2.2.2012 | 01:10
Órólegar spár
Fyrirsögnin hefur eiginlega tvöfalda merkingu. Annars vegar er spáð órólegu veðri næstu daga - en hins vegar eru tölvuspárnar mjög órólegar sem slíkar, þær breytast ört frá einum reiknitíma til annars. Í augnablikinu segir evrópureíknimiðstöðin að fimm lægðakerfi muni renna hjá næstu sjö daga en bandaríska veðurstofan segir kerfin muni verða sex á þessum sama tíma. Þetta gæti allt breyst á næsta reiknitíma - þannig að ekki er nokkur leið fyrir hungurdiska að fylgja því eftir.
Spárnar eru þó að mestu leyti sammála um morgundaginn (fimmtudag 2. febrúar), suðaustanslagviðrisrigningu á Suður- og Vesturlandi stóran hluta dagsins. En spár um smáatriði þess má finna á vef Veðurstofunnar og jafnvel víðar. Rétt er fyrir þá sem fara um fjallvegi eða langar leiðir að líta á alvöruspár.
En við horfum hins vegar á tvö óvenjuleg veðurkort - aðallega í uppeldisskyni. Kortin gilda bæði kl. 18 fimmtudaginn 2. febrúar og eru úr faðmi evrópureiknimiðstöðvarinnar (ecmwf). Viðkvæmir lesendur eru varaðir við textanum hér á eftir - hann er ansi tyrfinn.
Hér er eitt atriði kunnuglegt öllum kortalæsum. Svörtu heildregnu línurnar sýna loftþrýsting við sjávarmál, dregin er fjórða hver jafnþrýstilína og sýnir innsti hringurinn við lægðarmiðjuna 980 hPa þrýsting. Ekki svo djúp lægð, en þrýstilínur eru þéttar yfir vestanverðu Íslandi. Þar er því hvass vindur, í nokkurri hæð fylgir vindur þrýstilínunum í stórum dráttum (með hærri þrýsting á hægri hönd snúi menn baki í vindinn). Við jörð veldur núningur því að vindurinn blæs heldur í átt að lægri þrýstingi. Þrýstivindur er af suðsuðaustri í strengnum en er af suðaustri eða austsuðaustri við jörð. Landslag flækir málið svo enn frekar.
Þetta er allt kunnuglegt. Sé rýnt í kortið má sjá daufar punktalínur. Þær sýna hita í 850 hPa-fletinum og er á kortinu ekki gert hátt undir höfði, dregnar með 5°C millibili. Einni er þó látin vera áberandi, breiðari fjólublá punktalína sem sýnir -5°C.
En það eru skærir litaðir fletir sem mest ber á og kvarðinn til hægri lýsir. Þetta er mættishiti í 850 hPa-fletinum. Hvað er mættishiti? Við gætum kallað hann þrýstileiðréttan hita, það er sá hiti sem loftið fengi væri það togað niður í 1000 hPa þrýsting. Nú hlýnar loft sem togað er niður um 1°C á hverjum 100 metrum sem hæðin lækkar.
Það sést nú ekkert allt of vel á þessu afriti myndarinnar að rauði liturinn yfir landinu sýnir að mættishiti er þar meiri en +10°C. Við Vestfirði má greina staðbundið hámark þar sem 11,1 stig er merkt með tölustöfum. Svo illa vill til að hitt staðbundna hámarkið yfir landinu lendir ofan í þrýstitölu og sést því illa, en lesendur verða að trúa því að þar stendur talan 14,2 stig.
Loftið sem er í 850 hPa hæð (um 1440 metrum yfir Norðausturlandi) yrði sem sagt 14 stiga hlýtt ef það næðist niður í 1000 hPa. Þrýstingur við sjávarmál er þarna um 1016 hPa - það þýðir að 1000 hPa þrýsting er að finna í um 130 metra hæð, til sjávarmáls er því um eitt stig til viðbótar.
Ef við nú næðum lofti niður úr 850 hPa á litlu svæði - yrði það óhjákvæmilega hlýrra en loftið umhverfis (sem ekki er komið beint að ofan) og lyftist því strax aftur. Ef það flæðir niður þar sem snævi þakin háslétta er undir kælir snjóbráðnun loftið og hlýindanna nýtur síður. Á þessum árstíma eru líkur á því að sé loftinu dælt niður norðan Vatnajökuls kólni það á leið til byggða. Mestar líkur á hlýviðri að ofan eru því við brött fjöll þar sem niðurstreymi getur átt sér stað - eða þá að hlýja loftið geti að minnsta kosti blandast niður á við. Þetta er á þessum árstíma helst við utanverðan Tröllaskaga, í Vopnafirði og austur á fjörðum (sjálfsagt einnig norður í Fjörðum - en þar er engin veðurstöð).
Kort sem þetta eru stundum notuð til að giska á hæsta hámarkshita þar sem skilyrði til niðurstreymis geta verið til staðar. Stigin 14 gætu þá verið ágiskun um hámarkshita norðaustanlands síðdegis á fimmtudag. En vel að merkja - þykktin á ekki að fara í meir en um 5360 metra og það dugir varla í 14 stig.
En fróðleiksfúsir lesendur eru ekki alveg sloppnir því við lítum líka á kort sem sýnir svokallaðan jafngildismættishita. Þetta er ekki sérlega aðlaðandi orð - verður þó að duga þar til betra sýnir sig. Jafngildismættishiti er sá sem verður til þegar að loftið er togað niður til 1000 hPa en þar að auki er dulvarminn sem í því þýr leystur úr læðingi. Vatnsgufa ber í sér mikla orku sem losnar þegar hún þéttist. En lítum á kortið.
Þetta er sama kort og að ofan, jafnþrýstilínur við sjávarmál og jafnhitalínur í 850 eru þær sömu og áður, þar með talin fjólubláa punktalínan. Litafletirnir sýna hins vegar umræddan jafngildismættishita (æ). Til að koma í veg fyrir rugling við mættishitann hefur hér verið valið að nota Kelvinstiga í stað hins hefðbundna frá Andrési Celcíus. Þar eru 273K = 0°C (eða nærri því). Hæsta talan 298,2K er vestur af landinu er því = 25°C.
Nú er það svo að talsvert af dulvarmanum losnar, bæði við lóðréttar hreyfingar í lægðakerfinu sjálfu sem og í uppstreymi áveðurs við fjöll. En mestallt loftið sem hlýnar (eitthvað blandast) lyftist. Það er óhætt að upplýsa að mjög stór hluti vatnsgufunnar að sunnan þéttist um síðir - og fellur út sem úrkoma en það loft sem hlýnar kemst ekki niður - síður en svo - heldur leitar það upp. Hluti rigningarinnar sem fellur niður úr þéttingarhæðinni kælir hins vegar það loft sem hún fellur niður í (gufar upp og það kostar varma).
Þetta kerfi fer fljótt hjá og næsta lægð komin að landinu með sinn háa mættishita og raka rúmum sólarhring síðar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:12 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 189
- Sl. sólarhring: 189
- Sl. viku: 1061
- Frá upphafi: 2463695
Annað
- Innlit í dag: 143
- Innlit sl. viku: 903
- Gestir í dag: 124
- IP-tölur í dag: 122
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.