17.6.2012 | 01:46
Enn um skúrir og haglél
Í dag (laugardag) gerði haglél sums staðar um landið sunnanvert. Það er ekki svo óalgengt að sumarlagi hér á landi. Í leiðbeiningum um veðurathuganir er greint er á milli þriggja tegunda hagls.
(i) Snæhagl er hvítt og frauðkennt, yfirleitt 2 til 5 mm í þvermál (krækiberjastærð). Höglin eru oftast mjúk, en skoppa á jörðinni þegar þau falla. Snæhagl er algengast þegar hiti er ekki fjarri frostmarki eða í frosti, þá gjarnan á undan eða eftir snjókomu (snjóéli).
(ii) Hagl ,sem er venjulega gljáandi, myndað sem ís utan um snæhaglskjarna, 2 til 5 mm að stærð. Það er oftast blautt og skoppar ekki áberandi þegar það fellur á harða fleti. Hagl fellur venjulega samfara regnskúrum í frostlausu veðri. Þetta er algengasta sumarhaglið.
(iii) Íshagl, það er sárasjaldgæft á Íslandi. Í því skiptast yfirleitt á glær og hvít lög og stærðin er 5 til 50 mm, jafnvel enn stærra. Lendi menn í slíku hagli hérlendis ættu þeir sé þess kostur að taka myndir af haglkornunum ásamt einhverjum kunnuglegum hlut til viðmiðunar og senda Veðurstofunni.
Það má telja víst að hagl hafi borist marga kílómetra upp eftir skúraskýi áður en það fellur til jarðar. Íshagl hefur farið tvær eða fleiri ferðir upp og niður skýið.
Mjög algengt er að sjá éljatauma niður úr skúraklökkum en að sumarlagi bráðnar ísinn yfirleitt áður en úrkoman nær til jarðar.
Í morgun (laugardag) mældist aftakaúrkoma á Kirkjubæjarklaustri (22 mm/klst). Svo mikil úrkoma á skömmum tíma getur valdið stórtjóni en þegar þetta er skrifað hefur ekkert frést af slíku að þessu sinni.
En að lokum lítum við á kort sem sýnir spá um mættishita í veðrahvörfunum á miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 17.júní. Hungurdiskar hafa sýnt kort af þessu tagi áður. Hér er það gott dæmi um mjög einfaldan hlut. Óvanir eru þó varaðir við textanum - það þarf ekkert að lesa hann.
Litafletirnir sýna mættishitann og tölurnar sömuleiðis, þær eru í Kelvinsstigum. Mættishiti sýnir hve hlýtt loftið yrði ef það væri dregið niður til sjávarmáls. Lægsta talan sem við sjáum er 291K það eru 18°C. Á kortinu er skipt um lit við hver 5 stig. Mörkin milli blárra og grænna lita eru við 305K en milli grænna og gulra eru við 320K.
Mættishiti vex ætíð upp á við - geri hann það ekki rís loft nánast samstundis þar til að það finnur jafnháan hita. Loft sem er 19 stiga heitt við jörð undir kuldapollinum verður því að rísa allt að veðrahvörfum - gríðarlegir skúraklakkar myndast.
Í nótt er loft í neðstu lögum kaldara heldur en 18 stig - og lítið gerist - en það sem er í gangi getur haldið áfram (sjá neðar). Það gerist líka lítið yfir sjó sem alls ekki er nægilega hlýr til að koma lofti upp í veðrahvörf.
En - þegar élin gerði í dag var mættishiti við veðrahvörf yfir Suðurlandi um 295K (22°C). Ekki var svo hlýtt við jörð, hámarkshiti á þeim slóðum aðeins 13 til 14 stig. Þá kemur dulvarminn til sögunnar.
Mættishiti í 850 hPa (um 1500 metra hæð) var 12 til 13 stig - svipaður og hámarkshitinn. Greið leið var því fyrir loft upp í 850, það nægði til þess að raki fór að þéttast í uppstreyminu og dulvarmi að losna. Evrópureiknimiðstöðin reiknar einnig út fyrir okkur hversu mörgum stigum dulvarminn í dag skilaði. Þau voru um 10 - einmitt nóg til að mættishitinn yrði jafn 22 stiga mættishitanum uppi við veðrahvörf.
Ef við lítum aftur á kortið sjáum við töluna 343K á Grænlandshafi. Mættishitnn þar er 70 stig. Það er svo há tala að ekki er neinn grundvöllur fyrir tengslum veðrahvarfa- og yfirborðslofts.
Kuldapollurinn sjálfur (blái kjarninn yfir Vestfjörðum) er hins vegar svo kaldur að síðdegisskúrir laugardagsins hafa enst fram á nótt yfir landinu (vegna dulvarmalosunar) þrátt fyrir að yfirborðið sé orðið kalt. Um miðnætti (laugardagskvöld) var mikill úrkomubakki skammt austur af Reykjavík og þá hellirigndi á Þingvöllum. Mikið haglél var í Svínahrauni og einnig fréttist þar af þrumum og eldingum (sunnlenska.is) - komu einnig fram á eldingaskráningakerfi.
En kuldapollurinn hreyfist hratt til suðurs og verður komin suður af eftir miðjan dag (17. júní). Þá nær uppstreymi að neðan ekki veðrahvörfum - en þó e.t.v. nægilega hátt til að mynda úrkomu. Ekki skal spáð um það.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:06 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 49
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 1970
- Frá upphafi: 2412634
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 1723
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.