Kuldapollar langt úr austri

Við skulum í flýti lita á kuldapollana austrænu sem hungurdiskar minntust á í gær. Framtíð þeirra er enn óviss og því er e.t.v. til lítils gefa þeim rúm.

Við horfum á hluta af kunnuglegu norðurhvelskorti evrópureiknimiðstöðvarinnar. Það sýnir að vanda hæð 500 hPa-flatarins eins og hún reiknast verða um hádegi á mánudag (30. janúar).

w-blogg290112

Breiða rauða línan sýnir 546 dekametra (eða 5460 metra). Þetta er ekki lág tala um miðjan vetur. En undir er samt mjög kalt loft - sérstaklega í kuldapollunum kröppu sem sjá má á kortinu í halarófu frá Síberíu vestur til Svartahafs. Minni pollar eru alveg vestast í Evrópu - þar er þó ekki nærri því eins kalt eins og austar - en samt venju fremur kalt svo vestarlega. Þykktin undir kuldapollinum sem er yfir Norður-Frakklandi er hér um 5220 þar sem lægst er. Reynsla sýnir að það veldur þar vandræðum Þykktin yfir Alsír er alveg niðri í 5280 metrum sem þýðir að það snjóar langt niður í dali í Atlasfjöllum.

Sjónvarpsfréttir sögðu okkur frá snjó í Tyrklandi og vandræðum í Rúmeníu. Þeir kuldar eru í tengslum við Svartahafspollinn sem núna (á aðfaranótt sunnudags) hefur þó varla náð til þessara landa.  

En norðan við kuldapollakeðjuna er austanátt sem smám saman flytur kaldara og kaldara loft úr austri í átt að Vestur-Evrópu. Þetta tekur nokkra daga. Telja má nokkuð víst að staðan sem sýnd er á kortinu komi upp í raun og veru. Það er framhaldið sem er óvíst - en ég held að veðurfræðingar Evrópu séu órólegir yfir þessu.

Hér halda umhleypingar áfram - vonandi lætur ísinn þó undan síga. Snjókoma er minna mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband