Norðurhvel um miðjan júní

Við lítum á norðurhvelskort okkur til heilsubótar. Það er að vísu ekkert sérlega uppörvandi - engin hlýindi að sjá - frekar kulda. Þetta er spá frá evrópureiknimiðstöðinni og gildir um hádegi fimmtudaginn 14. júní.

Að venju sýnir kortið hæð 500 hPa-flatarins (svartar, heildregnar jafnhæðarlínur) og þykktina sem liti. Því meiri sem þykktin er því hlýrra er loftið. Því þéttari sem jafnhæðarlínur eru því meiri er vindurinn. Kortið batnar talsvert sé það stækkað með því að smella á það (og aftur).

w-blogg140612

Ör bendir á Ísland og önnur á Ítalíu. Norðurskaut er rétt ofan við miðja mynd. Gulu litirnir og þeir brúnu sýna hlýindi, við segjum gróflega að sumarið byrji við mörk grænu og gulu svæðanna við 5460 metra, en enn lifi af vetrinum á nokkrum litlum bláum svæðum í kringum norðurskautið. Einn af þessum blettum stefnir beint til landsins (blá ör) og á að vera yfir því á þjóðhátíðardaginn (sunnudag). Þá á þykktin að fara niður fyrir 5280 metra. Við þolum það svo sem en svo lág þykkt þýðir vaðandi næturfrostahættu - sé léttskýjað.

Ferðir kuldapollsins valda því að hlýr hæðarhryggur sem á kortinu er yfir Vestur-Grænlandi kemst aldrei hingað. Þar vestur af er annar kuldapollur sem þokast austur og stuggar hryggnum líka suður á bóginn. Spár eru síðan ekki sammála um frekari ferðir hans - en rétt er að fylgjast með þeim.

Norðvestanverð Evrópa er svipað sett og við - lengst af í kalda loftinu næstu daga en til þess að gera öflugar lægðir ganga um Bretlandseyjar með mikilli úrkomu. Hlýrra er sunnar í álfunni. Einnig er kalt í vestanverðu Kanada. Mikil hlýindi eru víða í Asíu norðanverðri - þó ekki allstaðar.

Það þrengir smám saman að kalda loftinu í 6 til 7 vikur í viðbót - en það sem eftir er sullast fram og aftur um norðurslóðir og enginn óhultur norðan við 45°N.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 48
 • Sl. sólarhring: 92
 • Sl. viku: 1589
 • Frá upphafi: 2356046

Annað

 • Innlit í dag: 44
 • Innlit sl. viku: 1474
 • Gestir í dag: 42
 • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband