22.12.2011 | 00:04
Tvær lægðir til jóla (rétt rúmlega það)
Rétt rúmlega það vísar til lægðarinnar sem er að ganga yfir þegar þetta er skrifað (rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöldi 21. desember). Mjög mikill suðvestanstrengur fylgir lægðinni á mjóu svæði. Höfuðborgarsvæðið virðist ætla að sleppa en athygli vekur hversu hvasst er uppi á Mýrum (Fíflholt með 24,2 m/s í jafnaðarvind kl. 23) og í Hvalfirði (Þyrill með 25,1 m/s á sama tíma). Enn hvassara er á fjallastöðvum í nágrenninu. Rétt fyrir miðnætti var komið vonskuveður á Holtavörðuheiði og sennilega verður þessa sama strengs líka vart sums staðar á Norðurlandi eða á Vestfjörðum. Vonandi að ekkert fjúki.
Næsta lægð fer hjá síðdegis á morgun (fimmtudag). Hún virðist nú ætla að fara til norðausturs rétt fyrir sunnan land. Lítum á gervihnattarmynd sem tekin var kl. 23 á miðvikudagskvöldi 21.12.
Við sjáum að lægð dagsins er við Vestfirði og verður alveg úr sögunni fyrir hádegi á fimmtudag. Nýja lægðin á að fara í þá stefnu sem örin sýnir. Ætli við verðum ekki að trúa því. Veður samfara lægðinni er langverst fyrir suðvestan og sunnan miðjuna þannig að við ættum að sleppa við það. Kannski hvessir um stund af vestri eða vestnorðvestri allra syðst á landinu annað kvöld.
Aðalspurningin samfara þessari lægð er sú hvort og hvar snjóar - og hversu mikið. Það getur gerst á tveimur svæðum tengdum kerfinu. Annars vegar í aðalúrkomubakkanum norðan og norðvestan við lægðarmiðjuna en hins vegar í éljakerfi sem gæti fallið inn á landið úr vestri annað kvöld eða aðra nótt. Það kerfi eða annað ámóta má sjá sem lítinn sveip á myndinni, vestarlega á Grænlandshafi.
Hungurdiskar geta engu um þetta spáð (frekar en venjulega) en rétt fyrir fólk á ferð að fylgjast vel með fréttum af veðri fimmtudagsins.
Síðan nálgast önnur lægð á Þorláksmessukvöld - örlög hennar eru enn óráðin og illa virðist spám ætla að ganga við að negla þau niður. Flestar gera þó ráð fyrir því að hún dýpki gríðarlega í námunda við landið á aðfaranótt aðfangadags - evrópureiknimiðstöðin nefnir 41 hPa á sólarhring, þar af 14 hPa milli miðnættis og kl. 6 á aðfangadagsmorgunn. En hér verður að leggja varnagla við mikilli óvissu. Lægðin er að vísu orðin til, var um hádegi á miðvikudag yfir Indianafylki í Bandaríkjunum, 1003 hPa djúp, um hádegi á morgun á hún aðeins að hafa dýpkað um 2 hPa á leið sinni. En það verður gaman að fylgjast með þróun hennar á myndum og í spám næstu daga. Kannski verður ekkert úr henni?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 152
- Sl. viku: 1955
- Frá upphafi: 2412619
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 1708
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Já nú erum komnir bullandi umhleypingar. Hér snögg hvessti um kl 23 og var nánast ofsa veður um tíma. Það er ekki oft sem það skellur svona snögt á, sumir mundu segja ,,það skellti saman". Ég er með smá veðurstöð. Vindhraði fór í 28 til 29 m. í kviðum. Ég held að mælingin sé nálægt lagi og tek ég þá samanburð við stöðina á Holtavörðuheiði. Vissulega er þar hvassara en hér niður í firðinum. Þegar þetta er skrifað er heldur farið að ganga niður mesta rokið og úrfellið farið að minka.
Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 00:48
Ég þakka upplýsingarnar Gunnar, gaman að heyra af einkaveðurstöðvum. Ertu í Hrútafirði?
Trausti Jónsson, 22.12.2011 kl. 00:54
Sælir heiðursmenn !
Gaman að heyra þetta orðatiltæki " skella saman" hjá Gunnari. Ekki veitir af að
halda til haga veðurmáli forfeðranna , og víst er, að mikið var undir , hversu veðurglöggir menn voru , - jafnvel líf og afkoma. Ætli "lægðafæribandinu" fari nú
ekki senn að ljúka , en sannarlega reyndist langtímaspá þeirra evrópsku rétt ,:
kalt til jóla á Íslandi . Í dag er sól í " Sökkvabekk" , sem fornmenn kölluðu.
Og þá þurfti að gefa gjafir til að blíðka goðin , svo hún hækkaði nú aftur með betri tíð í farteskinu. Kaupmenn í dag njóta góðs af þessum ótta langa- langa langa ....langa áa okkar !
Vonandi fer nú veðráttan batnadi og umhleypingar taki sér smá hvíld. Etv. er
staða köldu rastarinnar yfir Atlantshaf að breytast. Hvað um það. Óska öllum
þeim sem hungurdiskar næra, gleðilega jóla og farsæls árs. Um leið þakka
ég Trausta einstaklega skemmtilega , fróðlega og upplýsandi pistla hér.
Einhverntíma hefði svona fágæt elja og óeigingjörn ,verið kölluð afrek.
óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 17:32
Sæll Trausti.
Ég á heima í Hrútatungu í Hrútafirði. Og þá má vist segja að ég sé haldinn mikilli forvitni um veður og veðurfar. Það er t.d. alltaf jafn fróðlegt að skoða þykktarkortin sem þú kemur með og leggur útaf. Ég tek undir með Óla Hilmari að það er afrek að halda úti svona magnaðri veðursíðu. Við sem lesum þetta daglega yrðum miklu fáfróðari ef ekki væru menn eins og þú og Einar Sveinbjönsson til að bæta við þann fróðleik sem við fáum með veðuspám í útvarpi og sjónvarpi. Annars er ég viss um að skilningur fólks á veðri hefur mikið breyst með tilkomu veðurfrétta í sjónvarpi.
Með bestu jólakveðjum
Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 18:33
Þakka hlýleg orð í minn garð Gunnar og Óli Hilmar. Gleðileg jól.
Trausti Jónsson, 22.12.2011 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.