Mesta furđa - ađ veđriđ skuli ekki vera verra

Í dag (mánudag) var fagurt veđur víđa á landinu - á milli lćgđa. Ţótt skammvinnt skak eigi ađ fylgja lćgđ morgundagsins (ţriđjudags) er hún heldur aumingjaleg miđađ viđ árstíma - rétt eins og sú sem fór hjá á sunnudag. Viđ lítum nú á ţessa slöppu stöđu og hvađ ţađ er helst sem ógnar henni.

w-blogg210212a

Kortiđ er frá evrópureiknimiđstöđinni og sýnir hćđ 500 hPa-flatarins um hádegi á miđvikudag (22. febrúar). Höfin eru blá, löndin ljósbrún. Ísland er neđan viđ miđja mynd. Bláu og rauđu línurnar sýna hćđ 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Ţví ţéttari sem línurnar eru ţví meiri er vindurinn milli ţeirra. Ţykka, rauđa línan markar 5460 metra hćđ, en ţynnri rauđar línur eru viđ 5820 metra og 5100 metra hćđ. Almennt má segja ađ ţví lćgri sem flöturinn er ţví kaldara er veđrahvolfiđ.

Hér er búiđ ađ krota međ ljótum örvum ofan í (fagurt?) kort reiknimiđstöđvarinnar. Ein örin virđist byrja yfir Norđur-Afríku og liggur síđan austur um til Kóreu. Hún birtist síđan aftur viđ vesturströnd Kanada heldur ţađan áfram ţvert um Norđur-Ameríku, út á Atlantshaf og norđaustur til Skotlands og Finnlands. Örin á ađ sýna nokkurn veginn hvar heimskautaröstin mikla á ađ halda sig ţegar kortiđ gildir. Reyndar má sjá ađ röstin (ţéttu jafnhćđarlínurnar) sveiflast í raun norđur og suđur fyrir ţá rás sem örin er sett í, m.a má sjá flatan hrygg suđvestan Íslands. Međ góđum vilja mćtti halda áfram austur um Rússland og Síberíu (punktalínan).

Kuldapollurinn mikli yfir Túnis er mjög öflugur og veldur afleitu veđri á ţeim slóđum. Ţađ er ekki svo óvenjulegt ađ röstin hringist meira en einn hring og lendi ţannig úr fasa viđ sjálfa sig eins og hér má sjá.

En vel vel er ađ gáđ má sjá annan hring (gulbrúnan) hringa sig um snarpan kuldapoll undan Norđvesturgrćnlandi og má greina nokkrar bylgjur (eđa smálćgđir) á „braut“ utan um pollinn. Hann er hins vegar nánast kyrrstćđur. Síđustu dagana hafa hvorki bylgjurnar í norđlćga hringnum né kuldapollurinn sjálfur komiđ nćrri meginröstinni (grćnu línunni) og bylgjum hennar. Á milli ţessara hringja er einskonar hlutlaust svćđi - og ţótt hvasst hafi veriđ sunnan viđ sumar ţeirra lćgđa sem hér hafa fariđ hjá hefur ţađ hvassviđri ekki náđ hingađ né hvassviđri sem nyrđri hringurinn hefur magnađ.

Ţađ er helst á fimmtudaginn ađ ţessi tvö kerfi geti náđ saman - rétt sem snöggvast, en reiknimiđstöđvar greinir ţó á um ţađ. Viđ skulum líta ađeins nánar á miđvikudaginn og horfa á kort hirlam-líkansins á sama tíma og kortiđ ađ ofan. Lítill munur er á ţessum tveimur kortum - en á neđra kortinu fáum viđ ađ sjá ţykktina líka.

w-blogg210212b

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar og heildregnar, en jafnţykktarlínur eru rauđar og strikađar. Hér sést betur hvernig bil er á milli meginrastarinnar og ţeirrar minni (og lćgri) rastar sem fylgir hringnum í kringum kuldapollinn. Á kortiđ hefur veriđ settur inn ferhyrningur og má greinilega sjá ađ inni í honum eru jafnţykktarlínurnar ekki nćrri ţví eins ţéttar og til sitt hvorrar hliđar. Svo getur fariđ ađ kerfin tvö missi hvort af öđru. Verđi svo gerist lítiđ međ lćgđina sem hér á ađ koma á fimmtudaginn, en nái kerfin saman er ansi mikiđ illviđrisfóđur á ferđinni.

Evrópureiknimiđstöđin segir á ţessari stundu (um miđnćtti á mánudagskvöld) ađ stefnumótiđ verđi frekar meinlaust. Miđjur kerfanna virđast alla vega ekki eiga ađ ná saman. Ameríska reiknimiđstöđin gerir heldur meira úr. 

En ţađ er samt furđa ađ ţrjár til fimm lćgđir skuli nćr tíđindalaust fara framhjá landinu í hverri viku í febrúar - illskeyttasta lćgđamánuđi ársins. Stendur slíkt ástand lengi?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kćrar ţakkir fyrir ţetta, Trausti! Stórfróđlegt ađ sjá hvernig stórkerfiđ stýrir smákerfunum.

Ţorsteinn Vilhjálmsson (IP-tala skráđ) 21.2.2012 kl. 08:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband