29.12.2011 | 21:09
Hökt af stað úr snjóskafli
Nú hökta hungurdiskar aftur af stað eftir viku hlé. Hvenær fullu skriði verður náð aftur er óljóst en hér verður fjallað lítillega um snjóinn sem nú plagar íbúa höfuðborgarsvæðisins og sjálfsagt fleiri.
Snjódýptin mældist 33 cm við Veðurstofuna í morgun (fimmtudaginn 29. desember) og telst það desembermet fyrir Reykjavík. Nákvæmnin er þó ekki með þeim hætti að þetta sé endilega meira heldur en þeir 32 cm sem mældust að morgni 31. desember 1978 og þann 22. desember 1984 - munur upp á 1 cm verður að teljast tilviljun. En ágætt var að losna við tvöfalda metið. Sömuleiðis þurfti sá sem þetta skrifar að yfirgefa Veðurstofuna á keðjum jóladagsmorgun 1982 - þá var litlu minni snjór en nú.
Áðurnefnd snjókoma í árslok 1978 hafði skilað 32 cm að morgni þess 31. en áfram snjóaði og á nýjársdagsmorgun var hún komin upp í 39 cm. Hefði aukahlaupársdegi verið skotið inn árið 1978 hefði þessi nýjársdagur 1979 ekki verið það - heldur gamlársdagur 1978 og snjódýptarmet desembermánaðar hefði þar með verið 39 cm og stæði enn. En þegar þetta er skrifað eru enn tvær snjódýptarmælingar eftir til áramóta - hver veit nema að tala dagsins í dag hækki til morguns?
Það er reyndar afbrigðilegt að snjódýptarmet nóvembermánaðar er hærra en desembermetið. Mesta snjódýpt sem mælst hefur í nóvember í Reykjavík er 38 cm. Það var í miklu snjóakasti 1978. Sá snjór bráðnaði allur á fáeinum dögum í óvenjumiklum hlýindum í desember þannig að gamlársdagssnjórinn mikli féll á auða jörð.
Ritstjóri hungurdiska lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu í morgun (- viðtal tekið í gær, 28. desember) að meiriháttar umferðarvandræði hæfust í Reykjavík við 28 til 30 cm snjódýpt. Það virðist staðfestast með snjókomu næturinnar. En snjódýpt ræðst oft af röð tilviljana. Atburður síðastliðinnar nætur var ekki svo stór einn og sér. Ákoma (aukning snjódýptar) frá því deginum áður var 13 cm. Þetta er hóflegur atburður.
Atburðurinn um áramótin 1978 til 1979 var miklu stærri - nærri 40 cm. Svo mikil snjósöfnun í einum atburði er mjög óvenjuleg í Reykjavík - þó ekki dæmalaus. Snjódýptin nú fellst í nokkrum smærri atburðum. Við sem fylgdumst með snjó hér í Reykjavík á snjóatímabilinu mikla fyrir 1995 munum vel vandræðaástand það sem er í umferðarmálum við 30 til 40 cm snjódýpt. Þá fer húsþökum sumum einnig að verða hætt. En dæmi eru um enn meiri snjó í Reykjavík - en ekki nýlega.
Á snjóaárunum lá einhvern veginn í loftinu að tveir stórir atburðir ættu sér stað með það skömmu millibili að sá fyrri væri lítt farinn að sjatna þegar sá síðari skylli yfir. - En það gerðist ekki. Við 45 cm er ástandið við meiriháttar vandræði - hvað þá í 80 cm (tveir stórir)? Hvað ef þeir 80 cm bráðnuðu ekki - en endurfrysu svona fjórum sinnum? Atburðir af þessu tagi liggja auðvitað í leyni í framtíðinni - enginn má verða mjög hissa.
Á vef Veðurstofunnar liggur pistill ritstjórans um snjódýptarmet Íslandsog sagt er frá snjódýptarmeti Reykjavíkur (55 cm frá 1937). Á vef Veðurstofunnar er einnig ritgerð um snjóhulu og snjódýpt á landinu - orðin nærri 10 ára gömul en inniheldur samt mikinn fróðleik.
Í ritgerðinni er kynnt til sögunnar summa snjódýptar alhvítra daga. Hún hefur verið gerð fyrir alla mánuði frá því að snjódýptarmælingar hófust í Reykjavík í janúarlok 1921. Sjá má alla töfluna í sérstöku viðhengi með þessum pistli.
Það er 1984 sem státar af hæstu snjódýptarsummu desembermánaða, 418. Næst kemur desember 1955 með 311. Núlíðandi desember er í dag kominn upp í 353 og skortir því 65 upp á að ná metinu. Verði snjódýpt jafn mikil eða meiri síðustu tvo dagana og er í dag verður metið slegið. Hins vegar hafa alhvítir dagar aldrei verið jafn margir í desember í Reykjavík og nú.
Snjórinn sem nú liggur á jörð þarf afgerandi hláku til að hverfa. Slíkt virðist ekki í augsýn. Sú bleyta sem þó er spáð aðra nótt (aðfaranótt 31.) og á gamlársdag ætti þó að draga úr snjódýptinni - það er að segja ef ekki snjóar meira á morgun (föstudag). Síðan kvu spáð stirðnun og frosti aftur.
Skammvinnar, vægar vetrarhlákur af þessu tagi voru á öldum áður réttilega kallaðir spilliblotar - því það eru þeir svo sannarlega - hvernig sem á málið er litið. Þegar snjór blotnar og frýs aftur verða til svonefndir áfreðar - þeir hafa aldrei verið vinsælir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mér finnst skárra að fá spilliblota heldur en hafa bara órofið frost. En best væri að fá almennilega hláku sem tæki up allan snjóinn. Gaman að þessari summusamantekt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.12.2011 kl. 22:32
Þakka snæpistilinn Trausti , þetta er svosem ekkert fagnaðarerindi frekar
en fjárlögin, en "kaldar staðreyndir" samt og fróðlegar. Og gaman að fá
orðin " spilliblota" og " áfreða ", en þau hef ég ekki heyrt fyrr. Auðvitað
hlaut að koma að svona vetri , en það má til gamans geta þess að Jónas
frá Hrafnagili segir í bók sinni " Íslenskir þjóðhættir " ( kaflinn um veðurfarið ) að : "....sumarpáskum fylgi harður vetur " . Auðvitað er þetta hjátrú , en einhverra
hluta vegna var þessu trúað og varla alveg að ástæðulausu. Líklega tilviljun
ein , en þess má til gamans geta að síðustu páskar voru " sumarpáskar ".
óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 18:09
Óli Hilmar, ég held að harðindin samfara sumarpáskum hafi átt við veturinn fram að þeim - en ekki á eftir. Lengi þurfi að bíða eftir vori við sumarpáska. En engan veginn er ég samt viss. Gleðilegt ár.
Trausti Jónsson, 30.12.2011 kl. 22:16
Sæll Sigurður.
Mér finnst nú alltaf hundleiðinlegt að fá þessa svonefndu spilliblota,eða allavega fyrir þá sem þurfa að vera í einhverjum akstri,það gerir bara aukna hálku þegar hitastig er um frostmarkið og tala nú ekki um ef hiti fer í um 3 til fjögur stig og skyndilega frýs,þetta er það sem hefur oft hörmulegar afleiðingar í akstri. Ef gerði nú almennilegan hita í um fimm til sex daga og næði að bræða snjóinn almennilega,því það er lengi nú eftir þessi frost undanfarið að frost fari úr jörðu og yfirborð við veg (jörð) er lengi að jafna sig á þessum árstíma sérstaklega,nema þegar sól fer að hækka á lofti fyrir alvöru og eins og sagt er að jörð fari að hlyna neðanafrá. Ég er svo sem engin sérfræðingur,en afsakið.
Jón Guðbjörn Guðjónsson, 1.1.2012 kl. 05:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.