Kuldakastið - hvernig stendur það sig?

Nú er rétt að líta á stöðu desembermánaðar miðað við fyrri kalda mánuði. Síðusta vikan hefur verið mun hlýrri en þær fyrri og ekki svo mjög fjarri meðallagi árstímans. Þetta þýðir að kuldakastið nú er að missa aðra mánuði niður fyrir sig.

Í langa Reykjavíkursamanburðinum (munum að það vantar mörg ár í hann og að nákvæmni skortir) er 1981 við það að ná núverandi kulda og 1973, 1949 og 1936 dottnir niður fyrir (tölur í °C). Síðan koma nítjándualdarmánuðir í langri röð, 1886 kaldastur (til og með 20.).

ár mán hiti 1. til 20.
2011 12 -2,85
1981 12 -2,85
1909 12 -3,12
1973 12 -3,28
1949 12 -3,34
1891 12 -3,41
1936 12 -4,17
1880 12 -4,28
1885 12 -4,55
1887 12 -4,81
1893 12 -4,94
1892 12 -5,35
1886 12 -6,02´

Stykkishólmsröðin er áreiðanlegri þegar horft er langt til baka og hefur þann kost að aðeins vantar einn desembermánuð frá 1845, en það er 1919. Þegar við mátum málið síðast var núverandi desember í 15. sæti. En hvað nú?

 ár meðalh.
11892 -5,72
21917 -5,48
31887 -4,92
41880 -4,84
51893 -4,70
61863 -4,53
71886 -4,41
81847 -4,35
91973 -4,17
101936 -4,13
    
261974 -2,45
272011 -2,45

Kuldakastið nú er komið niður í 26. til 27. sæti. - Hætt að vera nokkuð merkilegt. En mánuðurinn er ekki búinn og engin sérstök hlýindi enn í kortunum. Hitinn í Stykkishólmi það sem af er þessum mánuði er 2,4 stigum undir meðallagi en í Reykjavík er hann 3,2 stigum undir og 3,9 á Akureyri. Ívið hlýrra að tiltölu er á Austfjörðum, Dalatangi er 2,0 stigum undir meðallaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir fyrir þetta Trausti. Það stefnir sannarlega í að desember 2011 verði kaldasti desembermánuður það sem af er á þessari öld. Það er því vissulega að kólna á klakanum.

Bendi líka á alhvíta jörð í Reykjavík. Mér skilst að mælingar hafi aldrei sýnt alhvíta jörð allan desembermánuð í Reykjavík.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 09:05

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef seinni hluti desember verður hlýrri en sá fyrri þá sé ég ekki betur en það sé að hlýna á klakanum. Klakinn gæti jafnvel bara farið að þiðna með sama áframhaldi.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.12.2011 kl. 14:42

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er rétt hjá þér Hilmar að líklega fer svo að núlíðandi desember verði sá kaldasti það sem af er öldinni - enda er keppnin um það sæti ekki sérlega hörð. Allir desembermánuðirnir 2001 til 2010 voru hlýir í Reykjavík, nema 2004 sem rétt slefaði meðaltalið. Snjór hefur einnig verið óvenju þrálátur í ár og gæti fjöldi alhvítra daga slegið met, en núgildandi met eru 25 alhvítir dagar (desember 1923 og 1936). Síðara árið var langt inni á alræmdu hlýskeiði - en snjór var þá reyndar minni að vöxtum heldur en nú.

Trausti Jónsson, 22.12.2011 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband