Heiðasti desemberdagurinn

Undanfarna mánuði hafa hungurdiskar rifjað upp heiðustu daga í hverjum mánuði frá 1949. Nú er komið að desember. Heiðasti dagurinn sem við finnum í þeim mánuði er sá 30. árið 1995, meðalskýjahula var aðeins 1,2 áttunduhlutar. Myndin er úr safni móttökustöðvarinnar í Dundee í Skotlandi.

w-blogg181211

Minniháttar skýjabakki er við Vestfirði norðvestanverða  og e.t.v. annar við strönd  Austur-Skaftafellssýslu. Að öðru leyti er heiðríkt. Við sjáum mikinn skýjagöndul yfir Grænlandi þar er hlýtt loft að ryðjast til norðurs. Háþrýstisvæði er yfir Íslandi. Í textahnotskurn segir um þennan mánuð: Góð tíð. Nokkuð vætusamt var syðra, en lítið var um stórviðri. Eftir miðjan mánuð gerði hörkufrost og mánuðurinn var mjög kaldur um landið norðaustanvert. Þessi dagur kemst þó ekki á lista yfir köldustu desemberdagana.

Næstheiðastur er 26. desember 1962 (man hann vel). Þá um jólin settist hér að einhver mesta fyrirstöðuhæð sem um getur og ríkti nánast einráð til miðs janúar 1963 og síðan aftur langt fram í febrúar. Fádæma kuldar voru þá í Vestur-Evrópu - óvenjulegastir á Bretlandseyjum. Ég er ekki alveg viss - en mig minnir að þarna hafi knattspyrna og knattspyrnugetraunir lent í ódæmilegum vandræðum þegar heilu umferðunum varð að fresta í enska boltanum.

Sá 22. árið 1976 er síðan í þriðja sæti heiðra desemberdaga - fyrirstöðuhæðin sú var líka óvenjuleg - þótt ekki kæmi hún alveg jafnhart niður á Bretum. Skýjaðasti desemberdagurinn telst sá 7. árið 1983 og halarófa daga í næstu sætum.

Við reiknum líka til gamans út á hvaða degi í desember skyggnið var best (trúum því þó ekki um of). Þar er gamlársdagur 1995 talinn bestur og heiðríkjudagurinn 30. og fjallað var um hér að ofan er í ómarktæku öðru sæti - og 29. sama ár er í fjórða sæti. Á milli er 28. 2002.

Verst telst skyggnið hafa verið 12. desember 1971. Þann dag var úrkoma um land allt, snjókoma víðast hvar. Næstverst var skyggnið á jóladag 1963. Þá snjóaði mikið nyrðra og daginn eftir féllu snjóflóð á hús á Siglufirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 32
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 1953
  • Frá upphafi: 2412617

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1706
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband