21.7.2012 | 01:57
Lægðin djúpa á norðurhvelskorti
Lítum nú enn upp í mitt veðrahvolft og um mestallt norðurhvel. Kortið sýnir ástandið í 500 hPa-fletinum eins og evrópurreiknimiðstöðin spáir því um hádegi á sunnudag, skömmu áður en miðja lægðarinnar djúpu rennur hjá landinu.
Myndin skýrist að mun við smellastækkun. Svörtu línurnar sýna hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar), en litafletir marka þykktina. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin milli grænu og gulleitu litanna eru sett við 5460 metra - rétt undir meðalþykkt í júlí hér á landi.
Á kortinu má sjá að víðast hvar fylgjast jafnhæðar- og þykktarlínur að í stórum dráttum, en þó er eftirtektarvert að við lægðina djúpu er misgengi þykktar og hæðar mjög mikið. Hlý tunga að sunnan gengur langt norður í tiltölulega lág 500 hPa hæðargildi. Þar verður loftþrýstingur við sjávarmál mjög lágur.
Eins og fram hefur komið í pistlum hungurdiska undanfarna daga er lægðin óvenju djúp - ekki er þó enn útséð um lágþrýstimet júlímánaðar - gamla metið er ekki fallið fyrr en það er fallið - hvað sem líður spám. En við þurfum ekki að bíða lengi eftir niðurstöðu þessarar mettilraunar, hún liggur fyrir á sunnudagskvöld.
En verður sett met í lágri júlíhæð 500 hPa-flatarins? Eftir því sem næst verður komist er lægsta 500 hPa-hæð í júlí sem mælst hefur yfir háloftastöðinni á Keflavíkurflugvelli 5240 metrar. Gangi spár eftir fer hæðin ekki svo neðarlega yfir Keflavík að þessu sinni. Það þýðir að loftið sem fylgir lágþrýstingnum nú er hlýrra en í mettilvikinu. Enda er á aðfaranótt sunnudags spáð 23 stiga mættishita í 850 hPa yfir Norðurlandi. Hlýjasta loftið verður komið hjá þegar sól verður hæst á lofti á sunnudaginn - en aldrei að vita.
Ef við lítum aftur á kortið sjáum við að enn eru svæsnir kuldapollar á sveimi yfir norðurskautssvæðinu. Halda mætti að þeir ætli sér að sleppa sumarleyfinu að þessu sinni.
Á kortinu vottar ekki fyrir hæðarhryggnum sem hefur ráðið veðri hér á landi lengst af í sumar - en hann gæti risið upp aftur - varla þó næstu fjóra til fimm daga. En þó kemur norðanátt á eftir lægðinni.
Mikil hæð ríkir yfir Bandaríkjunum - í henni miðri er þykktin yfir 5820 metrum. Þar kvarta menn nú undan mestu þurrkum í landinu í heild síðan 1956. En kuldapollur sleikir norðvesturríkin enn á ný. Þykkt um 5400 m þykir heldur hráslagaleg þar um slóðir á miðju sumri - en ekki óþekkt.
Nokkuð snarpt lægðardrag liggur suður um Mið-Evrópu til Miðjarðarhafsins. Ætli það valdi ekki miklum þrumuveðrum á Ítalíu og þar í grennd næstu daga? Spárnar gera líka ráð fyrir mikilli úrkomu í Vestur-Noregi þegar hlýtt loft lægðarinnar miklu skellur á fjallgarðinum úr vestri.
Héðan frá séð er óvissara hvað gerist í Danmörku og þar fyrir sunnan - þar fer mjög hlýtt loft hjá en við látum ágætri vefsíðu dönsku veðurstofunnar það eftir að upplýsa okkur um það.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 177
- Sl. sólarhring: 210
- Sl. viku: 2098
- Frá upphafi: 2412762
Annað
- Innlit í dag: 168
- Innlit sl. viku: 1842
- Gestir í dag: 153
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Nú hafa landsmenn vafalítið fylgst með spám ykkar veðurfræðinga.
Þeir hafa verið hvattir til að nánast binda niður allt lauslegt.
Fréttir greina frá því að björgunarsveitir séu í viðbragðsstöðu.
Hér á Seltjarnarnesi, þar sem þessi óvenjulega lægð átti að gera vart við sig, er allt með kyrrum kjörum. Trén hreyfast lítilega í garðinum mínum.
Er ég að missa af einhverju?
Jóhann (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 21:43
Jóhann: Þú hefur sennilega RISASTÓRA skjólgirðingu í austurátt sem veitir þér skjól fyrir austlega vindinum.
Svo minni ég á ykkur höfuðborgarbúa að það er ekki sama Jón og séra Jón þegar kemur að vindáttum og staðsetningum á höfuðborgarsvæðinu. Eða þá hvert sporbraut veðurkerfa fara. Þetta gildir reyndar um allt Ísland líka.
Trausti: Er ekki sennilega búið að slá stöðvarmet í vindhraða júlímánaðar á sjálfvirkum stöðvum á Stórhöfða, Vestm.bæjar og Surtsey? Og er þetta ekki annað mesti vindur júlí-mánaðar á Stórhöfða síðan síritandi vindhraðamælir var settur þar upp árið 1968?
Pálmi Freyr Óskarsson, 21.7.2012 kl. 22:32
Enn skal tekið fram að hungurdiskar gera ekki spár - en fjalla um þær. Á þessum vettvangi er lægðin er fyrst og fremst áhugaverð vegna þess hversu djúp hún er miðað við árstíma - annars hefði varla verið á hana minnst. Það er rétt hjá Pálma að vindur hefur ekki mælst meiri á sjálfvirku stöðvunum á Stórhöfða og í Vestmannaeyjabæ í júlí heldur en nú. E.t.v. á það við fleiri stöðvar - en það verður kannað eftir helgi. Mesti vindur í júlí í veðurskeyti frá Stórhöfða er 35 m/s. Það var 21. júlí 1963. Svo er að sjá að 10-mínútna vindhraðamet hafi ekki verið slegið í Surtsey - hins vegar vindhviðumet í júlí. En saga stöðvarinnar þar er svo stutt að varla er rétt að tala um met.
Trausti Jónsson, 22.7.2012 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.