Hlýjustu mánuðir (reiknikúnstir fyrir nördin)

Þegar fjallað er um hlýjustu mánuði er oftast um að ræða samanburð innan hvers almanaksmánaðar fyrir sig. Þannig er hægt að búa til lista yfir hlýjustu febrúarmánuðina á hinum aðskiljanlegu veðurstöðvum auk þess sem hægt er að búa til lands- og landshlutameðaltöl mánaða og lista yfir þau. Fyrir venjuleg fólk er þetta auðvitað heldur smámunasöm iðja - en við veðurnördin fylgjumst með af athygli - rétt eins og áhugamenn um hjónabandserjur poppgoða smjatta á hinum smæstu fréttum af þeim. En hvers vegna mega veðurnörd ekki líka smjatta fyrir framan alþjóð? Og við gerum það í dag.

Reiknum út hverjir eru hlýjustu mánuðir allra tíma á landinu öllu og í tveimur landshlutum (fleiri eru til) - nú á þann hátt að hinir ólíku mánuðir eru bornir saman á ímynduðum jafnréttisgrundvelli staðalvika. Strangt tekið er það réttlæti ekki algjört - en er eitthvað réttlæti til yfirleitt?

Fyrsta listabrotið nær yfir landið allt - gerð hans er reyndar nokkuð vafasöm - hann nær yfir lengra tímabil en skynsamlegt er við að eiga. Þegar ámóta listi verður næst birtur (hver veit hvenær það verður) má búast við annarri niðurstöðu - en látum slag standa: Sex hlýjustu mánuðir landsins alls - allt frá 1823 eru:

 ármánmhitistaðalvik
11824611,303,11
21941910,572,89
31939910,442,79
41996910,232,63
5193223,952,58
62003812,202,55

Við útreikning staðalvika hvers almanaksmánaðar var notast við allt tímabilið 1823 til 2011. Alvöru veðurnörd sjá auðvitað að það er grunsamlegt að þarna eru þrír septembermánuðir - eitthvað einkennilegt það. Efstur er júní 1824 - er hann frægur fyrir eitthvað? Við leyfum honum samt að sitja þarna. Aðrir mánuðir eru allir frægir fyrir einstök hlýindi.

Suðvesturlandsröðin er „normuð“ með tuttugustualdargildum eingöngu - en nær samt aftur til 1866. Hér eru sex hlýjustu mánuðirnir:

 ármánmhitistaðalvik
12003812,742,89
2193224,912,65
3192935,952,56
41945115,852,55
51880812,432,49
61939911,092,47

Hér kunna veðurnörd vel við sig - allt saman gamlir og góðir kunningjar. En ágúst 2003 í sigursætinu og annar frægur ágústmánuður í 5. sæti - 1880. Febrúar 1932 er auðvitað mættur á svæðið.

Og norðausturland:

 ármánmhitistaðalvik
1193223,172,67
2197445,242,58
31941910,192,52
41946106,602,52
51996910,172,51
6192934,062,45

Toppurinn er febrúar 1932 - apríl 1974 vekur auðvitað góðar minningar og þarna er september 1941 í stað sama mánaðar 1939 á Suðvesturlandi. Mars 1929 er á báðum listum.

Hægt er að upplýsa að mars 1929 er efstur á lista yfir hlýjustu mánuði um landið norðvestanvert en sá listi nær aðeins rétt aftur fyrir aldamótin 1900. Febrúar 1932 er í öðru sæti. Á Suðausturlandi er ágúst 2003 hlýjastur en september 1941 í öðru sæti.

Lokum nú metabókinni að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 3753
  • Frá upphafi: 2428584

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 3353
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband