22.3.2012 | 01:07
Verður lítill og ljótur blettur hlýindaspillir?
Undanfarna daga hefur legið í loftinu að hingað berist hlýindi langt úr suðri. Spár hafa að vísu verið nokkuð flöktandi varðandi fjölda hlýindaskota og umfang þeirra. Þær voru hvað bjartsýnastar fyrir okkar hönd í gær. En nú hefur ský dregið fyrir sólu - svo virðist sem lítill og ljótur blettur á veðurkortinu eigi að stórslasa eitt hlýindaskotanna.
Örsökina má sjá á háloftaspákorti evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 á morgun - fimmtudag 22. mars.
Lesendur hungurdiska ættu að vera farnir að kannast við kortið. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar og heildregnar - einingin er dekametrar (1 dam=10 metrar). Kortið er því vísir á vinda í 500 hPa - því þéttari sem línurnar eru því meiri er vindurinn - sem blæs að jafnaði meðfram línunum. Jafnþykktarlínur eru rauðar og strikaðar - mælieiningin er líka dekametrar. Þykktin mælir meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið.
Meðalþykkt um þetta leyti árs er um 5280 metrar hér á landi. Segja má að allt ofan við 5400 séu hlýindi og fari þykktin upp í 5500 metra á þessum tíma árs má búast við hitametum - séu aðstæður til blöndunar og niðurstreymis góðar.
Rauða örin á kortinu markar framrás hlýlofts úr suðri í átt til landsins, örin sker 5460 metra línuna á leið sinni norður. Það þýðir að hlýja loftið á þar framrás til landsins, en þykktin yfir því er kortinu á bilinu 5350 til 5390 metrar - talsvert ofan við meðallag. Þannig verður það á morgun, fimmtudag.
Næstu daga er spáð nokkrum þykktartoppum - þeim fyrsta á föstudagskvöld eða aðfaranótt laugardags. Þykktin á þá að fara í um 5450 metra. - Færi hærra ef ekki væri fyrir illa aðkomu lítils bletts sem er þegar kortið gildir staddur yfir Biskæjaflóa og fer hraðbyri til norðurs eins og bláa örin sýnir. Þessi blettur kom mjög vel fram í spám í gær en átti þá að sigla norður með Bretlandi en síðan til austurs - ekkert nærri Íslandi.
En auðvitað siglir hann beint hingað í spánum í dag, með miðjuþykkt um 5320 metra - algjört flopp yfir Austurlandi á laugardaginn einmitt þegar hlýindin áttu að vera í hámarki.
En - eins og venjulega - er þetta bara spá og spár bregðast sérlega oft þegar um fyrirbrigði eins og þennan litla kuldapoll er að ræða. Við getum því enn vonað hið besta og allir muna að hungurdiskar eru ekki spáblogg. Við ræðum opinskátt um veður og spár með nördahalla.
En fyrir sérlega áhugasama er gaman að líta betur á blettinn (fatastærð hans) - aðrir ættu að láta sig hverfa því textinn hér að neðan er hættulegur - ekki geðheilsunni - en einhverju svoleiðis.
Myndin er sú sama og áður - nema að við þysjum inn á lítið svæði í kringum blettinn. Rauða örin bendir á 5340 metra jafnþykktarlínuna, bletturinn á tvær jafnþykktarlínur alveg fyrir sig. Hann á líka tvær jafnhæðarlínur sú innri rétt sést og sýnir 5460 metra. Þetta þýðir að þrýstingur við sjávarmál veit lítið af tilveru blettsins. Hann sést varla á venjulegu veðurkorti - nema hvað úrkomuklessa fylgir. Væri bara skemmtilegt í öllu öðru samhengi heldur en nú blasir við.
Litaðir fletir sýna svokallaða iðu. Fyrir þá sem eru tæknilega sinnaðir má geta þess að þetta er sérstakt nafn sem gefið er hverfiþunga lofts á flatareiningu - það er helst að vélamenn átti sig á þessu. Aðrir eru auðvitað beðnir velvirðingar á þeirri áráttu hungurdiska að subba útþynntum fræðum inn á borð blogglesenda.
Við getum talið fimm mismunandi bleikgráa liti í kringum miðjuna á blettinum. Mælieining iðunnar (eins og hún er sett fram á kortinu) er sekúnda í mínus fyrsta veldi, það sem venjulega er kallað Hz eða rið. Snúningshreyfingar í lofti taka langan tíma - tölugildi tíðninnar er því mjög lágt, á efra kortinu er kvarði til hægri og þar standa tölur á bilinu frá 0 og upp í 60 en 10 í mínus 5. veldi fylgja. Þeir sem slyngir eru í hugarreikningi sjá að hér er um margra klukkustunda snúningstíma að ræða. Einingin á kortinu, míkrórið, er aldrei notuð í veðurfræði - aðeins sett hér ritstjóranum til gamans - hún hljómar svo miklu betur heldur en 50 sinnum tíu í mínus fimmta sekúndur í mínus fyrsta.
En hvað segir þetta? Hér skal upplýst að loft verður að fórna iðu til að hafa það norður á bóginn. Snúningur jarðar sér um það. Iðubirgðir þurfa því að vera góðar og hér nægir iðan vel í ferðina norður til Íslands og meir en það - en vonandi er að tölvan hafi hér misreiknað sig.
En hlýindi liggja samt í loftinu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 71
- Sl. sólarhring: 327
- Sl. viku: 2838
- Frá upphafi: 2427390
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 2541
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
yr.no spáði í gær og fyrradag 12 gráður max á landinu á mánudag. Hæsta hitatalan hjá þeim í þessu hlýindaskoti. Þeir eru asskoti spámannlega vaxnir.... þarna í Noregi
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.3.2012 kl. 03:12
Maður iðar nú alveg í skinninu að sjá hvað verður úr þessu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.3.2012 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.