5.4.2012 | 01:37
Risabóla af hlýju lofti fer hjá (eins og algengt er)
Áður en við leggjum á hið fræðilegra djúp skulum við fyrst líta á veðurkort eins og flestir eru vanir að rýna í. Þetta er spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um þrýsting við sjávarmál, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum kl. 18 síðdegis á fimmtudag 5. apríl (skírdag).
Jafnþrýstilínur eru svartar og heildregnar (með 4 hPa bili). Grænu og bláu litafletirnir sýna 6 klst úrkomumagn (sjá kvarðann) og litaðar strikalínur sýna hita í 850 hPa-fletinum (á gildistíma í 1400 til 1500 metra hæð yfir Íslandi). Frostmarkslínan (0°C - grænstrikuð)) liggur um Ísland frá norðvestri til suðausturs. Skammt suðvestur af landinu er +5°C jafnhitalínan rauðstrikuð.
Rauðu örvarnar fylgja nokkurn veginn hlýjum loftstraumi langt sunnan úr hafi og breiðir hann úr sér á Grænlandshafi. Bláu örvarnar sýna hins vegar ískalt heimskautaloft ryðjast í átt til Noregs - en þar er leiðindahret - því verra eftir því sem norðar dregur. Sjá má að þessi kaldi straumur teygir arma í átt til Íslands en verður lítið ágengt í bili hlýja loftið er svo fast fyrir. Það mun ráða ríkjum hér á landi í að minnsta kosti tvo til þrjá daga.
Eins og fjallað var um á hungurdiskum fyrir nokkrum dögum fer illa um vind úr norðvestri hér á landi (aðallega vegna áhrifa Grænlands). Því er kalda loftið tregt til að yfirgefa svæðið nema vindur snúist í vestur eða suðvestur. Frekar að það sitji eftir og blandist hlýja loftinu sem þar með nær sér síður á strik niður við jörð. Tölvuspár gera því ekki ráð fyrir hitametum á landinu - þótt full efni séu í slíkt - rétt eins og í síðustu viku´- þykktin á að fara upp fyrir 5500 metra.
En leggjum nú frá landi í átt til nördamiða og lítum á tvö spákort til viðbótar frá evrópureiknimiðstöðinni, bæði gilda á sama tíma og grunnkortið hér að ofan, kl.18 á skírdag.
Þaulsetnir lesendur hungurdiska kannast við svipinn á þessu korti - ættingjum þess hefur brugðið fyrir nýlega. Hér má sjá mættishita í veðrahvörfunum í 9 til 12 km hæð. Mættishiti galdrast fram með því að láta loft taka ímyndaða dýfu niður að sjávarmáli (1000 hPa-flötinn). Það gerist aldrei - en við dýfuna hitnar það um 1°C á hverja 100 metra lækkun. Tölurnar eru í Kelvinstigum (K=°C+273). Hæsta talan á kortinu er 400K eða 130°C!
Á kortinu sést sérlega vel hvernig strókur af hlýju lofti gengur sunnan frá Asóreyjum til Grænlands, fellur þar fram yfir sig (til austurs) og býr til risabólu af hlýju lofti. Bólan hreyfist hratt til austurs og síðar suðausturs til Bretlands. Við lendum þá í heldur kaldara lofti sem fylgir á eftir. Græna svæðið sem hér er yfir Labrador fer austur um og yfir okkur, en kalt loft úr norðri stingur sér undir það við Ísland - sé eitthvað að marka spár.
Eitt kort enn. Lesendur eru að venju hvattir til að dást að formunum á því frekar en að brjóta heilann um hvað þetta nákvæmlega er.
Flestir munu sjá sama strókinn sunnan úr hafi mynda risabóluna á Grænlandshafi. Svörtu heildregnu línurnar sýna hæð 200 hPa-flatarins og slagar hann í 12 km í hæðinni í miðju bólunnar. Litafletirnir sýna mættisiðu í fletinum. Við skulum láta það liggja á milli hluta hvað það er. Rauðu örvarnar eiga að sýna hvernig hæðin breiðir úr sér til allra átta. Að hún gerir það sjáum við á dökkrauðum borða sem liggur í kringum mestalla hæðina. Hvaða borði er þetta?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 21
- Sl. sólarhring: 862
- Sl. viku: 3513
- Frá upphafi: 2430560
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 2888
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Er þetta úrkomubakki?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2012 kl. 08:06
Nei, þetta eru brot í veðrahvörfunum - eða alla vega svæði þar sem þau stingast niður - undan ruðningnum í kringum hæðina.
Trausti Jónsson, 6.4.2012 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.