Óvenjulegur sólskinsstundafjöldi

Eins og fram hefur komiđ í fréttapistli á vef Veđurstofunnar og sömuleiđis á nimbusarbloggi var nýliđinn júní óvenjusólríkur bćđi í Reykjavík og á Akureyri. Ţetta er sérlega ánćgjulegt ađ ţví leyti ađ helstu keppinautar í sólskinslengd í Reykjavík eru fornir, ađallega 80 til 90 ára gamlir. Á dimmviđratímabilinu fyrir um 20 árum eđa svo lagđist sólarleysiđ svo á sinni veđurnörda ađ ţau trúđu vart gömlum háu tölum. En nútíminn er loksins ađ gera jafnvel eđa betur.

En séu tölur maí- og júnímánađa lagđar saman verđur nýliđiđ ástand enn óvenjulegra. Í ljós kemur ađ sólskinssumma tveggja mánađa hefur aldrei orđiđ jafnhá í Reykjavík, 616,9 stundir. Nćstir koma saman júní og júlí 1928 međ 606,0 stundir. Síđan er smábil niđur í 598,0 stundir sem maí og júní 1924 eiga saman. Ţessi ţrjú mánađapör eru í nokkrum sérflokki.

Stađan á Akureyri er enn merkilegri ţví sólskinssumma nýliđinna tveggja mánađa, 545,6 stundir, er miklu hćrri heldur en sú nćsthćsta, 475,5 stundir, sem júní og júlí ársins 2000 eiga saman.

Ţá byrjar grćđgin ađ gera vart viđ sig. Skyldu ţriggja mánađa metin falla líka? Í Reykjavík er ţađ tímabiliđ apríl til júní 1924 sem situr í efsta sćtinu međ 822,7 stundir. Til ađ ţađ falli ţurfa sólskinsstundir í júlí í Reykjavík ađ verđa 205,9 eđa fleiri. Ţađ gerist um ţađ bil fjórđa hvert ár ađ međaltali ađ svo margar sólskinsstundir mćlist í Reykjavík í júlí, síđast áriđ 2010. Líkurnar á ţriggja mánađa meti í Reykjavík eru ţví rétt sćmilegar eđa um 25%. Fyrstu tveir dagarnir hafa dregiđ úr líkum.

Á Akureyri er ţriggja mánađa metiđ 663,4 stundir og ţađ eiga maí, júní og júlí 1939. Ţađ ţýđir ađ ţriggja mánađa metiđ fellur ef sólskinsstundirnar á Akureyri verđa fleiri en 117,8 í júlí. Viđ vitum um sólskinsstundafjölda í júlí á Akureyri í 85 ár. Í fimmtungi ţeirra hafa sólskinsstundirnar veriđ fćrri heldur en metmarkiđ. Gróflega má ţví segja ađ 80 prósent líkur séu á ţví ađ ţriggja mánađa metiđ falli á Akureyri.

Júnímánuđur í ár skorar hátt í norđan- og austanáttatíđni, en norđvestanniđurstreymisloft ofan af Grćnlandi hefur langtímum saman bćlt alla úrkomu - meira ađ segja norđan heiđa. Síđustu tvö árin rúm hefur veđurlag veriđ mjög stórköflótt - úrkoma ýmist í ökkla eđa eyra.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 158
  • Sl. sólarhring: 203
  • Sl. viku: 2079
  • Frá upphafi: 2412743

Annađ

  • Innlit í dag: 150
  • Innlit sl. viku: 1824
  • Gestir í dag: 138
  • IP-tölur í dag: 131

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband