Verstu marsveðrin?

Hungurdiskar eru mikið fyrir alls konar lista. Lítum nú á tilraun til að finna hver eru verstu veður sem gert hefur í marsmánuði síðustu hundrað árin. Þessi listagerð er dálítið vandræðaleg vegna þess að niðurstaðan fer talsvert eftir aðferðinni sem notuð er. Auk þess er erfitt að bera beint saman veður fyrstu áratuganna og þeirra síðari. Listarnir verða því fleiri en einn og aðeins efstu sætin nefnd.

Í þeim fyrsta er raðað eftir hlutfalli stöðva (af öllum stöðvum) sem tilkynntu um meiri en 20 m/s vind ákveðinn sólarhring, mælt er í prósentum stöðva. Listinn tekur til áranna 1949 til 2011. Fimm efstu sætin eru:

 ármándagurhlutfall
119693569
2195332866
3199531665
419923861
199531755
519763352

Á toppnum er Akureyrarveðrið svonefnda, gríðarlegt vestanveður sem olli miklu tjóni. Á eftir því fylgdi jökulkuldi. Veðrið í lok mars 1953 var af norðri og hluti af óvenjulega hörðu norðanáhlaupi sem stóð í um vikutíma með fleiri en einni lægð. Mikil snjóflóð urðu í þessum veðrum. Veðrið 1995 var líka mjög óvenjulegt - þá gerði einhvern versta hríðarbyl sem vitað er um á norðanverðu Vesturlandi. Mikið var um snjóflóð - mest austanlands. Þetta  veður náði líka deginum eftir inn á listann - við höfum hann ónúmeraðan. Miklir skaðar einnig í veðrinu 1992 - en þá var áttin af suðri. Veðrið 1976 var hluti af óvenjulegri illviðrasyrpu sem stóð með litlum hléum allan febrúar og mestallan mars.

Annar listi tekur til sömu ára en hér er frekar mælt úthald veðranna. Reiknað er hlutfall veðurathugana með meiri vindhraða en 20 m/s af öllum athugunum sólarhringsins. Skammvinn veður komast síður á þennan lista.

röðármándagur
11953328
21995316
3200134
41970324
51958315

Hér er norðanveðrið 1953 á toppnum. Það er einmitt einkenni norðan- og norðaustanveðra að þau standa lengur en sunnan- og vestanveðrin. Bylurinn mikli 1995 er í öðru sæti, en veðrið 4. mars 2001 skýst í það þriðja. Það var líka norðaustanhríðarbylur - þá féll lítið snjóflóð á Blönduósi, börn lentu í flóðinu en var bjargað. Veðrið í mars 1970 var úr vestri og stóð þegar allt er talið í eina þrjá daga. Miklir skaðar urðu austanlands. Veðrið 1958 var af austri - og er eitt það versta sem gert hefur á suðurlandsundirlendi - og var sérlega hart í Rangárvallasýslu.

Toppfimm listinn 1912 til 1948 er svona:

röðármándagur
1193835
2192133
31916324
1916325
41943316
51913313

Meðan veðrin á fyrri lista eru mörgum enn minnisstæð er trúlega farið að fenna yfir veðrin á þessum lista. Vera má að einhverjir muni enn eftir veðrinu sem er efst á listanum. Það var af vestri og er frægast fyrir það að hafa jafnað flest hús í Húsavík eystra (norðan Loðmundarfjarðar) við jörðu. Gríðarlegt tjón varð víða um sunnan- og austanvert landið. Skaðalisti er hér að neðan.

Helsta tjón í veðrinu aðfaranótt 5. mars 1938 en þá gerði aftakaveður af vestri á landinu:

Mörg erlend fiskiskip löskuðust. Timburhús í Kleppsholti í Reykjavík fauk af grunni og mölbrotnaði, íbúana sakaði lítið, þök tók af nokkrum húsum, bílskúr eyðilagðist. Talið er að meir en 20 önnur hús í Reykjavík hafi orðið fyrir teljandi fokskemmdum. Fjárhússamstæða fauk á Reynisvatni í Mosfellssveit, þak rauf á Korpúlfsstöðum. Járnplötu- og reykháfafok varð á húsum í Grindavík, Sandgerði, Keflavík og á Akranesi, tjón varð í höfninni í Sandgerði og þar fauk heyhlaða og önnur brotnaði. Margir vélbátar skemmdust í Vestmannaeyjahöfn.

Á Húsavík í Borgarfirði eystra jöfnuðust flest hús við jörðu og þrír menn slösuðust, barnaskólahús laskaðist á Borgarfirði og þar skemmdust mjörg hús illa og skekktust á grunnum, auk rúðubrota og járnplötufoks. Mikið tjón varð í Seyðisfirði, þak tók af tveimur hlöðum og á Vestdalseyri fauk stórt fiskipakkhús, íbúðarhúsið á Dalatanga skekktist og rúður brotnuðu, þar fauk og þak af hlöðu, járnplötur fuku og gluggar brotnuðu í kaupstaðnum.

Tjón varð á flestum húsum í Eskifjarðarkaupstað, minniháttar á flestum, en fáein skemmdust verulega, þak tók af kolaskemmu og rafmagns- og símalínur í bænum rústuðust. Tjón varð einnig mikið á nágrannabæjum og nokkuð foktjón varð á Búðareyri. Járn tók af húsum í Neskaupstað, bryggjur og bátar löskuðust. Þak fauk af húsi á Sauðárkróki. Þak síldarverksmiðjunnar á Raufarhöfn skaddaðist og tjón varð á bæjum á Melrakkasléttu. Þakhluti fauk á Skálum á Langanesi og gafl féll á húsi, járnplötur fuku af prestsetrinu á Sauðanesi og sláturhús fauk á Bakkafirði og þar í grennd sködduðust útihús á nokkrum bæjum. Tjón varð á útihúsum á nokkrum bæjum í Miðfirði. Járnplötur fuku á nokkrum bæjum í Hornafirði. Heyskaðar og miklar símabilanir urðu víða og bryggjur brotnuðu á Fáskrúðsfirði og í Norðfirði. Á Fáskrúðsfirði tók þök alveg af tveimur íbúðarhúsum og fleiri hús þar og í nágrannabyggðum urðu fyrir skemmdum. Þak fauk af húsi á Jökuldal og talsverðar skemmdir urðu á Eiðum. Miklar bilanir á raflínum á Akureyri.

Tjón varð að á minnsta kosti 30 stöðum í Árnessýslu, tjón varð á fjölmörgum bæjum í Rangárvallasýslu vestanverðri austur í Fljótshlíð, fjórar hlöður fuku í Landssveit og tjón varð á fleiri húsum á nokkrum bæjum. Refabú fauk á Arnarbæli í Ölfusi.Miklar skemmdir urðu í Flóa og á Skeiðum, þar fuku þök af útihúsum á nokkrum bæjum, plötur fuku á nokkrum bæjum í Mosfellssveit.Í Vopnafirði fuku 7 hlöður og nokkuð foktjón varð í kauptúninu. Þak fauk af barnaskólanum á Eyrarbakka og veiðarfærahjallur fauk. Heyhlaða fauk á Flögu í Skaftártungu og þak af fjárhúsi á Fossi á Siðu, minniháttar tjón varð í Landbroti. Miklar símabilanir urðu, fjara var suðvestanlands þegar veðrið var sem verst.

Hvert þessara veðra var svo verst - koma e.t.v. fleiri til greina?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fróðlegur listi atarna. Það sem kemur mér allavega á óvart er að veðrið mikla, sem hófst aðfararnótt 16.1. 1995 og lauk í raun ekki fyrr en 11. eða 12. febrúar, skuli ekki komast inn á þessa lista. En líklega hefur meðaltals vindhraðinn ekki verið nægjanlegur. Spurningin er þá kannski um úrkomumagnið frekar? Svo rámar mig í fellibylji í september 1973 að mig minnir og annan í febrúar einhverjum árum seinna, sem koma þarna ekki inn.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 07:19

2 identicon

Þú misskilur þetta Þorkell, hér er verið að fjalla um óveður í marsmánuði

Gunnar (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 10:17

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Verstu Mars veðrin er fyrirsögnin Gunnar.

Eyjólfur G Svavarsson, 4.3.2012 kl. 14:58

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ritstjóri Hungurdiska er listamaður!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.3.2012 kl. 21:34

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Réttilega er bent á að þessi listabrot eiga aðeins við marsmánuð. Allar flokkanir af þessu tagi hafa sína miklu veikleika - þær mæla alls ekki allar gerðir illviðra jafn vel. Veðrin í janúar 1995 komast t.d. ekki á toppfimm fyrir janúar. Ég hef þó nánast aldrei séð jafnþéttar þrýstilínur yfir Íslandi og þann 16. janúar 1995.  

Trausti Jónsson, 5.3.2012 kl. 01:25

6 identicon

Afsakið, sé það auðvitað núna hvað þetta var vitlaust komment.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 71
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 2838
  • Frá upphafi: 2427390

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2541
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband