Júlímet í Vestmannaeyjum?

Þegar þetta er skrifað (kl. 16:15 31. júlí) vantar aðeins þrjár athuganir upp á júlímánuð á mönnuðum veðurstöðvum landsins. Meðalhiti júlí það sem af er stendur nú í 11,89°C á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, 11,79°C á sjálfvirku stöðinni á sama stað og 12,57°C á stöðinni í kaupstaðnum.

Mælingar í júlí á Stórhöfða ná aftur til 1922. Hæstu júlígildin síðan þá eru:

     1936    11.61°C
     1933    11.66°C
     2010    11.75°C

Munurinn er ekki mikill. Í júlí 1880 var meðalhiti í Vestmannaeyjakaupstað 12,66°C - ætti þá að hafa verið 11,91 á Stórhöfða miðað við þær færslur sem hafa verið í notkun. Auðvitað er ekkert að marka tvo aukastafi - og sömuleiðis eru mæliaðstæður talsvert aðrar nú heldur en 1880.

Uppgjör ætti að koma frá Veðurstofunni á morgun (1. ágúst).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 980
  • Sl. sólarhring: 1099
  • Sl. viku: 3370
  • Frá upphafi: 2426402

Annað

  • Innlit í dag: 874
  • Innlit sl. viku: 3030
  • Gestir í dag: 854
  • IP-tölur í dag: 788

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband