Árstíđasveifla skýjahulunnar

Ţetta er einn af ţessum tímalausu pistlum - er ekki innlegg í neina umrćđu og hefur međ fátt annađ ađ gera nema sjálfan sig - og ţó. Alla vega ćttu ćstustu veđurnörd ađ gleđjast yfir ţví ađ sjá gögn sem aldrei hafa veriđ tekin saman áđur.

Viđ berum sum sé saman árstíđasveiflu skýjahulunnar á okkar tímum og á síđari hluta nítjándu aldar - öldinni sem í huga kynslóđar ritstjórans er sú eina rétta öld sem leiđ. En nú er ţađ meira ađ segja komiđ í rugling.

Áđur en kemur ađ myndinni verđur ađ rifja upp ađ skýjahula er ekki mćld - heldur metin. Athugunarmađur giskar á hversu stóran hluta himins skýin ţekja - međ ţeim undantekningum ađ ef eitthvađ sést í himininn á ekki ađ telja alskýjađ og ekki skal telja heiđskírt nema ţegar ekkert ský sést á himni - hversu lítiđ sem ţađ er. Síđara skilyrđiđ er raunar svo kröfuhart ađ flestir hallast til ađ brjóta reglurnar - og menn ţykjast ekki sjá lítil há- og miđský niđur undir sjóndeildarhring. En allt er ţađ spurning um skírlífi og samvisku.

Á nítjándu öld (öldinni sem leiđ svo rćkilega ađ ţađ má ekki kalla hana ţađ lengur) var skýjahula langoftast metin í tíunduhlutum - í anda metrakerfishreintrúar. Ţegar fariđ var ađ senda veđurskeyti varđ drjúgur sparnađur í ţví ađ nota tvo tölustafi ţegar einn nćgđi og fariđ var ađ nota áttunduhluta. Reyndar er mun auđveldara ađ giska á eina tölu af átta heldur eina af tíu - hringurinn hefur aldrei viljađ samţykkja tugakerfiđ - baráttulaust.

En langan tíma tók ađ breyta. Hér á landi var um hríđ athugađ í tíunduhlutum á veđurfarsstöđvum en bćđi tíundu- og áttunduhlutum á skeytastöđvum - áttunduhlutana fyrir skeytamafíuna en tíunduhlutana fyrir íhaldiđ. En allt var ţetta yfirstađiđ á skeytastöđvum frá og međ 1949 og annars stađar um svipađ leyti.

En ţessi tvíháttur skýjahulumats spillir tímaröđum. Viđ skulum ekki fara út í ţađ hér í smáatriđum en svo virđist sem svćđi kvarđans hafi mismikiđ ađdráttarafl. Níu virđist vera erfiđari tala heldur en sjö - ţannig breyting á milli kvarđa međ einfaldri hlutfallsmargföldun gangi ekki alveg upp ţegar gömul tíundahlutameđaltöl eru reiknuđ í áttunduhluta. Ekki hefur veriđ upplýst hvernig ţetta er nákvćmlega - en viđ skulum ekki hafa áhyggjur af ţví ţótt ţađ komi sennilega fram á myndinni hér ađ neđan.

Hún sýnir međalskýjahulu hvers mánađar (í áttunduhlutum) á landinu öllu á ţremur mismunandi tímabilum, 1874 til 1919, 1920 til 1960 og 1961 til 2011. Takiđ eftir ţví hvađ sveiflan er í raun og veru lítil.

w-blogg070712

Efsta línan (sú grćna) er nćst nútímanum. Viđ sjáum ađ hulan er minnst í maí en hámarkiđ er í júlí og annađ í október. Ekki mikill munur - en samt í takt viđ óljósa tilfinningu um bjarta maídaga.

Línan í miđjunni nćr yfir tímabiliđ 1920 til 1960. Ţá var skýjahula mest í ágúst og einkennilega miklu munar á júní og júlí. Ţađ ađ rauđa línan liggur öll neđar en sú grćna gćti falist í ţví mismunandi mati sem fjallađ var um hér ađ ofan.

Bláa línan nćr yfir tímabiliđ 1874 til 1919 (dönsku veđurstofuna). Breytingin frá tíunduhlutamati yfir í áttunduhlutamat gćti átt sök á ţví ađ bláa línan er neđst - og einnig eru stöđvar sem athuguđu skýjahulu mun fćrri en á síđari tímabilunum. En ţađ er samt árstíđasveiflan sem er athyglisverđust. Ţar eru ţađ mars og ágúst sem keppa um lágmarksskýjahulu ársins. Ţetta međ breytinguna í mars gćti komiđ heim og saman viđ fleira svo sem breytingar í úrkomumagni og loftţrýstingi - en ágúst kemur verulega á óvart.

Enn er veriđ ađ taka saman upplýsingar um skýjahulu og breytingar á athugunum á henni í gegnum tíđina ţannig ađ ţessar niđurstöđur má ekki taka sem endanlegar á neinn hátt. Ţćr er ekki heldur hćgt ađ útleggja sem rök í veđurfarsbreytingaumrćđunni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d
  • w-blogg090825c
  • w-blogg090825b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 25
  • Sl. sólarhring: 421
  • Sl. viku: 1382
  • Frá upphafi: 2490725

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1267
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband