Hlákan - enn einn spillblotinn eđa eru breytingar í vćndum?

Ţegar ţetta er skrifađ (seint á föstudagskvöldi 27. janúar) virđist mikill bloti vera í uppsiglingu (er reyndar ţegar hafinn). Hann virđist í fljótu bragđi ekki vera miklu öflugri eđa langvinnari heldur en helstu fyrirrennarar hans ađ undanförnu. Meiri ţó en ţeir minni (gáfulega sagt eđa hitt ţó heldur). Alla vega er ţykktinni spáđ fljótt niđur aftur - í 5220 metra strax á sunnudagskvöld.

En viđ lítum til málamynda á 500 hPa- og ţykktarstöđuna síđdegis á laugardag (28. janúar) eins og hirlam-spáin vill hafa hana.

w-blogg280112

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar og heildregnar, ţví ţéttari sem ţćr eru ţví meiri er bratti flatarins og vindur meiri. Einingin er dekametrar (1 dam=10 m). Strengurinn fyrir vestan land er mjög myndarlegur og kemur langt sunnan úr hafi. Rauđu strikalínurnar sýna ţykktina - einnig í dekametrum. Ţykktin er hitamćlir, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er í neđri hluta veđrahvolfs. Mikil háloftahlýindi skila sér ekki alltaf niđur til jarđar en fljóta ofan á lofti sem ýmist er kćlt af sjó eđa köldu yfirborđi landsins. Mestar líkur á ađ ná ţví niđur er ţar sem brött fjöll brjóta loftstreymi en ţá blandast hlýja loftiđ niđur og hiti ţar hćkkar. Von um háar hitatölur er ţví mest nćst fjöllum fyrir norđan og austan. Syđra verđa hlýindin vart meiri en sem nemur sjávarhita sunnan viđ land (ekki slćmt ţađ).

Viđ sjáum ađ ţykktin er talsvert lćgri vesturundan heldur en í hlýja geiranum - en samt er mjög kalt loft (ţykkt minni en 5000 metrar) varla ađ sjá á kortinu - ekki nema í plati yfir norđanverđum Grćnlandsjökli. Hlýjasta gusan fer beint til Svalbarđa (rauđa örin). Síđan virđast fleiri hlýjar bylgjur eiga ađ berast til landsins - međ međalköldu lofti á milli.

Athyglisverđ ţróun í austri virđist koma hér viđ sögu. Tveir til ţrír smáir kuldapollar stefna frá Síberíu til vesturs um Evrópu - ţeir valda óbeinum hiksta í bylgjuframrásinni í námunda viđ okkur ţannig ađ bylgjurnar rekast á hindrun vestan viđ kuldapollana. Á kortinu á bláa örin ađ sýna ţessa ţróun. Ţađ loft sem sést austast á kortinu er ţó ekki sérlega kalt ennţá, ţykktin rétt innan viđ 5160 metra á Norđurlöndum og íviđ hćrri sunnar.

Gaman verđur ađ fylgjast međ ţróuninni nćstu daga og hvort átök verđa í raun og veru milli Síberíuloftsins, loftsins ađ vestan og hvernig hćđarhryggnum ţar á milli reiđir af. En taka verđur margoft fram ađ ţetta er mikilli óvissu bundiđ - spár eru lítt sammála nema tvo til ţrjá daga fram í tímann.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband