Dćgurlágmörk ársins 2011

Nú eru ađ minnsta kosti tveir spilliblotar framundan á landinu (föstudagur og sunnudagur) - er ţađ ástand sem fyrr fyrirkvíđanlegt vegna áfređa sem ţessar skammvinnu hlákur ná varla ađ vinna á.

Hungurdiskar eru enn í nördahug og birta í viđhengi töflu um lćgsta hita hvers dags á landinu áriđ 2011. Hún er ţrískipt, Vegagerđarstöđvarnar eru sér í töflu og síđan er sérstök aukatafla sem nćr ađeins yfir sjálfvirkar stöđvar i byggđ. Gögnin eru sem fyrr fengin úr gagnasafni Veđurstofunnar.

Mesta frost ársins mćldist viđ Upptyppinga ţann 8. desember, -27,8 stig. Ţetta er nákvćmlega sama og međaltal áranna 1961 til 1990, en viđ ţann samanburđ verđur ađ hafa í huga ađ köldum stöđvum hefur fjölgađ meira heldur en öđrum síđan ţá. Hálendiđ er mun betur vaktađ en áđur. Međaltal lćgsta lágmarks áranna 2001 til 2010 er -28,3 stig.

Lćgsta lágmark í byggđ á árinu 2011 var -27,3 stig og mćldust viđ Mývatn ţann 6. desember. Lćgsta lágmarkiđ á Vegagerđarstöđvunum mćldist sama dag, -22,7 stig á Hólasandi. Viđ munum enn ţessa köldu daga.

Frostlaus dagur kom ekki fyrr en 26. júní, en í byggđ kom fyrsti frostlausi dagurinn ţann 9. apríl. Mér telst til ađ alls hafi 47 dagar ársins veriđ frostlausir, einn í júní, 23 í júlí, 13 í ágúst, 8 í september, einn í október og einn í nóvember. Sá síđasti var 15. nóvember.

Í byggđ voru frostlausu dagarnir 83. Sá síđasti var 15. nóvember - sami dagur og á landinu í heild.

Á landinu í heild var síđasti dagur vorsins sem náđi -10 stiga frosti 25. maí. Ţá fór hiti á Brúarjökli niđur í -13,8 stig og ţann 5. október fór frostiđ á sama stađ í -12,2 stig. Í byggđ fór frost ekki niđur fyrir -10 stig frá 27. mars til 7. október.

Fróđlegt er ađ athuga hvađa stađir ţetta eru sem oftast eiga lágmarkshita sólarhringsins hér á landi. Fyrir landiđ allt eru Brúarjökull, Ţverfjall og Gagnheiđi, efst á blađi en síđan Sáta og Sandbúđir hálfdrćttinga. Af byggđastöđvum á Möđrudalur oftast landslágmarkiđ. Fáeinar ađrar byggđarstöđvar komast á blađ, ţar má telja Brú á Jökuldal, Ţingvelli og Svartárkot.

Sé litiđ á byggđir eingöngu er Möđrudalur oftast kaldasta stöđ landsins, en síđan koma Svartárkot, Ţingvellir, Brú á Jökuldal og Haugur í Miđfirđi (í ţessari röđ).

En lítiđ á viđhengiđ.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir afar áhugavert blogg, Trausti.

Ég var ađ velta fyrir mér hvernig reiknađur vćri međalhiti ársins á landinu öllu, ţ.e. ađ teknu tilliti til ţess ađ stöđvar fćrast til, ţeim fćkkar eđa fjölgar og landfrćđileg dreifing breytist?

Pétur Reimarsson (IP-tala skráđ) 6.1.2012 kl. 08:11

2 identicon

Talandi um fćkkun, mér sýnist Hćll hafa veriđ skorinn niđur sem veđurstöđ í ţessari viku en hann finnst ekki lengur á vedur.is (skiljanlegt enda hef ég ekki skiliđ af hverju stöđvar voru á bćđi Hćli og Árnesi ţar sem ca. 3km eru á milli stöđvanna)

Ari (IP-tala skráđ) 7.1.2012 kl. 22:01

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Pétur. Landsmeđaltal er hćgt ađ reikna nokkuđ örugglega séu stöđvarnar margar og ţess gćtt ađ hálendisstöđvar séu ekki mismargar. Međ ţví móti skiptir flutningur stöđva ekki svo miklu máli. Nú nota ég 26 stöđvar um land allt - en í fortíđinni eru ţćr auđvitađ fćrri. Ari, já ţađ er rétt ađ Hćll hefur lokiđ hefđbundnum skeytasendingum, en ţar er áfram mćld úrkoma og send Veđurstofunni einu sinni á dag. Daglegar úrkomumćlingar má sjá á vef Veđurstofunnar. Ţar á Hćll ađ birtast eftirleiđis. Samanburđur hitamćlinga á Hćl og í Árnesi í átta ár sýnir ađ međalhiti ársins er nákvćmlega sá sami á stöđvunum, en lítillega hlýrra er viđ Hćl á vetrum en í Árnesi (munar 0,3 stigum í janúar) en kaldara á sumrin (munar 0,2 stigum í júlí).

Trausti Jónsson, 8.1.2012 kl. 01:47

4 identicon

Takk fyrir ţćr upplýsingar.  Merkilegt ađ ţađ sé hlýrra viđ Hćl ađ vetri en mig minnir ađ ţađ séu sennilega ca. 50 m hćđarmunur, er ţađ ekki bara svo ađ ţarna hreyfir vind meira ţar sem ţetta stendur hćrra og kyrrstöđufrostiđ nćr sér ekki upp?

Ari (IP-tala skráđ) 8.1.2012 kl. 13:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 56
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 697
  • Frá upphafi: 2351258

Annađ

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 626
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband