Smámunir um loftþrýsting í maí

Stundum er róandi að horfa á langtímaraðir þar sem ekkert virðist hafa breyst. Þannig er með meðalloftþrýsting í maí. Hann sveiflast að vísu fram og aftur á nokkuð breiðu bili - en sveiflurnar líta svipað út nú á tímum og fyrir tæpum 200 árum.

w-blogg030512b

Lárétti ásinn sýnir tímann - frá 1821 til 2011, en sá lóðrétti er meðalloftþrýstingur í maí í hPa. Í pistli á hungurdiskum um þetta leyti í fyrra var minnst á hæstu og lægstu tölurnar á þessu línuriti (hæst 1840 en lægst 1875). Hrakviðri fylgja gjarnan mjög lágum loftþrýstingi í maí - yfirleitt er kuldinn af vestrænum uppruna, en mun betri tíð háum þrýstingi, eins og t.d. 1935 - einum hlýjasta maí allra tíma.

Árstíðasveifla loftþrýstings hér á landi er þannig að hann er að meðaltali hæstur í maí en lægstur í desember og janúar eins og sjá má á stöplaritinu hér að neðan.

w-blogg030512

Að baki árstíðasveiflu þrýstings felst flókið samspil efri og neðri laga lofthjúpsins. Rétt er að bíða með frekari skýringar - eða sleppa þeim alveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Ég hef verið í Gautaborg í Svíþjóð frá því um miðjan febrúar. Mér sýnist veður í Norður - Svíþjóð vera svipað og heima. Þar snjóar enn en hér fór hitinn í 18° í gær og nú er komið íslenskt sumar hér. Gróður tekur vel við sér og japönsku kirsuberjatrén eru farin að fella laufin í súpuna hjá manni. Ef marka má veðurspár er besta veðrið yfirleitt í Smálöndum þar sem Emil bjó í Kattholti. Hvernig stendur á þessum gríðarlega mun á veðurfari í þessu landi?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.5.2012 kl. 19:51

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Benedikt. Lengd Svíþjóðar veldur sjálfsagt mestu um breytileika veðursins þar. Frá okkur séð nær hún nærri því frá Jan Mayen og suður til Skotlands. Auk þess hefur Skandinavíufjallgarðurinn (Kjölurinn) mikil áhrif, stíflar framrás lofts bæði úr austri og vestri frá miðju landi og norðurúr. Vestanátt frá Atlantshafi á greiðan aðgang yfir landið sunnan vert - en síður nyrðra. Eystrasaltið hefur einnig áhrif og sömuleiðis hæð yfir sjávarmáli. Úrkoma er einna mest á belti meðfram vesturströndinni þar sem landið hækkar, en er ívið þurrara í Smálöndunum, en þar mun nokkuð skúrasælt á sumrum - þá er sólríkast við Eystrasaltið - t.d. á Gotlandi.

Trausti Jónsson, 4.5.2012 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 288
  • Sl. sólarhring: 398
  • Sl. viku: 1846
  • Frá upphafi: 2352983

Annað

  • Innlit í dag: 253
  • Innlit sl. viku: 1655
  • Gestir í dag: 239
  • IP-tölur í dag: 235

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband