá kanadísku veðurstofunni (Environment Canada) og sýnir Gordon vel.

w-blogg190812a

Kaldur sjór er á milli Gordons og vesturstrandar Portúgal. Auk þess eru rastir vestanvindabeltisins skammt norður undan. Tölvuspár reikna með því að þessi merkilegi fellibylur gufi upp strax á þriðjudag - hálfa leið á milli Asóreyja og Portúgals. Samkvæmt sömu spám á hann ekki að breyta neinu í þeim bylgjugangi sem okkur varðar.

Um Asóreyjar má lesa á Wikipediu og þar er einnig skrá yfir hitabeltisstorma sem gengið hafa yfir eyjarnar síðustu 40 ár eða svo - en ekkert um þá sagt. Fleiri ámóta vísanir má finna á netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hérna er áætluð leið þessa fellibyls. Miðað við núverandi leið þá mun hann eingöngu skella á Portúgal sem mjög djúp lægð. Það er hinsvegar hitabylgja á þessu svæði núna, eins hérna í Danmörku. Hvað það mun gera þessari lægð veit ég ekki. Nánar um hitabylgjuna hérna í Evrópu. Dagsetningar virðast eitthvað hafa skolast til í þessari annars ágætu grein.

Jón Frímann Jónsson, 19.8.2012 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 984
  • Frá upphafi: 2420868

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 863
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband