Þar sem 486 hittir 534?

Fyrirsögnin kann að virðast óræð (í meira lagi) - en fasta lesendur hungurdiska grunar ef til vill hvað býr undir. Frekar hefði átt að orða þetta svo: Þar sem 500 hPa hæðin 486 dam á stefnumót við 500/1000 hPa-þykktina 534 dam verður til 940 hPa djúp lægð. Þetta er hins vegar of löng fyrirsögn - sú styttri gengur betur upp.

Hér á landi fer þrýstingur við sjávarmál niður fyrir 940 hPa á sjö ára fresti - eða þar um bil. Hvert ár er talið eitt tilvik þótt þetta hafi gerst oftar innan ársins. Mjög djúpar lægðir koma oft í klösum nokkrar í senn. Þrýstingur fer hins vegar niður fyrir 950 hPa í þremur árum af hverjum fimm.

Þrýstingur er mjög lágur þar sem hlýtt loft gengur inn undir mjög lág veðrahvörf. Hæð 500 hPa-flatarins fylgir hæð veðrahvarfanna nokkuð vel og þykktin milli 500 hPa og 1000 hPa flatanna er góður mælikvarði á það hversu hlýtt loftið er. Þegar 500 hPa hæðin er lág á stórum svæðum er gott lag fyrir djúpar lægðir. Aðstæður eru sérstaklega góðar þegar veðrahvörfin eru mjög lág þar sem ekki er langt í hlýtt loft (mikla þykkt).

Staðan er einmitt svona þessa dagana því 500 hPa-flöturinn er í lágri stöðu langt suður fyrir Ísland. Þar er mjög hlýr sjór vestan Írlands og ekki er langt í alvöruhlýsjó sunnan við 50. breiddargráðu. Ekki þarf mikið að stugga við því hlýja lofti til þess að það ryðjist norður í átt að veðrahvörfunum lágu.

Lægðirnar kröppu og djúpu sem plöguðu Færeyjar, Bretland og sunnanverð Norðurlönd að undanförnu eru allar afleiðingar af þessari stöðu og kuldarnir hér á landi eru samfara lágum veðrahvörfum (það eru kuldar hins vegar ekki alltaf).

En aftur að fyrirsögninni. Næsta lægð sem kemur að Bretlandi úr vestri á að ná niður fyrir 945 hPa, sé að marka spár er það einmitt 486 sem á að hitta 534. En alls ekki er víst að stefnumótið verði svo vel heppnað - en við verðum að fylgjast vel með. Síðan er enn ólíklegra stefnumóti spáð við Skotland á aðfaranótt föstudagsins, þar á 548 dam þykkt að hitta 486 dam hæðina. Vill einhver reikna út hversu djúpa lægð það stefnumót getur af sér? Já, sennilega er rétt að efast um þessa spá -  en ætli við þurfum samt ekki að fara að athuga Bretlandsmet í lágum loftþrýstingi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 583
  • Sl. sólarhring: 737
  • Sl. viku: 2378
  • Frá upphafi: 2413398

Annað

  • Innlit í dag: 547
  • Innlit sl. viku: 2147
  • Gestir í dag: 540
  • IP-tölur í dag: 527

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband