9.3.2012 | 01:07
Snyrtilegur éljagangur
Eftir ađ snjókomubakki hrađfara lćgđar fór hjá í morgun (fimmtudag) hefur síđdegis og í kvöld veriđ snyrtilegur éljagangur um allt suđvestan- og vestanvert landiđ, dćmigerđur útsynningur. Mikla éljaklakka ber viđ himin og dimm él ganga yfir jafnvel međ skafrenningi og slćmu skyggni. Ađ deginum er sólskiniđ á milli élja enn bjartara heldur en venjulega ţegar ţađ endurkastast af skýjunum og af snjóföli á jörđ. Á nóttum lúrir hálkan á götum og vegum, sérlega varasöm fyrir ţá sök ađ sólin hefur nú loksins fengiđ ţann mátt ađ brćđa snjó af svörtu malbiki og jafnvel sumum gangstéttum ţegar hiti er nćrri frostmarki.
Viđ lítum nú á mynd úr veđursjá Veđurstofunnar á Miđnesheiđi á miđnćtti (ađfaranótt föstudags 9. mars).
Mér er reyndar alltaf um og ó ađ skrifa um ratsjármyndir - ţekkingin á ţeim er nefnilega ekki upp á marga fiska á hungurdiskum. En lituđu flekkirnir sýna úrkomu og ský. Best sér veđursjáin hálfbráđinn snjó (slyddu) en einnig sjást dropar og snjóflyksur. Ţessar úrkomutegundir eru ţó mishávćrar og reiknikúnstir ţarf til ađ ná út raunverulegri úrkomuákefđ. Ţađ reynir hugbúnađur veđursjárinnar ađ gera og stingur sjálfvirkt upp á ágiskuđum magntölum. Ţađ eru ţó ekki ţćr sem sjást á ţessari mynd - heldur styrkur endurkastsins.
Úrkoma mun mest í örsmáum rauđum blettum og einnig allmikil í gulu og jafnvel grćnu. Éljabakkarnir eru mjög óreglulega dreifđir en ef mađur horfir nógu lengi á myndarađir virđist manni einna helst ađ ţeir rađi sér ađeins i línur samsíđa vindáttinni. Ekki er ţađ ţó víst í ţessu tilviki.
Ţađ ađ dreifingin er svona óskaplega óregluleg bendir e.t.v. til ţess ađ vel sé hrćrt í grautnum - enda er loftiđ afskaplega óstöđugt. Á miđnćtti voru veđrahvörfin í 400 hPa-fletinum yfir Keflavík (um 7 km hćđ) og höfđu um hádegi fariđ niđur í 5 kílómetra, loftiđ er afskaplega vel blandađ upp í ţá hćđ. Vindátt er mjög svipuđ frá jörđ og upp fyrir veđrahvörf. Í ţeim er nú -47 stiga frost.
Á veđursjármyndunum (sjá vef Veđurstofunnar) er hćgt ađ fylgjast međ hreyfingu hverrar éljaeiningar fyrir sig. Sé ţađ gert kemur í ljós ađ hver ţeirra lifir fáeinar 15-mínútur (bil milli mynda) en ţćr breyta sífellt um lögun. Klakkarnir eru samsettir úr nokkrum uppstreymiseiningum hver sem taka viđ völdum hver á fćtur annarri - verđa misöflugar og deyja svo. Ekki er víst ađ hrađi klakkanna sé sá sami og vindhrađinn heldur er líklegt ađ ţćr éti sig í gegnum vindinn - búandi til sína eigin afstćđu hringrás. Inn - upp - út.
Í svona veđurlagi er algengt ađ klakkaský festist á fjöllum. Ţegar óstöđugt loft rekst á fjall rís ţađ ósjálfrátt og myndar (misöflugt) ský sem dćlir upp hverri uppstreymiseiningunni á fćtur annarri. Ţegar ţetta bćtist viđ ţađ ađ vindur er oftast meiri á fjöllum heldur en í byggđ getur veriđ nokkuđ samfelldur skafrenningur á fjallvegum í éljagangi. Ţetta hafa margir reynt.
En lítum líka á eitt spákort. Ţađ gildir reyndar klukkan 6 á föstudagsmorgni.
Jafnţrýstilínur eru heildregnar og og svartar. Innsti hringurinn í lćgđinni er 972 hPa. Lćgđin er ađ grynnast en beinir enn til okkar suđvestanátt - sem síđar snýst meira í hávestur (sé ađ marka spár). Lituđu fletirnir sýna mćttishita í 850 hPa-fletinum - en mćttishita má líka kalla ţrýstileiđréttan hita ţví ţetta er sá hiti sem loftiđ fengi ef ţađ vćri dregiđ niđur ađ 1000 hPa. (Ţađ verđur ađ taka fram ađ ţrýstileiđréttur hiti er ekki heppilegt nafn - ţótt ţađ sé notađ hér til skýringar).
Daufar punktalínur sýna hita í 850 hPa - punktalínan sem liggur inn á Ísland sýnir -10 stig. En ef viđ berum litina saman viđ kvarđann kemur í ljós ađ mćttihitinn yfir landinu vestanverđu er um 3°C. Ćtli ţađ verđi ekki nálćgt hitanum yfir hádaginn á morgun (föstudag)?
Ţađ má benda á ađ hćgt er ađ fá neđri myndina ađeins betri međ ţví ađ fara inn í hana - smella ţar til hún kemur inn ein og sér - og síđan smella aftur og ţá á hún ađ birtast í ađeins skárri upplausn. En ţetta vita sjálfsagt allir lesendur. Ratsjármyndin er hins vegar harla léleg.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 71
- Sl. sólarhring: 327
- Sl. viku: 2838
- Frá upphafi: 2427390
Annađ
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 2541
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.