Köldustu júlídagarnir

Í tilefni af nćrveru kuldapollsins sem minnst var á í pistli í gćr skulum viđ líta á lista yfir köldustu júlídagana. Ekki er ţađ ţó svo ađ einhver sérstakur kuldi liggi í spánum nćstu daga - síđur en svo. Kuldagusa á ţó ađ fara hjá á mánudag/ţriđjudag - en ekki er víst ađ neitt verđi úr ţví.

En köldustu júlídagarnir eru verulega kaldir. Hér er reiknađur međalhiti allra veđurstöđva alla daga í júlí frá 1949 til 2011 og leitađ ađ ţeim 15 köldustu.

röđármándagurmhiti
11995765,02
219637235,08
319637245,60
419837175,65
519657305,79
61970795,82
719857125,84
81968715,90
91981725,91
1019677285,92
1119637125,99
1219707106,00
1319957176,13
141970786,18
1519857196,21

Ekki eru allir ţessir dagar ritstjóranum minnisstćđir - en sumir ţó. Af einhverjum ástćđum dagarnir köldu 1963. Lóan flaug í hópum rétt eins og hún vćri búin ađ gefast upp á ţessu og bara farin. Sömuleiđis hretiđ 9. til 10. júlí 1970 - en ţá snjóađi á hestamannamóti á Ţingvöllum. Hungurdiskar hafa áđur hefur veriđ minnst á óvenjulega loftsýn seint ađ kvöldi ţess 9.

En listinn yfir lćgsta međallágmarkshitann er svipađur:

röđármándagurmlágm
119637252,36
219837192,92
319837183,04
41989713,19
51995773,31
61968723,35
719637123,37
819637233,46
919857133,46
101995783,46

Í Reykjavík fór hiti niđur í 1,4 stig ađfaranótt 25. júlí 1963 og er ţađ lćgsti hiti sem ţar hefur mćlst í júlí frá upphafi mćlinga. Nćturnar köldu 1983 lifa einnig í minningunni sem hluti af ţví margnefnda rigningasumri allra rigningasumra.

Dagarnir sem eiga lćgsta hámarkshitann eru einnig glćsilegir - eđa hitt ţó heldur.

röđármándagurmhám
11995767,98
219637238,23
319707108,28
419857138,31
519857198,51
619637248,56
719677288,63
819657318,65
91973718,66
101981728,66

Hér er helst frábrugđiđ ađ tveir júlídagar 1985 skjótast upp í fjórđa og fimmta sćti. E.t.v. muna einhverjir eftir fyrra hretinu vegna vandrćđa og tjóns sem ţá varđ á útihátíđ á Laugarvatni - hríđarveđur var á heiđum norđaustanlands. Hinn 21. júlí ţetta ár var einnig merkilegur ţá var hiti klukkan 15 ekki nema 6,3 stig í Reykjavík og 5,7 á Keflavíkurflugvelli - á sama tíma voru 11,3 stig á Akureyri.

En ţessir listar ná ţví miđur ekki nema aftur til 1949 og talsvert vantar upp á ađ úr ţví rćtist. Ţó má líta í rann endurgreiningarinnar margnefndu og leita ađ lágri ţykkt í júlí. Athuga mćtti ţessa daga sérstaklega í leit ađ kulda. Fyrst eru ţeir dagar sem lćgstir eru yfir Suđvesturlandi.

röđármándagurţykkt
11930775292
219227125307
318967215312
419637245314
51931745324
619107245327
719217285329

Ţykktin er hér í metrum. Viđ sjáum ađeins einn af „okkar dögum“ á listanum, 24. júlí 1963. Ţykktin ţá var ađeins 5314 metrar, en enn lćgri eru ţrír eldri dagar, 7. júlí 1930 lćgstur - ţá var veriđ ađ pakka saman eftir Alţingishátíđina.

Hinn listinn er tekinn út úr stćrra svćđi - norđur á 66°N og suđur á 64°N.

röđármándagurţykkt
11931735243
219837185277
31930775283
419127295288
518967225295
619207235297
719637245303

Smávíxl eru í röđinni frá fyrri lista, en ţó birtist hinn kunnugi 18. júlí áriđ 1983 í öđru sćti. Ţegar ţykktarspákort júlímánađar í ár og kuldapollar hans eru skođađir er ágćtt ađ hafa ţessar tölur sem viđmiđ um ţađ sem óvenjulegast er.

Međalţykkt yfir Suđvesturlandi í júlí er 5480 metrar. Viđ lítum á hlýja enda rófsins fljótlega. Einnig má minna á pistla hungurdiska um skylt efni í júlí í fyrra - en enn má lesa ţá - sjá lista til vinstri viđ megintexta bloggsins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 513
  • Sl. sólarhring: 692
  • Sl. viku: 2308
  • Frá upphafi: 2413328

Annađ

  • Innlit í dag: 479
  • Innlit sl. viku: 2079
  • Gestir í dag: 473
  • IP-tölur í dag: 463

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband