11.5.2012 | 01:13
Krossmessukast?
Það hefði mátt sleppa spurningarmerkinu í fyrirsögninni ef við erum að hugsa til veðurspár næstu daga. Einhver norðangusa kemur á sunnudag og mánudag með frosti og leiðindum víða á landinu. Hins vegar er afl hennar og eðli ekki enn ljóst og því er fullsnemmt fyrir hungurdiska að fara að smjatta á hinum mismunandi spám og hvernig þær kunni að bregðast. En við skulum af uppeldislegum ástæðum líta á 500 hPa hæðar- og þykktarspá frá evrópureiknimiðstöðinni og gildir hún um hádegi á sunnudag. Nokkrum örvum hefur verið bætt á kortið til áhersluauka.
Textinn hér að neðan er nokkuð tyrfinn og einkum ætlaður veðurnördum og þeim sem haldnir eru kortalosta.
Fyrst skulum við hafa yfir kortaþuluna sístögluðu. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar og heildregnar, merktar í dekametrum (1 dekametri = 10 metrar), en jafnþykktarlínur eru rauðar og strikaðar. Þær eru einnig merktar í dekametrum. Í báðum tilvikum eru 6 dekametrar (60 metrar) milli lína. Hvasst er í 500 hPa þar sem jafnhæðarlínurnar eru þéttar. Vindhraði yfir vestanverðu landinu er um 12 m/s í 5280 metrum, en aðeins 5 til 8 m/s yfir Austurlandi.
Fyrir nokkrum dögum var líka fjallað um kort af þessu tagi (hungurdiskar 2. maí). Þar var staðan sú að jafnhæðar- og jafnþykktarlínur féllu saman og þá þannig að brattinn á sviðunum var til sömu handar. Hér er mjög ólíkt ástand. Gríðarlegt misgengi er á milli sviðanna tveggja. Þykktarbratti yfir landinu er meiri heldur en hæðarbratti. Hægt er að reikna vindhraða í þykktarsviðinu - því brattara sem þykktarsviðið er því meiri er þessi vindur - sem á íslensku má kalla þykktarvinden á erlendum málum nefnist hann thermal wind (bein þýðing væri varmavindur - en það heiti væri villandi).
Þar sem þykktarbratti er mikill en enginn hæðarbratti á móti verður til mikill vindur í lægri hluta veðrahvolfs, í stefnu andstæða þykktarvindinum. Lesendur mega ekki hafa áhyggjur af því að átta sig ekki á þessu. Margar endurtekningar þarf til.
Örvarnar á kortinu sýna (vonandi) glögglega að saman stefna kalt loft sem ryðst suður frá Norðaustur-Grænlandi og hlýtt sem streymir til norðurs fyrir austan og norðaustan land. Við getum nærri því séð hvernig þykktarsviðið herpist saman. Vindhraði og hiti ráðast síðan af smáatriðum í árekstrinum - hvenær og hvar hann á sér stað - fari hlýja loftið t.d. að mestu framhjá lendir landið inni í kuldanum en þar sem þá væri aðeins gisið þykktarsvið yfir - yrði vindur lítill. Komi hlýja loftið að með meiri ákefð og fyrr en hér er sýnt verður þykktarsviðið enn þéttara og vindur meiri.
Það er hins vegar tilgangslítið að rekja atburðarás sem enn er þrjá daga í framtíðinni í smáatriðum. Besta matið fellst í spám Veðurstofunnar á hverjum tíma en ekki í steypurausi ritstjóra hungurdiska.
En spurningarmerkið í fyrirsögninni tekur líka til nafns á hreti sem gerir á þessum tíma í maí. Varla er það alþekkt?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 100
- Sl. sólarhring: 158
- Sl. viku: 2021
- Frá upphafi: 2412685
Annað
- Innlit í dag: 95
- Innlit sl. viku: 1769
- Gestir í dag: 89
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Kortalostaveðurnörd... OMG!
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2012 kl. 14:04
Sæll. Ég hef dvalist í Gautaborg frá miðjum febrúar og finnst mér veðrið hér vera að mörgu leyti svipað og heima. Samt tala Íslendingar hérna um lengra sumar og meiri hlýindi en á Íslandi. Hér hefur hitinn verið í kringum 10° lengi og frekar andkalt. Hver er í raun munurinn á veðrátturnni hér og heima?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.5.2012 kl. 14:26
Þetta er alveg raunverulegt Gunnar. Benedikt, ég er hef sænsku meðaltölin ekki við hendina þar sem ég sit við tölvuna - en sennilega má finna þau á vef sænsku veðurstofunnar (smhi.se). Það er hlýrra í Svíþjóð sunnanverðri á sumrin heldur en hér á landi þar vorar fyrr og haustar seinna. Vetur eru stundum kaldari þar heldur en á Íslandi - en það er þó ekki algengt. Sólskinsstundir í Svþjóð eru fleiri heldur en á Íslandi og vindur hægari. Ströndin utan við Gautaborg er þó vindasöm og þó nokkuð oft verður mikið foktjón í Svíþjóð. En ég skal reyna að muna eftir að fletta upp raunverulegum tölum.
Trausti Jónsson, 12.5.2012 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.