26.7.2012 | 01:37
Hlýrra fyrir vestan en austan - hversu algengt er það?
Pistill dagsins er mjög úti á kantinum - gamanið óljóst og gagnið sömuleiðis. En látum slag standa.
Meðalhiti er hærri vestanlands heldur en austan og hlýrra er á Vestur-Grænlandi heldur en við austurströnd sama lands. Eins er með hafstrauma við strendur landanna beggja. Þessi skipan er þó aðeins smátilbrigði við megindreifingu hitafars við Norður-Atlantshaf, því að jafnaði er kaldara vestan hafsins heldur en austan við það. Þetta á einnig við í neðri hluta veðrahvolfs þar sem við notum þykktina sem mælikvarða á hitafar.
Þykktin er því að meðaltali lítillega hærri fyrir austan land heldur en vestan við. Frá degi til dags er þó ekki hægt að sjá neina reglu í þessu. En hér á eftir er litið á mánaðameðaltöl þar er frekar sjaldgæft að hlýrra sé vestur við Grænland heldur en austur í Noregshafi. Í ljós kemur við einfalda talningu að þetta ástand kemur upp innan við einu sinni á ári að jafnaði.
Sé litið á vor og sumarmánuði eingöngu er hlutfallið ívið hærra. Í ár bregður svo við að þykktin var meiri vestan við land heldur en fyrir austan alla mánuðina apríl, maí og júní - þrjá mánuði í röð. Hversu óvenjulegt skyldi það vera?
Með hjálp endurgreiningarinnar bandarísku sem nær aftur til 1871 má auðveldlega telja - en hafa verður í huga að nítjándualdargreiningin er talsvert ónákvæmari heldur en það sem síðar fer.
Niðurstaðan er sú að á öllum þessum tíma hafi aðeins komið 16 þriggja mánaða tímabil með þessu háttalagi - heildarfjöldi tímabila er 1698. Nú er það svo að inni í tölunni 16 eru líka fjögur fjögurra mánaða tímabil og þar í eitt fimm mánaða.
Tölur fyrir núlíðandi júlí berast vonandi fljótlega upp úr mánaðamótum þannig að við fréttum af því hvort hann bætir fjórða mánuðinum við - sem ekki er víst.
En hvaða tímabil eru það sem líkjast nútímanum þá best? Sé haldið aftur á bak þarf ekki að fara nema til ársins 2010 til að finna ámóta - en það ár var líka einstakt í veðurfarssögu síðustu hundrað ára eða meir.
Næst þar á eftir eru júlí, ágúst og september 1986. Man einhver eftir þeim? Síðan þarf að fara aftur til 1932 til að finna ámóta - þá komu fimm mánuðir í röð. En staðan kom líka upp sumrin 1929, 1928 og 1925 - einhver klasi greinilega í gangi þau árin. Er svo nú með bæði 2010 og 2012? Langt aftur í fortíðinni finnum við svo 1879 - en það ár og fleiri um það leyti voru sérlega afbrigðileg hvað hita- og þrýstifar varðar.
Því má svo bæta við að séu allar tölur teknar trúanlegar hefur þykktarmunur (hitamundur) á milli Grænlandsstrandar og Noregshafs aldrei verið jafn mikill á þennan (öfuga) veg í heilum mánuði og nú í júní.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 234
- Sl. viku: 1801
- Frá upphafi: 2412821
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1606
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Veistu að það er miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir. Því veðrið er eitt best geymda leyndarmálið alla vega hér á Ísafirði. Um tíma sá lögreglan um hitamælingar inn í bænum líkt og gerist á Akureyri þá var hitinn oft einni til tveimur gráðum hærri hér en á Akureyri. Það var bara aldrei talað um það. Hér eru mælingar í dag út í Bolungarvík beint í norður út í hafgolu, en hitinn á Akureyri tekinn inn í miðjum bæ. Svo segja menn á Ruv að austfirðingar og Akureyringar EIGI GÓÐA VEÐRIÐ. Sem er rauna hin mesta þversögn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2012 kl. 14:57
Sæll. Þakka pistlana sem ég les (ó)reglulega. Og þá koma spurningarnar: Hvernig var loftslag hér á landnámsöld? Hvernig var loftslag hér sirka 200000 árum fyrir Krist? Seinni spurningin helgast af því að mér var sagt fyrir nokkrum áratugum að hér hefðu vaxið pálmatré forðum, hvað þá annað, norður í landi. Var einhvern tímann miðjarðarhafsloftslag hér?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.7.2012 kl. 19:56
Ásthildur - það gerist aðeins stöku sinnum að meðalhiti er hærri að sumarlagi á Ísafirði heldur en á Akureyri - en það segir ekki allt -. Benedikt - í raun og veru er lítið vitað um veðurfar hér á landi á landnámsöld - aðallega ágiskanir. Það stafar fyrst og fremst af því að breytileiki frá ári til árs og áratug til áratugar er miklu meiri heldur en breytileikinn á aldakvarða. Sé farið á lengri kvarða náum við hins vegar í stórfelldar breytingar. Fyrir 200 þúsund árum var jökulskeið líklega ríkjandi - með jökli yfir meginhluta landsins, meðalhita um frostmark í júlí en nokkurra tuga stiga frosti á vetrum. Hér var hins vegar mikil gróðursæld fyrir 10 milljónum ára - þá voru vetur líkir því sem nú er í Portúgal - jafnvel hlýrra. Eiginlegt miðjarðarhafsloftslag hefur þó varla nokkurn tíma ríkt hér á landi - rakt loftslag réði ríkjum.
Trausti Jónsson, 27.7.2012 kl. 00:35
Veðurfar má lesa af mælum en upplifun okkar af veðri er æði misjöfn. Sjálfur hef eg lúmst gaman af átthagagrobbi í veðursökum, þótt ýmsum þyki það hlálegt í neikvæðum skilningi. Í mínum núverandi heimabæ, Akureyri, er heldur veðursælt að flestra dómi, en lítið hefur þó verið um einstök góðvirði og hita undanfarin sumur. Þegar verður eru hæg eins og lengst af í sumar er hafgola hér þrálát og virkar Eyjafjörðurinn eins og trekt, opin móti norðri. Veðurstöðin hér er í norðurhallanda, mjög berskjölduð fyrir kælingu af hafi. Þegar hafgola kælir hér er oft nokkrum gráðum hlýrra austur í Fnjóskadal, sem er að mestu laus við hafgolu vegna lögunar sinnar. Mest hlýindi verða hér gjarnan í allhvassri sunnan- eða suðvestanátt og er það ekki alltaf skemmtilegt veður. Veðursæld er með öðrum brag vestra en hér við Eyjafjörð, hitar verða þar minni, en lognkyrrðin er einstök og hrífandi við Djúpið þegar hennar nýtur við, hvað sem þeir á RUV segja.
Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 11:23
Eitt sem ég hef oft hugsað út í er að hiti er ekki sama og hiti, tildæmis 17° í Hróaskeldu er miklu kaldara en 17° á Ísafirði. Ég vann í 3 mánuði við garðyrkju í Hróaskeldu og fylgdist með hitanum þar, og það var bara allt annar hiti á skrokknum á mér en mælirinn sagði miðað við hér heima. Ég veit að rakinn hefur eitthvað með þetta að gera, en Roskilde liggur við Ísafjörðinn og er stutt frá sjó rétt eins og hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2012 kl. 11:58
Tilfinning manna fyrir hita er mjög misjöfn - en daggarmark er hærra á sumrin i Danmörku heldur en hér á landi og slagi meiri - vel má vera að mannslíkaminn finni það einhvern veginn. Áskell, mér finnst að vegna aukins trjágróðurs hafi veðurfar það sem maður finnur á skrokknum batnað meira í Reykjavík og í flestum þéttbýlisstöðum landsins heldur en á Akureyri þar sem trjágróður var miklu meiri fyrir.
Trausti Jónsson, 28.7.2012 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.