8.8.2012 | 00:30
Heiðarleg suðvestanátt til lands og sjávar
Við hverju er að búast af suðvestanátt á sumrin? Jú, lágskýjuðu veðri með úrkomu um sunnan- og vestanvert landið en hlýju og þurru veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Það er nákvæmlega það sem spár gera ráð fyrir á morgun - miðvikudaginn 8. ágúst.
Fari maður að gerast smámunasamur er það reyndar þannig að suðvestanáttin á fleiri en eina mismunandi bragðtegund og er best að líta til sjávarins - eða þá himins þegar greina skal þær að.
Yfir hásumarið er langalgengast að suðvestanáttin sé hlýrri heldur en sjórinn fyrir sunnan og vestan land. Sjórinn kælir þá loftið og suddi og þoka myndast. Rigning er þá mest af fjallakyni - tengist uppstreymi við fjöll. Annars staðar er úrkoma minni - jafnvel þótt vindur standi af hafi. Þannig á suðvestanátt miðvikudagsins að vera og sést það vel á skynvarmaspá evrópureiknimiðstöðvarinnar hér að neðan.
Kortið gildir kl. 18 miðvikudaginn 8. ágúst. Lituðu fletirnir sýna skynvarmaflæðið. Þar sem liturinn er grænn er varmastreymið úr lofti í sjó (eða land) en sé hann rauður hitar sjór (eða land) loftið að neðan.
Það merkilega er að græni liturinn hefur nærri því ekkert sést í sumar í námunda við landið. Vindátt hefur oftast verið norðlæg þannig að sjórinn hefur hitað loftið sem yfir honum hefur verið. En hér bregður við. Það er reyndar ekki nema tiltölulega stuttan tíma á ári sem grænn litur er algengur við Ísland - og ætti að vera algengastur. Þetta er frá því um miðjan júní og fram í miðjan ágúst. Það er eini tími ársins þegar sjór við landið er almennt kaldari en loftið. Stundum grænkar líka kortinu á vetrum - en það lítinn hluta heildartímans.
Græna klessan yfir landinu suðaustanverðu er hið alræmda Vatnajökulsskrímsli sem hvergi er til nema í iðrum evrópureiknimiðstöðvarinnar. Það er bæði stærra (allt of stórt um sig) og reyndar líka lægra og þynnra heldur en hinn raunverulegi Vatnajökull sem við dáumst að. En svo að sanngirni sé gætt er rétt að taka fram að á Vatnajökli er grænt ástand algengast.
En við sjáum að líkanið gerir ráð fyrir því að landið hiti loftið - liturinn er rauður. Langmest þó norðaustan- og austanlands. Tölurnar eru þó ekki mjög háar - það er væntanlega ekki alveg léttskýjað.
Fyrir suðvestan land er suðvestanáttin ekki hlýrri en svo að græni liturinn nær sér ekki vel á strik. Það gerir hann hins vegar þegar kemur yfir kaldari sjó við Vestfirði og Austurland.
Vindur er merktur með mislöngum örvum, örvar benda með vindáttinni og styrkur ræðst af lengd þeirra. Eins og vera ber í suðvestanátt er hann mestur yfir landinu norðvestanverðu og sjónum þar í kring.
Á bletti yfir Austur- og Norðurlandi eru svartar, heildregnar línur sem sýna það svæði þar sem hitamunur á milli yfirborðs og 925 hPa er meiri en 8 stig - við notum annað tækifæri til að velta okkur upp úr því.
En hér var því ekki svarað hverjar eru aðrar bragðtegundir suðvestanáttarinnar á sumrin. Við bíðum með svör þar til næst gefst tækifæri.
Já, - fréttir bárust af því í dag að norðurpólslægðin sem hungurdiskar fjölluðu um í gær hafi farið niður í 963 hPa. Ekki hefur fengist staðfesting á því hvort um met er að ræða á þessum árstíma - en það er líklegt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:35 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 631
- Frá upphafi: 2461360
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 561
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Magnaðar hitatölur hér á Reyðarfirði í kvöld, 21,4 c kl. 20.00
stig
kl. 00:00
stig
kl. 23:00
kl. 22:00
kl. 21:00
kl. 20:00
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.8.2012 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.